Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Rafn Ágúst Ragnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 10. maí 2025 12:14 Pakistanskir hermenn í Kasmír. AP/Channi Anand Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi fyrstur frá þessu á samfélagsmiðlum en Indverjar og Pakistanar staðfestu vendingarnar ekki sjálfir strax. Kjarnorkuveldin tvö hafa skipst á að gera árásir hvort á annað undanfarna daga. Greint var frá því í morgun að Pakistanar hafi gert árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í nótt. Indverjar svöruðu því snarlega með eigin árásum og gerðu meðal annars árás á höfuðstöðvar pakistanska hersins. Fréttir höfðu einnig af því borist að bæði ríki væru hafin að safna hermönnum við landamærin. „Í kjölfar langrar nætur viðræðna með milligöngu Bandaríkjanna gleður mig að tilkynna að Indland og Pakistan hafa fallist á allsherjarvopnahlé sem tekur umsvifalaust gildi,“ segir Trump. „Ég óska báðum löndum til hamingju með að hafa beitt almennri skynsemi og stórgáfum. Takk fyrir athygli ykkar á þessu máli!“ skrifar Trump svo í færslu á samfélagsmiðli sínum sem birtist í hádeginu. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir að hann og JD Vance, varaforseti, hafi varið síðustu tveimur sólarhringum í viðræður við ráðamenn í Indlandi og Pakistan. Over the past 48 hours, @VP Vance and I have engaged with senior Indian and Pakistani officials, including Prime Ministers Narendra Modi and Shehbaz Sharif, External Affairs Minister Subrahmanyam Jaishankar, Chief of Army Staff Asim Munir, and National Security Advisors Ajit…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) May 10, 2025 Á blaðamannafundi sem haldinn var á Indlandi í hádeginu kom fram að forsvarsmenn herafla ríkjanna hefðu talað saman í síma í morgun. Þeir hefðu að endingu komist að samkomulagi um vopnahlé sem tók gildi klukkan hálf tólf, að íslenskum tíma. Utanríkisráðherra Pakistan segir Tyrki og Sáda hafa einnig komið að viðræðunum. Nágrannaríkin eru bundin römmum sögulegum og menningarlegum böndum en hafa eldað grátt silfur um áratugabil. Tvö þriggja stríða sem háð hafa verið landanna á milli hafa snúist um yfirráð yfir Kasmírhéraði sem deilt er milli Indlands, Pakistans og Kína. Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til blóðugra átaka milli hermanna á svæðinu frá öllum þremur ríkjum. Áætlað er að Indverjar búi yfir um 180 kjarnorkuoddum en Pakistanar 170. Heraflar beggja landa hafa styrkst töluvert undanfarin ár. Indland Pakistan Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi fyrstur frá þessu á samfélagsmiðlum en Indverjar og Pakistanar staðfestu vendingarnar ekki sjálfir strax. Kjarnorkuveldin tvö hafa skipst á að gera árásir hvort á annað undanfarna daga. Greint var frá því í morgun að Pakistanar hafi gert árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í nótt. Indverjar svöruðu því snarlega með eigin árásum og gerðu meðal annars árás á höfuðstöðvar pakistanska hersins. Fréttir höfðu einnig af því borist að bæði ríki væru hafin að safna hermönnum við landamærin. „Í kjölfar langrar nætur viðræðna með milligöngu Bandaríkjanna gleður mig að tilkynna að Indland og Pakistan hafa fallist á allsherjarvopnahlé sem tekur umsvifalaust gildi,“ segir Trump. „Ég óska báðum löndum til hamingju með að hafa beitt almennri skynsemi og stórgáfum. Takk fyrir athygli ykkar á þessu máli!“ skrifar Trump svo í færslu á samfélagsmiðli sínum sem birtist í hádeginu. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir að hann og JD Vance, varaforseti, hafi varið síðustu tveimur sólarhringum í viðræður við ráðamenn í Indlandi og Pakistan. Over the past 48 hours, @VP Vance and I have engaged with senior Indian and Pakistani officials, including Prime Ministers Narendra Modi and Shehbaz Sharif, External Affairs Minister Subrahmanyam Jaishankar, Chief of Army Staff Asim Munir, and National Security Advisors Ajit…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) May 10, 2025 Á blaðamannafundi sem haldinn var á Indlandi í hádeginu kom fram að forsvarsmenn herafla ríkjanna hefðu talað saman í síma í morgun. Þeir hefðu að endingu komist að samkomulagi um vopnahlé sem tók gildi klukkan hálf tólf, að íslenskum tíma. Utanríkisráðherra Pakistan segir Tyrki og Sáda hafa einnig komið að viðræðunum. Nágrannaríkin eru bundin römmum sögulegum og menningarlegum böndum en hafa eldað grátt silfur um áratugabil. Tvö þriggja stríða sem háð hafa verið landanna á milli hafa snúist um yfirráð yfir Kasmírhéraði sem deilt er milli Indlands, Pakistans og Kína. Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til blóðugra átaka milli hermanna á svæðinu frá öllum þremur ríkjum. Áætlað er að Indverjar búi yfir um 180 kjarnorkuoddum en Pakistanar 170. Heraflar beggja landa hafa styrkst töluvert undanfarin ár.
Indland Pakistan Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira