„Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. maí 2025 12:45 Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema að þeir hafi kunnáttu á íslensku. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Samskipti skipti höfuð máli Helga Rósa Másdóttir, nýkjörinn formaður félagsins, segir skort á tungumálakunnáttu bitna bæði á þeim sem þiggja heilbrigðisþjónustu og þeim sem veita hana. „Þetta er náttúrulega samskiptafag og að geta átt góð samskipti við sjúklinga skiptir höfuð máli í að skilja líðan þeirra og eins líka í samskiptum við samstarfsfólkið. Það geta verið svona hröð samskipti þar sem að nákvæmar upplýsingar þurfa að skiljast vel á milli og þá skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál.“ Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga af elrendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent. Þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa á síðasta ári voru veitt fólki af erlendu þjóðerni. Helga segir það ekki liggja fyrir hve hátt hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga tali ekki íslensku. Tungumálakennsla geti skipt sköpum Skortur á tungumálakunnáttu valdi vanlíðan og mismunun í starfi og kallar Helga eftir heildrænum ferlum um móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga og tungumálakennslu frá stjórnvöldum. „Við viljum fá þetta fólk og við þurfum á þeim að halda. En þá þurfum við líka að taka vel á móti þeim. Það hefur verið brotið á þeim, þeir hafa verið lægra launasettir og svo þegar það er talað við hjúkrunarfræðinga sem eru að flytjast á milli landa þá segja þeir allir það sama; Lykillinn að því að njóta sín í starfi og geta nýtt hæfni sína til fullnustu, það er að vera með tungumálið.“ Ísland sé að verða eftirbátur annara þjóða og bendir Helga á að víða fyrir utan landsteinanna eru gerðar strangar kröfur um tungumálakunnáttu gagnvart hjúkrunarfræðingum. Einnig þurfi að skerpa á kunnáttu erlendra starfsmanna um lög og réttindi er varða sjúklinga og starfsfólk. „Við vitum samt að það hefur verið meira á hjúkrunarheimilum sem að erlendir hjúkrunarfræðingar hafa verið að ráða sig á. En Það eru líka ákveðnar starfstöðvar inn á Landspítala þar sem það er stór hluti hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni.“ Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema að þeir hafi kunnáttu á íslensku. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Samskipti skipti höfuð máli Helga Rósa Másdóttir, nýkjörinn formaður félagsins, segir skort á tungumálakunnáttu bitna bæði á þeim sem þiggja heilbrigðisþjónustu og þeim sem veita hana. „Þetta er náttúrulega samskiptafag og að geta átt góð samskipti við sjúklinga skiptir höfuð máli í að skilja líðan þeirra og eins líka í samskiptum við samstarfsfólkið. Það geta verið svona hröð samskipti þar sem að nákvæmar upplýsingar þurfa að skiljast vel á milli og þá skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál.“ Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga af elrendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent. Þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa á síðasta ári voru veitt fólki af erlendu þjóðerni. Helga segir það ekki liggja fyrir hve hátt hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga tali ekki íslensku. Tungumálakennsla geti skipt sköpum Skortur á tungumálakunnáttu valdi vanlíðan og mismunun í starfi og kallar Helga eftir heildrænum ferlum um móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga og tungumálakennslu frá stjórnvöldum. „Við viljum fá þetta fólk og við þurfum á þeim að halda. En þá þurfum við líka að taka vel á móti þeim. Það hefur verið brotið á þeim, þeir hafa verið lægra launasettir og svo þegar það er talað við hjúkrunarfræðinga sem eru að flytjast á milli landa þá segja þeir allir það sama; Lykillinn að því að njóta sín í starfi og geta nýtt hæfni sína til fullnustu, það er að vera með tungumálið.“ Ísland sé að verða eftirbátur annara þjóða og bendir Helga á að víða fyrir utan landsteinanna eru gerðar strangar kröfur um tungumálakunnáttu gagnvart hjúkrunarfræðingum. Einnig þurfi að skerpa á kunnáttu erlendra starfsmanna um lög og réttindi er varða sjúklinga og starfsfólk. „Við vitum samt að það hefur verið meira á hjúkrunarheimilum sem að erlendir hjúkrunarfræðingar hafa verið að ráða sig á. En Það eru líka ákveðnar starfstöðvar inn á Landspítala þar sem það er stór hluti hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni.“
Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira