Stigmögnunin heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 06:34 Pakistanskir hermenn í Kasmír í gær. AP/Channi Anand Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar segjast sömuleiðis hafa svarað árásum frá Indlandshluta Kasmír-héraðs. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa kallað eftir því að Indverjar og Pakistanar haldi að sér höndum og stigmagni ekki átökin. Hættan á stigmögnun er þó til staðar. Fjölmiðlar í Indlandi hafa til að mynda eftir háttsettum embættismönnum þar að ef Pakistanar haldi áfram árásum sínum, muni Indverjar berjast til hins síðasta. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, hefur einnig heitið því að hefna þeirra sem fallið hafa í Pakistan. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, og í raun alla tíð frá stofnun Pakistan fyrir tæpum átta áratugum. Núverandi spenna myndaðist eftir mannskæða árás hryðjuverkamanna Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Eins og fram kemur í grein BBC hafa Bandaríkin og önnur stórveldi spilað stóra rullu í gegnum árin til að draga úr spennu milli Indlands og Pakistan. Nú er áróðurinn þó í hæstu stigum og ríkisstjórn Donalds Trump hefur mörgum hnöppum á hneppa. Vonast er til þess að Bandaríkjamenn stigi frekar inn í deiluna en ríki eins og Katar, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem njóta góðra tengsla við bæði Indlands og Pakistan, gætu einnig komið að viðræðum. Sérstaklega umfangsmiklar árásir virðast hafa verið gerðar á borgina Jammu, Indlandsmegin í Kasmír, í gærkvöldi en þar eru Pakistanar sagðir hafa beint drónum og eldflaugum að herstöð Indverja. Einnig voru árásir gerðar í Udhampur og Pathankot, samkvæmt Indverjum. AP fréttaveitan hefur þó eftir talsmönnum utanríkisráðuneytis Pakistan að engar árásir hafi verið gerðar á þessar borgir. Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49 Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Pakistanar segjast sömuleiðis hafa svarað árásum frá Indlandshluta Kasmír-héraðs. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa kallað eftir því að Indverjar og Pakistanar haldi að sér höndum og stigmagni ekki átökin. Hættan á stigmögnun er þó til staðar. Fjölmiðlar í Indlandi hafa til að mynda eftir háttsettum embættismönnum þar að ef Pakistanar haldi áfram árásum sínum, muni Indverjar berjast til hins síðasta. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, hefur einnig heitið því að hefna þeirra sem fallið hafa í Pakistan. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, og í raun alla tíð frá stofnun Pakistan fyrir tæpum átta áratugum. Núverandi spenna myndaðist eftir mannskæða árás hryðjuverkamanna Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Eins og fram kemur í grein BBC hafa Bandaríkin og önnur stórveldi spilað stóra rullu í gegnum árin til að draga úr spennu milli Indlands og Pakistan. Nú er áróðurinn þó í hæstu stigum og ríkisstjórn Donalds Trump hefur mörgum hnöppum á hneppa. Vonast er til þess að Bandaríkjamenn stigi frekar inn í deiluna en ríki eins og Katar, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem njóta góðra tengsla við bæði Indlands og Pakistan, gætu einnig komið að viðræðum. Sérstaklega umfangsmiklar árásir virðast hafa verið gerðar á borgina Jammu, Indlandsmegin í Kasmír, í gærkvöldi en þar eru Pakistanar sagðir hafa beint drónum og eldflaugum að herstöð Indverja. Einnig voru árásir gerðar í Udhampur og Pathankot, samkvæmt Indverjum. AP fréttaveitan hefur þó eftir talsmönnum utanríkisráðuneytis Pakistan að engar árásir hafi verið gerðar á þessar borgir.
Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49 Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
„Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49
Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46
Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25