Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2025 12:02 Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti SÍNE. Vísir/Arnar Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskóla í gær að heimild skólans til þess að taka við erlendum nemendum hefði verið felld úr gildi. Segir í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna að það feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfi sitt. Ríkisstjórn Trump hefur að undanförnu gengið hart fram gegn skólanum eftir að stjórnendur hans neituðu að verða við kröfum um breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir sambandið fylgjast vel með stöðunni. „Þetta kemur manni vissulega á óvart en því miður hefur stefnt í þetta í smá tíma eftir að Trump tók við, við erum ennþá bara að reyna að skilja hvað þetta nákvæmlega þýðir fyrir þá nemendur sem eru úti og fyrir þá nemendur sem eru að fara og erum að reyna að átta okkur betur á stöðunni. Við hvetjum nemendur bæði þá sem eru í umsóknarferli og þá sem eru úti til þess að hafa samband við okkur þannig við getum betur áttað okkur á stöðunni.“ Hann segir sambandið ekki með heildstæðan lista yfir fjölda nemenda í hverjum skóla fyrir sig en hafi sett sig í samband við nemendur úti til að átta sig á stöðunni. Ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir nemendurna. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg og fyrir nemendur sem kannski eru búnir að leggja mikið á sig til að komast í skólann og eins og þú segir borga gríðarlegar upphæðir að þá er þetta mikið högg og við erum að reyna að átta okkur betur á því hvað þetta nákvæmlega þýði, hvort nemendur séu úti og séu jafnvel á síðasta ári, hvort þeir geti klárað og annað slíkt en jú þetta er augljóslega gríðarlegt högg fyrir nemendur sem hafa lagt mikinn pening og tíma í það að stunda nám við þennan háskóla.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskóla í gær að heimild skólans til þess að taka við erlendum nemendum hefði verið felld úr gildi. Segir í tilkynningu frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna að það feli í sér að erlendir nemendur í skólanum þurfi að finna sér nýja skóla, annars muni þeir missa landvistarleyfi sitt. Ríkisstjórn Trump hefur að undanförnu gengið hart fram gegn skólanum eftir að stjórnendur hans neituðu að verða við kröfum um breytingar á stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Sindri Freyr Ásgeirsson varaforseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir sambandið fylgjast vel með stöðunni. „Þetta kemur manni vissulega á óvart en því miður hefur stefnt í þetta í smá tíma eftir að Trump tók við, við erum ennþá bara að reyna að skilja hvað þetta nákvæmlega þýðir fyrir þá nemendur sem eru úti og fyrir þá nemendur sem eru að fara og erum að reyna að átta okkur betur á stöðunni. Við hvetjum nemendur bæði þá sem eru í umsóknarferli og þá sem eru úti til þess að hafa samband við okkur þannig við getum betur áttað okkur á stöðunni.“ Hann segir sambandið ekki með heildstæðan lista yfir fjölda nemenda í hverjum skóla fyrir sig en hafi sett sig í samband við nemendur úti til að átta sig á stöðunni. Ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir nemendurna. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg og fyrir nemendur sem kannski eru búnir að leggja mikið á sig til að komast í skólann og eins og þú segir borga gríðarlegar upphæðir að þá er þetta mikið högg og við erum að reyna að átta okkur betur á því hvað þetta nákvæmlega þýði, hvort nemendur séu úti og séu jafnvel á síðasta ári, hvort þeir geti klárað og annað slíkt en jú þetta er augljóslega gríðarlegt högg fyrir nemendur sem hafa lagt mikinn pening og tíma í það að stunda nám við þennan háskóla.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira