Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. maí 2025 09:32 Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Hagsmunasamtök þeirra lýstu sig alfarið andvíg breytingunum og töldu þær leiða til lakari þjónustu og draga úr öryggi, bæði fyrir farþega og ökumenn. Það er mitt mat að síðan lögin tóku gildi hafi komið fram verulegir ágallar. Afnám gjaldmælaskyldu við fyrirfram samið verð hefur gert það að verkum að dæmi eru um ósanngjarna og óhóflega verðlagningu, einkum gagnvart ferðamönnum. Þá hefur skortur á eftirliti og möguleikinn á að starfa án tengsla við stöð skapað öryggisáhættu fyrir farþega. Leigubifreiðastjórar hafa sjálfir lýst yfir þungum áhyggjum af versnandi starfsumhverfi og afkomu. Forsenda traustrar þjónustu er að leigubifreiðastjórar geti haft lifibrauð af atvinnu sinni. Ég taldi því nauðsynlegt að bregðast við ástandinu á leigubifreiðamarkaði strax á vorþingi og mælti í vikunni fyrir frumvarpi um fyrstu heildarendurskoðun laganna. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án sérstaks starfsleyfis fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Í einföldu máli þýðir það að leigubifreiðastjórar þurfa að vera skráðir hjá viðurkenndri leigubifreiðastöð sem veitir starfseminni aðhald. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi farþega, eðlilega verðlagningu og skilvirkt eftirlit með þjónustunni. Leitast er við að gæta meðalhófs og beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum. Leigubifreiðastöðvar munu einnig safna og geyma upplýsingar úr rafrænni skrá um allar ferðir, þar með talið um upphafs- og endastöð og staðsetningu bifreiðarinnar meðan á ferð stendur. Skylda til varðveislu gagna í 60 daga flyst alfarið til stöðvarinnar. Auk þess verður kveðið á um árlega úttekt stafrænna kerfa til að tryggja öryggi og gæði gagna. Þá verður stöðvunum gert að bjóða farveg fyrir kvartanir farþega. Leyfishöfum ber jafnframt að upplýsa og leiðbeina farþegum um rétt sinn til að kvarta til stöðvar og annarra viðeigandi stjórnvalda. Leigubifreiðastöð ber einnig að tilkynna stjórnvöldum hafi hún grun um að leyfishafi fari ekki að lögum. Breytingarnar munu styrkja rétt farþega, tryggja sanngjarna verðlagningu og stuðla að auknu öryggi. Jafnframt verður auðveldara fyrir stjórnvöld og lögreglu að hafa skilvirkt eftirlit með þjónustunni og rannsaka mál sem koma upp. Um er að ræða fyrsta áfanga í þeirri vegferð að endurheimta traust almennings til leigubifreiðaþjónustu og bæta starfsumhverfi leigubifreiðastjóra. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Leigubílar Alþingi Samgöngur Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Hagsmunasamtök þeirra lýstu sig alfarið andvíg breytingunum og töldu þær leiða til lakari þjónustu og draga úr öryggi, bæði fyrir farþega og ökumenn. Það er mitt mat að síðan lögin tóku gildi hafi komið fram verulegir ágallar. Afnám gjaldmælaskyldu við fyrirfram samið verð hefur gert það að verkum að dæmi eru um ósanngjarna og óhóflega verðlagningu, einkum gagnvart ferðamönnum. Þá hefur skortur á eftirliti og möguleikinn á að starfa án tengsla við stöð skapað öryggisáhættu fyrir farþega. Leigubifreiðastjórar hafa sjálfir lýst yfir þungum áhyggjum af versnandi starfsumhverfi og afkomu. Forsenda traustrar þjónustu er að leigubifreiðastjórar geti haft lifibrauð af atvinnu sinni. Ég taldi því nauðsynlegt að bregðast við ástandinu á leigubifreiðamarkaði strax á vorþingi og mælti í vikunni fyrir frumvarpi um fyrstu heildarendurskoðun laganna. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án sérstaks starfsleyfis fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Í einföldu máli þýðir það að leigubifreiðastjórar þurfa að vera skráðir hjá viðurkenndri leigubifreiðastöð sem veitir starfseminni aðhald. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi farþega, eðlilega verðlagningu og skilvirkt eftirlit með þjónustunni. Leitast er við að gæta meðalhófs og beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum. Leigubifreiðastöðvar munu einnig safna og geyma upplýsingar úr rafrænni skrá um allar ferðir, þar með talið um upphafs- og endastöð og staðsetningu bifreiðarinnar meðan á ferð stendur. Skylda til varðveislu gagna í 60 daga flyst alfarið til stöðvarinnar. Auk þess verður kveðið á um árlega úttekt stafrænna kerfa til að tryggja öryggi og gæði gagna. Þá verður stöðvunum gert að bjóða farveg fyrir kvartanir farþega. Leyfishöfum ber jafnframt að upplýsa og leiðbeina farþegum um rétt sinn til að kvarta til stöðvar og annarra viðeigandi stjórnvalda. Leigubifreiðastöð ber einnig að tilkynna stjórnvöldum hafi hún grun um að leyfishafi fari ekki að lögum. Breytingarnar munu styrkja rétt farþega, tryggja sanngjarna verðlagningu og stuðla að auknu öryggi. Jafnframt verður auðveldara fyrir stjórnvöld og lögreglu að hafa skilvirkt eftirlit með þjónustunni og rannsaka mál sem koma upp. Um er að ræða fyrsta áfanga í þeirri vegferð að endurheimta traust almennings til leigubifreiðaþjónustu og bæta starfsumhverfi leigubifreiðastjóra. Höfundur er innviðaráðherra.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun