Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Rafn Ágúst Ragnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 10. maí 2025 12:14 Pakistanskir hermenn í Kasmír. AP/Channi Anand Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi fyrstur frá þessu á samfélagsmiðlum en Indverjar og Pakistanar staðfestu vendingarnar ekki sjálfir strax. Kjarnorkuveldin tvö hafa skipst á að gera árásir hvort á annað undanfarna daga. Greint var frá því í morgun að Pakistanar hafi gert árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í nótt. Indverjar svöruðu því snarlega með eigin árásum og gerðu meðal annars árás á höfuðstöðvar pakistanska hersins. Fréttir höfðu einnig af því borist að bæði ríki væru hafin að safna hermönnum við landamærin. „Í kjölfar langrar nætur viðræðna með milligöngu Bandaríkjanna gleður mig að tilkynna að Indland og Pakistan hafa fallist á allsherjarvopnahlé sem tekur umsvifalaust gildi,“ segir Trump. „Ég óska báðum löndum til hamingju með að hafa beitt almennri skynsemi og stórgáfum. Takk fyrir athygli ykkar á þessu máli!“ skrifar Trump svo í færslu á samfélagsmiðli sínum sem birtist í hádeginu. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir að hann og JD Vance, varaforseti, hafi varið síðustu tveimur sólarhringum í viðræður við ráðamenn í Indlandi og Pakistan. Over the past 48 hours, @VP Vance and I have engaged with senior Indian and Pakistani officials, including Prime Ministers Narendra Modi and Shehbaz Sharif, External Affairs Minister Subrahmanyam Jaishankar, Chief of Army Staff Asim Munir, and National Security Advisors Ajit…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) May 10, 2025 Á blaðamannafundi sem haldinn var á Indlandi í hádeginu kom fram að forsvarsmenn herafla ríkjanna hefðu talað saman í síma í morgun. Þeir hefðu að endingu komist að samkomulagi um vopnahlé sem tók gildi klukkan hálf tólf, að íslenskum tíma. Utanríkisráðherra Pakistan segir Tyrki og Sáda hafa einnig komið að viðræðunum. Nágrannaríkin eru bundin römmum sögulegum og menningarlegum böndum en hafa eldað grátt silfur um áratugabil. Tvö þriggja stríða sem háð hafa verið landanna á milli hafa snúist um yfirráð yfir Kasmírhéraði sem deilt er milli Indlands, Pakistans og Kína. Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til blóðugra átaka milli hermanna á svæðinu frá öllum þremur ríkjum. Áætlað er að Indverjar búi yfir um 180 kjarnorkuoddum en Pakistanar 170. Heraflar beggja landa hafa styrkst töluvert undanfarin ár. Indland Pakistan Bandaríkin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi fyrstur frá þessu á samfélagsmiðlum en Indverjar og Pakistanar staðfestu vendingarnar ekki sjálfir strax. Kjarnorkuveldin tvö hafa skipst á að gera árásir hvort á annað undanfarna daga. Greint var frá því í morgun að Pakistanar hafi gert árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í nótt. Indverjar svöruðu því snarlega með eigin árásum og gerðu meðal annars árás á höfuðstöðvar pakistanska hersins. Fréttir höfðu einnig af því borist að bæði ríki væru hafin að safna hermönnum við landamærin. „Í kjölfar langrar nætur viðræðna með milligöngu Bandaríkjanna gleður mig að tilkynna að Indland og Pakistan hafa fallist á allsherjarvopnahlé sem tekur umsvifalaust gildi,“ segir Trump. „Ég óska báðum löndum til hamingju með að hafa beitt almennri skynsemi og stórgáfum. Takk fyrir athygli ykkar á þessu máli!“ skrifar Trump svo í færslu á samfélagsmiðli sínum sem birtist í hádeginu. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir að hann og JD Vance, varaforseti, hafi varið síðustu tveimur sólarhringum í viðræður við ráðamenn í Indlandi og Pakistan. Over the past 48 hours, @VP Vance and I have engaged with senior Indian and Pakistani officials, including Prime Ministers Narendra Modi and Shehbaz Sharif, External Affairs Minister Subrahmanyam Jaishankar, Chief of Army Staff Asim Munir, and National Security Advisors Ajit…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) May 10, 2025 Á blaðamannafundi sem haldinn var á Indlandi í hádeginu kom fram að forsvarsmenn herafla ríkjanna hefðu talað saman í síma í morgun. Þeir hefðu að endingu komist að samkomulagi um vopnahlé sem tók gildi klukkan hálf tólf, að íslenskum tíma. Utanríkisráðherra Pakistan segir Tyrki og Sáda hafa einnig komið að viðræðunum. Nágrannaríkin eru bundin römmum sögulegum og menningarlegum böndum en hafa eldað grátt silfur um áratugabil. Tvö þriggja stríða sem háð hafa verið landanna á milli hafa snúist um yfirráð yfir Kasmírhéraði sem deilt er milli Indlands, Pakistans og Kína. Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til blóðugra átaka milli hermanna á svæðinu frá öllum þremur ríkjum. Áætlað er að Indverjar búi yfir um 180 kjarnorkuoddum en Pakistanar 170. Heraflar beggja landa hafa styrkst töluvert undanfarin ár.
Indland Pakistan Bandaríkin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira