Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 10. maí 2025 12:02 Mótmælaaldan gegn Ísraelsríki hefur risið hátt undanfarna viku. Fjöldi reiðipistla hefur birst hér í skoðanadálkinum og utanríkisráðherra hefur ýjað að því að beita Ísrael þrýstingi á alþjóðavettvangi. Þetta eru margkveðnar vísur. Átökin í Ísrael hafa ítrekað verið borin saman við ýmsa smánarbletti mannkynssögunnar, ekki síst við Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Sumir vonast til að mótmæli, málaferli og efnahagsleg sniðganga muni á einhvern hátt knésetja Ísrael. En þær væntingar munu ekki verða að veruleika. Fyrir það fyrsta er samanburðurinn við Suður-Afríku vanhugsaður. Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ástæður þess að stjórnarfar ríkjanna er ekki sambærilegt. En stjórnarfarið er ekki það eina sem er ólíkt. Það er líka grundvallarmunur á Gyðingum í Ísrael annars vegar og hvítum Suður-Afríkubúum hins vegar. Fyrir það fyrsta byggir sjálfsmynd Gyðinga ekki á húðlit. Margir þeirra eru dökkir á hörund og skera sig ekki frá grannþjóðunum í útliti. Gyðingar eru þar að auki í miklum meirihluta í Ísrael, um 75% íbúa, en hvítir Suður-Afríkubúar eru einungis um 7% íbúa Suður-Afríku. Áhrif sjálfsmyndar á baráttuþrek hópa verða seint vanmetin. Staðreyndin er sú að sjálfsmynd og menning hvítra Suður-Afríkubúa er í grundvallaratriðum evrópsk. Líklega hafa þeir alla tíð haft á tilfinningunni að þeir séu í raun aðkomumenn. Það er því lítil furða að sniðganga og alþjóðlegur þrýstingur hafi að lokum borið árangur í því tilfelli. Það sama á ekki við um ísraelska Gyðinga. Þeir leggja höfuðáherslu á tengsl sín við landið sjálft. Þeir eru meðvitaðir um skyldleika þjóðtungu sinnar, hebresku, við önnur tungumál á svæðinu. Þeir eru auk þess meðvitaðir um að trú þeirra og menning reki uppruna sinn þangað. Þeir upplifa sig því ekki á nokkurn hátt sem aðkomufólk. Þvert á móti tala margir þeirra um sig sem sabra (nafn á harðgerðri eyðimerkurplöntu) sem þýðir í þessu samhengi innfæddur. Einnig er vert að hafa í huga að kröfur helstu andstæðinga Ísraels eru ekki einungis endalok hernaðaraðgerða Ísraels heldur endalok Ísraelsríkis eins og það leggur sig. Frá sjónarhóli ísraelskra Gyðinga er því sjálf tilvist þjóðríkis þeirra í húfi. Þótt yfirstandandi átök á Gazasvæðinu séu umdeild, jafnt innan Ísraels sem utan, er sjálfur tilvistarréttur Ísraels ekki umdeildur í Ísrael. Ísraelar eru sammála um mikilvægi þess að verja og viðhalda tilvist ríkisins. Þar skipta viðskiptahagsmunir eða álit umheimsins engu máli. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar geta auðvitað fordæmt Ísrael að vild. En vilji þeir raunverulega stilla til friðar verða þeir að skilja á hvaða forsendum sjálfsmynd Ísraela byggir. Annars verður þeim lítið ágengt. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mótmælaaldan gegn Ísraelsríki hefur risið hátt undanfarna viku. Fjöldi reiðipistla hefur birst hér í skoðanadálkinum og utanríkisráðherra hefur ýjað að því að beita Ísrael þrýstingi á alþjóðavettvangi. Þetta eru margkveðnar vísur. Átökin í Ísrael hafa ítrekað verið borin saman við ýmsa smánarbletti mannkynssögunnar, ekki síst við Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Sumir vonast til að mótmæli, málaferli og efnahagsleg sniðganga muni á einhvern hátt knésetja Ísrael. En þær væntingar munu ekki verða að veruleika. Fyrir það fyrsta er samanburðurinn við Suður-Afríku vanhugsaður. Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ástæður þess að stjórnarfar ríkjanna er ekki sambærilegt. En stjórnarfarið er ekki það eina sem er ólíkt. Það er líka grundvallarmunur á Gyðingum í Ísrael annars vegar og hvítum Suður-Afríkubúum hins vegar. Fyrir það fyrsta byggir sjálfsmynd Gyðinga ekki á húðlit. Margir þeirra eru dökkir á hörund og skera sig ekki frá grannþjóðunum í útliti. Gyðingar eru þar að auki í miklum meirihluta í Ísrael, um 75% íbúa, en hvítir Suður-Afríkubúar eru einungis um 7% íbúa Suður-Afríku. Áhrif sjálfsmyndar á baráttuþrek hópa verða seint vanmetin. Staðreyndin er sú að sjálfsmynd og menning hvítra Suður-Afríkubúa er í grundvallaratriðum evrópsk. Líklega hafa þeir alla tíð haft á tilfinningunni að þeir séu í raun aðkomumenn. Það er því lítil furða að sniðganga og alþjóðlegur þrýstingur hafi að lokum borið árangur í því tilfelli. Það sama á ekki við um ísraelska Gyðinga. Þeir leggja höfuðáherslu á tengsl sín við landið sjálft. Þeir eru meðvitaðir um skyldleika þjóðtungu sinnar, hebresku, við önnur tungumál á svæðinu. Þeir eru auk þess meðvitaðir um að trú þeirra og menning reki uppruna sinn þangað. Þeir upplifa sig því ekki á nokkurn hátt sem aðkomufólk. Þvert á móti tala margir þeirra um sig sem sabra (nafn á harðgerðri eyðimerkurplöntu) sem þýðir í þessu samhengi innfæddur. Einnig er vert að hafa í huga að kröfur helstu andstæðinga Ísraels eru ekki einungis endalok hernaðaraðgerða Ísraels heldur endalok Ísraelsríkis eins og það leggur sig. Frá sjónarhóli ísraelskra Gyðinga er því sjálf tilvist þjóðríkis þeirra í húfi. Þótt yfirstandandi átök á Gazasvæðinu séu umdeild, jafnt innan Ísraels sem utan, er sjálfur tilvistarréttur Ísraels ekki umdeildur í Ísrael. Ísraelar eru sammála um mikilvægi þess að verja og viðhalda tilvist ríkisins. Þar skipta viðskiptahagsmunir eða álit umheimsins engu máli. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar geta auðvitað fordæmt Ísrael að vild. En vilji þeir raunverulega stilla til friðar verða þeir að skilja á hvaða forsendum sjálfsmynd Ísraela byggir. Annars verður þeim lítið ágengt. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun