Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 23. maí 2025 08:32 Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl. Lítið hafði frést af þessum máli þar til ég las á hinni ágætu fréttasíðu okkar Akureyringa, akureyri.net, að Kristrún Frostadóttir staðfesti á morgunfundi í kaffiteríu Akureyrarflugvallar að búið væri að samþykkja frambúðar viðbótarfjárveitingu sem gæti m.a. farið í að fjármagna viðveru áhafna. Þegar ég hóf að tala fyrir þessu á Alþingi fyrir nokkrum árum var það einkum vegna öryggis landsbyggðarinnar, jafnræði í aðgengi að björgunarþjónustu og nauðsyn þess að stytta viðbragðstíma í neyð. En nú hafa bæst við sterkari rök. Á síðustu árum hafa flotaheimsóknir, herskip og jafnvel kjarnorkukafbátar gert sig heimakomna á Eyjafirði. Norðausturhornið er ekki lengur jaðar – það er orðið miðpunktur í alþjóðlegri athygli. Það liggur fyrir að til staðar eru öflugir innviðir á Akureyri – flugvirkjar, heilbrigðisstarfsfólk, sérsveit, og jafnvel núverandi flugstjórar Landhelgisgæslunnar sem búa í nærsveitum. Þess vegna er bæði hagkvæmt og skynsamlegt að staðsetja þar þyrlu. Þetta er ekki bara málefni Norðurlands, heldur þjóðaröryggismál. Þó enginn stjórnarliði úr flokki forsætisráðherra hafi tekið þátt í umræðunni þegar ég mælti fyrir þessu á Alþingi fyrir tveimur mánuðum síðan var fólk greinilega að hlusta og tökum við Norðlendingar þessum fréttum fagnandi. Þó þetta sé löngu tímabær aðgerð er mikilvægt að gert verði ráð fyrir þessari fjárveitingu í nýrri fjármálaáætlun 2026-2030 og síðan í fjárlögum fyrir árið 2026. Það er vonandi að þyrlan fái að fljúga norður og þetta hafi ekki bara verið orðin tóm í tilefni dagsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landhelgisgæslan Njáll Trausti Friðbertsson Akureyri Akureyrarflugvöllur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl. Lítið hafði frést af þessum máli þar til ég las á hinni ágætu fréttasíðu okkar Akureyringa, akureyri.net, að Kristrún Frostadóttir staðfesti á morgunfundi í kaffiteríu Akureyrarflugvallar að búið væri að samþykkja frambúðar viðbótarfjárveitingu sem gæti m.a. farið í að fjármagna viðveru áhafna. Þegar ég hóf að tala fyrir þessu á Alþingi fyrir nokkrum árum var það einkum vegna öryggis landsbyggðarinnar, jafnræði í aðgengi að björgunarþjónustu og nauðsyn þess að stytta viðbragðstíma í neyð. En nú hafa bæst við sterkari rök. Á síðustu árum hafa flotaheimsóknir, herskip og jafnvel kjarnorkukafbátar gert sig heimakomna á Eyjafirði. Norðausturhornið er ekki lengur jaðar – það er orðið miðpunktur í alþjóðlegri athygli. Það liggur fyrir að til staðar eru öflugir innviðir á Akureyri – flugvirkjar, heilbrigðisstarfsfólk, sérsveit, og jafnvel núverandi flugstjórar Landhelgisgæslunnar sem búa í nærsveitum. Þess vegna er bæði hagkvæmt og skynsamlegt að staðsetja þar þyrlu. Þetta er ekki bara málefni Norðurlands, heldur þjóðaröryggismál. Þó enginn stjórnarliði úr flokki forsætisráðherra hafi tekið þátt í umræðunni þegar ég mælti fyrir þessu á Alþingi fyrir tveimur mánuðum síðan var fólk greinilega að hlusta og tökum við Norðlendingar þessum fréttum fagnandi. Þó þetta sé löngu tímabær aðgerð er mikilvægt að gert verði ráð fyrir þessari fjárveitingu í nýrri fjármálaáætlun 2026-2030 og síðan í fjárlögum fyrir árið 2026. Það er vonandi að þyrlan fái að fljúga norður og þetta hafi ekki bara verið orðin tóm í tilefni dagsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun