Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar 26. maí 2025 11:31 Samkvæmt nýjustu greiningu UN Women hafa meira en 28.000 konur og stúlkur verið drepnar á Gasa síðan átökin hófust í október 2023*. Þetta jafngildir að meðaltali einni konu og einni stúlku sem drepnar eru á hverri klukkustund í árásum ísraelska hersins. Meðal eru þúsundir mæðra sem láta eftir sig börn og fjölskyldur. Heilu samfélögin standa eftir í sárum. Yfirvofandi hungursneyð Síðan vopnahléið á Gasa var rofið í mars síðastliðnum hefur ástandið versnað enn frekar. Engri mannúðaraðstoð hefur verið hleypt inn á svæðið í rúmar tíu vikur. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Skortur er á mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Hver einasta kona og stúlka á Gasa (fleiri en ein milljón) stendur því frammi fyrir hungursneyð. Konur og stúlkur eru á flótta í eigin heimalandi. Þær eiga hvergi skjól, hafa ekki aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og verða sífellt berskjaldaðri fyrir ofbeldi. Tíðni mæðradauða fer hækkandi, einkum vegna skorts á öruggri fæðingarþjónustu, lyfjum og nauðsynlegri umönnun. Staðan er grafalvarleg. Konur í lykilhlutverki á tímum gríðarlegrar neyðar Þrátt fyrir ólýsanlegar aðstæður halda UN Women störfum sínum áfram á Gasa. Þar fer fram mikilvægt samstarf við staðbundin kvennasamtök, sem gegna lykilhlutverki í dreifa hjálpargögnum, miðla fræðslu og veita sálfélagslegan stuðning. Þar að auki byggja þær upp viðnámsþrótt í samfélögum sem nú berjast fyrir tilveru sinni. Starfið felst ekki eingöngu í að bregðast við afleiðingum átaka, heldur einnig í því að leggja grunninn að enduruppbyggingu. Mikilvægt er að tryggja aðkomu kvenna og að tekið sé mið af þörfum þeirra, bæði á meðan neyðarástand ríkir og við enduruppbygginguna. Skýr krafa um aðgerðir Umfang þjáningarinnar og skortsins á Gasa er langt umfram þau úrræði og það fjármagn sem kvennasamtök og hjálparstofnanir hafa yfir að ráða að svo stöddu. Skertur stuðningur ógnar lífsnauðsynlegri þjónustu, líkt og ný skýrsla UN Women bendir á. Án verulegrar aukningar á aðgengi að mannúðaraðstoð, fjármögnun og stuðningi er ljóst að óteljandi mannslíf eru í húfi. UN Women taka undir kröfu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um skilyrðislaust vopnahlé, óhindraðan aðgang að mannúðaraðstoð, og skilyrðislausa lausn allra gísla og þeirra sem hafa verið handtekin af handahófi, án dóms og laga. *Í febrúar 2025 greindi tímaritið The Lancet frá því að líklegt sé að dauðsföll í Gasa hafi verið vanmetin um allt að 41 prósent. Niðurstöðurnar byggja bæði á skráðum dauðsföllum og svonefndum umfram dauðsföllum – þ.e. dauðsföllum sem hafa hugsanlega ekki verið skráð vegna hruns í heilbrigðisþjónustu og skráningarkerfum á svæðinu. UN Women byggði á þessari aðferðafræði við gerð áætlunar sinnar. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu greiningu UN Women hafa meira en 28.000 konur og stúlkur verið drepnar á Gasa síðan átökin hófust í október 2023*. Þetta jafngildir að meðaltali einni konu og einni stúlku sem drepnar eru á hverri klukkustund í árásum ísraelska hersins. Meðal eru þúsundir mæðra sem láta eftir sig börn og fjölskyldur. Heilu samfélögin standa eftir í sárum. Yfirvofandi hungursneyð Síðan vopnahléið á Gasa var rofið í mars síðastliðnum hefur ástandið versnað enn frekar. Engri mannúðaraðstoð hefur verið hleypt inn á svæðið í rúmar tíu vikur. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Skortur er á mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Hver einasta kona og stúlka á Gasa (fleiri en ein milljón) stendur því frammi fyrir hungursneyð. Konur og stúlkur eru á flótta í eigin heimalandi. Þær eiga hvergi skjól, hafa ekki aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og verða sífellt berskjaldaðri fyrir ofbeldi. Tíðni mæðradauða fer hækkandi, einkum vegna skorts á öruggri fæðingarþjónustu, lyfjum og nauðsynlegri umönnun. Staðan er grafalvarleg. Konur í lykilhlutverki á tímum gríðarlegrar neyðar Þrátt fyrir ólýsanlegar aðstæður halda UN Women störfum sínum áfram á Gasa. Þar fer fram mikilvægt samstarf við staðbundin kvennasamtök, sem gegna lykilhlutverki í dreifa hjálpargögnum, miðla fræðslu og veita sálfélagslegan stuðning. Þar að auki byggja þær upp viðnámsþrótt í samfélögum sem nú berjast fyrir tilveru sinni. Starfið felst ekki eingöngu í að bregðast við afleiðingum átaka, heldur einnig í því að leggja grunninn að enduruppbyggingu. Mikilvægt er að tryggja aðkomu kvenna og að tekið sé mið af þörfum þeirra, bæði á meðan neyðarástand ríkir og við enduruppbygginguna. Skýr krafa um aðgerðir Umfang þjáningarinnar og skortsins á Gasa er langt umfram þau úrræði og það fjármagn sem kvennasamtök og hjálparstofnanir hafa yfir að ráða að svo stöddu. Skertur stuðningur ógnar lífsnauðsynlegri þjónustu, líkt og ný skýrsla UN Women bendir á. Án verulegrar aukningar á aðgengi að mannúðaraðstoð, fjármögnun og stuðningi er ljóst að óteljandi mannslíf eru í húfi. UN Women taka undir kröfu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um skilyrðislaust vopnahlé, óhindraðan aðgang að mannúðaraðstoð, og skilyrðislausa lausn allra gísla og þeirra sem hafa verið handtekin af handahófi, án dóms og laga. *Í febrúar 2025 greindi tímaritið The Lancet frá því að líklegt sé að dauðsföll í Gasa hafi verið vanmetin um allt að 41 prósent. Niðurstöðurnar byggja bæði á skráðum dauðsföllum og svonefndum umfram dauðsföllum – þ.e. dauðsföllum sem hafa hugsanlega ekki verið skráð vegna hruns í heilbrigðisþjónustu og skráningarkerfum á svæðinu. UN Women byggði á þessari aðferðafræði við gerð áætlunar sinnar. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun