„Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2025 12:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fundaði með bandalagsþjóðum Úkraínu í gær, og ítrekaði stuðning Íslands við 30 daga skilyrðislaust vopnahlé. Vísir/Anton Brink Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna, en Úkraína og bandalagsþjóðir hennar hafa gert kröfu um skilyrðislaust vopnahlé fyrst. Pútín Rússlandsforseti lagði í gær til að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í vikunni. Þar vilji hann ræða grunnástæður innrásar Rússlands í Úkraínu, og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lengi sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Hann sagðist í morgun jákvæður fyrir ummælum Pútíns um vilja til viðræðna, en sagði fyrsta skrefið verða að vera vopnahlé. Talsmenn Rússlands hafa svarað því til að viðræður verði að koma fyrst, svo vopnahlé. Rússum sé ekki treystandi Utanríkisráðherra Íslands segir jákvæða þróun hafa orðið síðan Selenskí og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Vatíkaninu fyrir tveimur vikum. „Það hefur tekist mjög mikilvægur samningur á milli Bandaríkjanna og Úkraínu. Bandaríkin, sem eru mjög mikilvæg, eru að undirstrika sjálfstæði Úkraínu, frjálsa, friðsæla og ekki síst fullvalda Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Ótækt sé að ganga til friðarviðræðna nema vopnahlé komist fyrst á. „Rússar hafa í áratugi sýnt fram á það að þeim er ekki treystandi. Þeir hafa brotið samkomulag ítrekað.“ Fer allt eftir þeim gír sem Pútín verður í Leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands hafa krafist þess að Pútín samþykkti almennt þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til. Selenskí hefur lýst því yfir að hann ætlist til þess að sú krafa verði samþykkt. Utanríkisráðherra var á fundi bandalagsþjóða Úkraínu í gær, og studdi þar þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé fyrir hönd Íslands. „Myndin núna í dag er að mínu mati jákvæðari og sterkari fyrir friði, sterkari Úkraínu og um leið öruggari Evrópu. Mikilvæg skref hafa verið stigin síðustu daga, en á endanum veltur þetta allt á Pútín og í hvernig stuði hann er fyrir friði,“ segir Þorgerður Katrín. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Pútín Rússlandsforseti lagði í gær til að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í vikunni. Þar vilji hann ræða grunnástæður innrásar Rússlands í Úkraínu, og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lengi sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Hann sagðist í morgun jákvæður fyrir ummælum Pútíns um vilja til viðræðna, en sagði fyrsta skrefið verða að vera vopnahlé. Talsmenn Rússlands hafa svarað því til að viðræður verði að koma fyrst, svo vopnahlé. Rússum sé ekki treystandi Utanríkisráðherra Íslands segir jákvæða þróun hafa orðið síðan Selenskí og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Vatíkaninu fyrir tveimur vikum. „Það hefur tekist mjög mikilvægur samningur á milli Bandaríkjanna og Úkraínu. Bandaríkin, sem eru mjög mikilvæg, eru að undirstrika sjálfstæði Úkraínu, frjálsa, friðsæla og ekki síst fullvalda Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Ótækt sé að ganga til friðarviðræðna nema vopnahlé komist fyrst á. „Rússar hafa í áratugi sýnt fram á það að þeim er ekki treystandi. Þeir hafa brotið samkomulag ítrekað.“ Fer allt eftir þeim gír sem Pútín verður í Leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands hafa krafist þess að Pútín samþykkti almennt þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til. Selenskí hefur lýst því yfir að hann ætlist til þess að sú krafa verði samþykkt. Utanríkisráðherra var á fundi bandalagsþjóða Úkraínu í gær, og studdi þar þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé fyrir hönd Íslands. „Myndin núna í dag er að mínu mati jákvæðari og sterkari fyrir friði, sterkari Úkraínu og um leið öruggari Evrópu. Mikilvæg skref hafa verið stigin síðustu daga, en á endanum veltur þetta allt á Pútín og í hvernig stuði hann er fyrir friði,“ segir Þorgerður Katrín.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira