Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 22:24 „Ef Pútín mætir ekki og reynir að spila einhverja leiki er það enn ein sönnunin á því að hann vill ekki ljúka þessu stríði,“ sagði Volodímír Selenskí á þriðjudag eftir að hann skoraði á Pútín að mæta á fund sinn í Istanbul. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. Kreml staðfesti þetta fyrr í kvöld en Rússar verða engu að síður með fulltrúa á fundinum. Vladímír Medinsky aðstoðarmaður Pútín og fyrrverandi menningarráðherra Rússlands fer fyrir hans hönd til Istanbul á morgun á fund Selenskí. Sjá einnig: Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Skömmu eftir að tilkynnt var að Pútín yrði ekki viðstaddur viðræðurnar staðfesti bandarískur embættismaður við Guardian að Trump kæmi heldur ekki til Istanbul. Trump hafði áður sagst ætla að vera viðstaddur ef Pútín yrði það líka. Boð Selenskí um að eiga persónulegan fund um hugsanlegan friðarsamning taldist djarft af hans hálfu. Margt er enn óljóst varðandi efni og form fundarins. Selenskí er sem stendur á leið til Ankara, þar sem hann á bókaðan fund með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands á morgun, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmönnum hans. Medinsky, fulltrúi Rússa á fundinum, tók þátt í friðarfundi ríkjanna tveggja í mars 2022 en þær viðræður báru ekki árangur. Skilyrðin sem sendimenn Rússa lögðu fram á þeim fundi taldi Úkraínustjórn af of frá, en í þeim fólust meðal annars niðurskurð í Úkraínuher og bann við enduruppbyggingu með hjálp vestrænna þjóða. Með Medinsky í Istanbul verða fulltrúar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra og fulltrúi rússnesku leyniþjónustunnar. Athygli vekur að tveir hæst settu sendifulltrúar Rússlandsstjórnar, Yuri Ushakov og Sergei Lavrov, eru ekki á leið til Istanbul. Þeir hafa samkvæmt umfjöllun Guardian tekið virkan þátt í friðarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu. Guardian hefur eftir heimildum að Steve Witkoff sendifulltrúi Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði í Istanbul á föstudaginn, degi eftir að viðræður eiga að hefjast. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46 Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32 Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Kreml staðfesti þetta fyrr í kvöld en Rússar verða engu að síður með fulltrúa á fundinum. Vladímír Medinsky aðstoðarmaður Pútín og fyrrverandi menningarráðherra Rússlands fer fyrir hans hönd til Istanbul á morgun á fund Selenskí. Sjá einnig: Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Skömmu eftir að tilkynnt var að Pútín yrði ekki viðstaddur viðræðurnar staðfesti bandarískur embættismaður við Guardian að Trump kæmi heldur ekki til Istanbul. Trump hafði áður sagst ætla að vera viðstaddur ef Pútín yrði það líka. Boð Selenskí um að eiga persónulegan fund um hugsanlegan friðarsamning taldist djarft af hans hálfu. Margt er enn óljóst varðandi efni og form fundarins. Selenskí er sem stendur á leið til Ankara, þar sem hann á bókaðan fund með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands á morgun, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmönnum hans. Medinsky, fulltrúi Rússa á fundinum, tók þátt í friðarfundi ríkjanna tveggja í mars 2022 en þær viðræður báru ekki árangur. Skilyrðin sem sendimenn Rússa lögðu fram á þeim fundi taldi Úkraínustjórn af of frá, en í þeim fólust meðal annars niðurskurð í Úkraínuher og bann við enduruppbyggingu með hjálp vestrænna þjóða. Með Medinsky í Istanbul verða fulltrúar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra og fulltrúi rússnesku leyniþjónustunnar. Athygli vekur að tveir hæst settu sendifulltrúar Rússlandsstjórnar, Yuri Ushakov og Sergei Lavrov, eru ekki á leið til Istanbul. Þeir hafa samkvæmt umfjöllun Guardian tekið virkan þátt í friðarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu. Guardian hefur eftir heimildum að Steve Witkoff sendifulltrúi Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði í Istanbul á föstudaginn, degi eftir að viðræður eiga að hefjast.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46 Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32 Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46
Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32
Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12