Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 10:46 Mikil reiði er í Pakistan vegna árása Indverja þar í gærkvöldi. AP/Muhammad Sajjad Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. Eftir fund þjóðaröryggisráðs Pakistan í morgun var því lýst yfir að her ríkisins hefði heimild til að bregðast við þessum árásum og hefna fyrir brot Indverja gegn fullveldi Pakistan. Ekki var sagt hvenær von væri á þessum viðbrögðum að öðru leyti en að þau yrðu framkvæmd þegar hentaði. Þjóðaröryggisráðið sagði eftir fundinn að Indverjar hefðu kveikt bál á svæðinu og þeir bæru einir ábyrgð á afleiðingunum. Fundurinn í morgun var haldinn í kjölfar þess að Indverjar skutu 24 eldflaugum að skotmörkum í Kasmír-héraði, þeim hluta sem stjórnað er af Pakistan, og annars staðar í Pakistan en ráðamenn í Indlandi segja árásirnar hafa verið fyrirbyggjandi þar sem þeir hafi fengið upplýsingar um yfirvofandi árásir vígamanna. Indverjar segja árásirnar hafa beinst að búðum hryðjuverkamanna tveggja hópa sem kallast Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mohammed. Sjö búðir eiga að hafa verið undir stjórn LeT og tvær undir stjórn JeM. Báðir hóparnir berjast gegn stjórn Indverja á Kasmír-héraði og hafa staðið að fjölmörgum hryðjuverkaárásum í gegnum árin. Loftárásirnar í gærkvöldi voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn LeT 26 myrtu indverska ferðamenn Indlands-megin í Kasmírhéraði en Indverjar hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að styðja við umrædda hryðjuverkahópa og aðra. Árásirnar stóðu yfir í um 25 mínútur og beindust að níu skotmörkum, samkvæmt Indverjum. Pakistanar segjast hafa skotið niður fimm herþotur Indverja. Í kjölfarið svöruðu Pakistanar með stórskotaliðsárásum, sem Indverjar svöruðu svo einnig og eru óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið í þessari skothríð þvers og kruss yfir landamærin. Vitað er til þess að að minnsta kosti þrjár þotur hröpuðu Indlandsmegin við landamæri ríkjanna. Yfirlýsing, sem ku vera frá leiðtoga JeM sem heitir Masood Azhar, var birt í morgun. Þar segist hann hafa misst tíu fjölskyldumeðlimi í árásum Indverja og þar á meðal systur sína, mág, og frændur og frænkur. Azhar heitir hefndum gegn Indverjum. Reuters segir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna í því að skoða þá staði sem árásir voru gerðar á í gærkvöldi. Pakistanar segja allavega eina mosku hafa orðið fyrir eldflaug. Pakistanskur þingmaður hefur kallað eftir því að eldflaugum verði í staðinn skotið að indverskum stíflum eða bænahúsum. Hann segir 24 eldflaugum hafa verið skotið að Pakistan og því eigi að svara með því að skjóta 48 eldflaugum að Indlandi. یا تو انڈیا کے ڈیموں پر حملہ کیا جائے یا پھر جس طرح ہماری مساجد گرائی گئی ہیں انڈیا کے دو تین مندر گرائے جائیں 24 میزائل پاکستان پر چلے ہیں 48 میزائل انڈیا پر چلائے جائیں ۔صاحبزادہ حامد رضا pic.twitter.com/aAnb1qKM2D— Farid Malik (@FaridMalikPK) May 7, 2025 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Tvö af þessum stríðum hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom. Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Eftir fund þjóðaröryggisráðs Pakistan í morgun var því lýst yfir að her ríkisins hefði heimild til að bregðast við þessum árásum og hefna fyrir brot Indverja gegn fullveldi Pakistan. Ekki var sagt hvenær von væri á þessum viðbrögðum að öðru leyti en að þau yrðu framkvæmd þegar hentaði. Þjóðaröryggisráðið sagði eftir fundinn að Indverjar hefðu kveikt bál á svæðinu og þeir bæru einir ábyrgð á afleiðingunum. Fundurinn í morgun var haldinn í kjölfar þess að Indverjar skutu 24 eldflaugum að skotmörkum í Kasmír-héraði, þeim hluta sem stjórnað er af Pakistan, og annars staðar í Pakistan en ráðamenn í Indlandi segja árásirnar hafa verið fyrirbyggjandi þar sem þeir hafi fengið upplýsingar um yfirvofandi árásir vígamanna. Indverjar segja árásirnar hafa beinst að búðum hryðjuverkamanna tveggja hópa sem kallast Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mohammed. Sjö búðir eiga að hafa verið undir stjórn LeT og tvær undir stjórn JeM. Báðir hóparnir berjast gegn stjórn Indverja á Kasmír-héraði og hafa staðið að fjölmörgum hryðjuverkaárásum í gegnum árin. Loftárásirnar í gærkvöldi voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn LeT 26 myrtu indverska ferðamenn Indlands-megin í Kasmírhéraði en Indverjar hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að styðja við umrædda hryðjuverkahópa og aðra. Árásirnar stóðu yfir í um 25 mínútur og beindust að níu skotmörkum, samkvæmt Indverjum. Pakistanar segjast hafa skotið niður fimm herþotur Indverja. Í kjölfarið svöruðu Pakistanar með stórskotaliðsárásum, sem Indverjar svöruðu svo einnig og eru óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið í þessari skothríð þvers og kruss yfir landamærin. Vitað er til þess að að minnsta kosti þrjár þotur hröpuðu Indlandsmegin við landamæri ríkjanna. Yfirlýsing, sem ku vera frá leiðtoga JeM sem heitir Masood Azhar, var birt í morgun. Þar segist hann hafa misst tíu fjölskyldumeðlimi í árásum Indverja og þar á meðal systur sína, mág, og frændur og frænkur. Azhar heitir hefndum gegn Indverjum. Reuters segir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna í því að skoða þá staði sem árásir voru gerðar á í gærkvöldi. Pakistanar segja allavega eina mosku hafa orðið fyrir eldflaug. Pakistanskur þingmaður hefur kallað eftir því að eldflaugum verði í staðinn skotið að indverskum stíflum eða bænahúsum. Hann segir 24 eldflaugum hafa verið skotið að Pakistan og því eigi að svara með því að skjóta 48 eldflaugum að Indlandi. یا تو انڈیا کے ڈیموں پر حملہ کیا جائے یا پھر جس طرح ہماری مساجد گرائی گئی ہیں انڈیا کے دو تین مندر گرائے جائیں 24 میزائل پاکستان پر چلے ہیں 48 میزائل انڈیا پر چلائے جائیں ۔صاحبزادہ حامد رضا pic.twitter.com/aAnb1qKM2D— Farid Malik (@FaridMalikPK) May 7, 2025 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Tvö af þessum stríðum hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom.
Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira