Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon og Hjálmtýr Heiðdal skrifa 20. maí 2025 20:33 Bezalel Smotrich fjármálaráðherra Ísraels sagði í gær, mánudaginn 19. maí:„Við erum að rífa Gaza í sundur og skilja það eftir sem rústir, með algjörri eyðileggingu sem á sér enga hliðstæðu á heimsvísu. Og heimurinn er ekki að stöðva okkur.” (1) Tíminn er á þrotum fyrir fólkið á Gaza. Hungur er notað sem vopn og börn eru að deyja vegna næringarskorts. Sameinuðu þjóðirnar telja að á næstu 48 klukkustundum muni 14 þúsund börn verða hungurmorða, en það jafngildir fjölda óbreyttra borgara sem Rússland hefur myrt í Úkraínu seinustu þrjú ár. Eru þá ótalin þau börn og fullorðnir sem munu deyja vegna loftárása og landhernaðar Ísraelshers. Mörghundruð Palestínumenn voru myrtir á síðustu dögum, á meðan Evrópa var með augun á Eurovision. Þetta eru þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni. Grófustu brot sem til eru í mannlegu samfélagi. Heimurinn getur og verður að stöðva þetta. Við biðlum því til allra: einstaklinga, félagasamtaka, stjórnmálaflokka, trú- og lífsskoðunarfélaga, menningarstofnanna, listafólks, stéttarfélaga, fyrirtækja - allra - að nota öll þau tól sem þau eiga til að þrýsta á ríkisstjórnina. Þrýsta á að hún grípi til aðgerða strax og þrýsti af öllu afli á bandaþjóðir okkar að gera slíkt hið sama. Tími bréfaskrifta er löngu liðinn. Ísrael hlær að yfirlýsingum. Allsherjar viðskiptabann á Ísrael, þátttaka Íslands í ákæru S-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og alþjóðleg sniðganga á Ísrael í íþrótta- og menningarsamstarfi STRAX. Ísrael þarf að yfirgefa Gaza og Vesturbakkann fyrir fullt og allt. Alþjóðasamfélagið þarf að bera ábyrgð á þætti sínum í þjóðarmorðinu - því diplómatíska skjóli sem það hefur veitt Ísrael hjá alþjóðastofnunum og þátttöku sinni í þjóðarmorðinu með stanslausum vopnasendingum til Ísraels þó að löngu sé ljóst að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð. Tryggja verður óheft og frjálst flæði neyðaraðstoðar og hefja endurbyggingu á Gaza strax. Á morgun söfnumst við saman við utanríkisráðuneytið, Reykjastræti 8, 101 Reykjavík kl. 09:00 og krefjumst þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða. Við látum ekki 14.000 börn svelta til dauða. Mætum öll! Gaza gefst ekki upp - við gefumst ekki upp! FRJÁLS PALESTÍNA! (1)https://www.dropsitenews.com/p/netanyahu-trump-gaza-aid-genocide-smotrich-ceasefire-hamas Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Bezalel Smotrich fjármálaráðherra Ísraels sagði í gær, mánudaginn 19. maí:„Við erum að rífa Gaza í sundur og skilja það eftir sem rústir, með algjörri eyðileggingu sem á sér enga hliðstæðu á heimsvísu. Og heimurinn er ekki að stöðva okkur.” (1) Tíminn er á þrotum fyrir fólkið á Gaza. Hungur er notað sem vopn og börn eru að deyja vegna næringarskorts. Sameinuðu þjóðirnar telja að á næstu 48 klukkustundum muni 14 þúsund börn verða hungurmorða, en það jafngildir fjölda óbreyttra borgara sem Rússland hefur myrt í Úkraínu seinustu þrjú ár. Eru þá ótalin þau börn og fullorðnir sem munu deyja vegna loftárása og landhernaðar Ísraelshers. Mörghundruð Palestínumenn voru myrtir á síðustu dögum, á meðan Evrópa var með augun á Eurovision. Þetta eru þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni. Grófustu brot sem til eru í mannlegu samfélagi. Heimurinn getur og verður að stöðva þetta. Við biðlum því til allra: einstaklinga, félagasamtaka, stjórnmálaflokka, trú- og lífsskoðunarfélaga, menningarstofnanna, listafólks, stéttarfélaga, fyrirtækja - allra - að nota öll þau tól sem þau eiga til að þrýsta á ríkisstjórnina. Þrýsta á að hún grípi til aðgerða strax og þrýsti af öllu afli á bandaþjóðir okkar að gera slíkt hið sama. Tími bréfaskrifta er löngu liðinn. Ísrael hlær að yfirlýsingum. Allsherjar viðskiptabann á Ísrael, þátttaka Íslands í ákæru S-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og alþjóðleg sniðganga á Ísrael í íþrótta- og menningarsamstarfi STRAX. Ísrael þarf að yfirgefa Gaza og Vesturbakkann fyrir fullt og allt. Alþjóðasamfélagið þarf að bera ábyrgð á þætti sínum í þjóðarmorðinu - því diplómatíska skjóli sem það hefur veitt Ísrael hjá alþjóðastofnunum og þátttöku sinni í þjóðarmorðinu með stanslausum vopnasendingum til Ísraels þó að löngu sé ljóst að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð. Tryggja verður óheft og frjálst flæði neyðaraðstoðar og hefja endurbyggingu á Gaza strax. Á morgun söfnumst við saman við utanríkisráðuneytið, Reykjastræti 8, 101 Reykjavík kl. 09:00 og krefjumst þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða. Við látum ekki 14.000 börn svelta til dauða. Mætum öll! Gaza gefst ekki upp - við gefumst ekki upp! FRJÁLS PALESTÍNA! (1)https://www.dropsitenews.com/p/netanyahu-trump-gaza-aid-genocide-smotrich-ceasefire-hamas Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar