Springur Starship í þriðja sinn í röð? Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2025 22:00 Starshipt og Super heavy eldflaugin á skotpalli í Texas. SpaceX Starfsmenn SpaceX munu í kvöld gera tilraun til að skjóta Starship geimfarinu á loft í níunda sinn. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á geimfarinu sem ætlað er að bæta líkurnar á því að tilraunaskotið heppnist. Þetta níunda tilraunaskot Starship er framkvæmt í kjölfar þess að þau tvö síðustu misheppnuðust og geimförin sprungu í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Það er þrátt fyrir að eldflaugarnar séu á stærð við hallgrímskirkjuturn. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Í þessu tiltekna geimskoti er verið að notast við Super heavy eldflaug sem áður hefur verið notuð en það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Eldflaugin á að lenda í sjónum í Mexíkóflóa. Starship geimfarið á að líkja eftir lendingu á Indlandshafi. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Útsending SpaceX hefst klukkan 22:50 að íslenskum tíma en skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf tólf. Spilari SpaceX er hér að neðan en þar að neðan geta áhugasamir fylgst með útsendingu SpaceFlight Now. Watch Live! SpaceX's Starship Flight 9 launch https://t.co/m8Uu5QZfIl— SPACE.com (@SPACEdotcom) May 27, 2025 Starship geimskipið mun bera átta eftirlíkingar Starlink gervihnatta eins og í síðustu tilraunaskotum, og á að reyna að koma þeim á braut um jörðu. Einnig stendur til að gera tilraunir með hreyfla geimskipsins í geimnum og þá stendur einnig til að reyna að lenda geimfarinu. Samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX stendur þó til að skoða markvisst hvað geimskipið getur þolað og eru því líkur á því að það muni tapast, eins og einkennir flest tilraunaskot SpaceX. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Þetta níunda tilraunaskot Starship er framkvæmt í kjölfar þess að þau tvö síðustu misheppnuðust og geimförin sprungu í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Það er þrátt fyrir að eldflaugarnar séu á stærð við hallgrímskirkjuturn. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Í þessu tiltekna geimskoti er verið að notast við Super heavy eldflaug sem áður hefur verið notuð en það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Eldflaugin á að lenda í sjónum í Mexíkóflóa. Starship geimfarið á að líkja eftir lendingu á Indlandshafi. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Útsending SpaceX hefst klukkan 22:50 að íslenskum tíma en skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf tólf. Spilari SpaceX er hér að neðan en þar að neðan geta áhugasamir fylgst með útsendingu SpaceFlight Now. Watch Live! SpaceX's Starship Flight 9 launch https://t.co/m8Uu5QZfIl— SPACE.com (@SPACEdotcom) May 27, 2025 Starship geimskipið mun bera átta eftirlíkingar Starlink gervihnatta eins og í síðustu tilraunaskotum, og á að reyna að koma þeim á braut um jörðu. Einnig stendur til að gera tilraunir með hreyfla geimskipsins í geimnum og þá stendur einnig til að reyna að lenda geimfarinu. Samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX stendur þó til að skoða markvisst hvað geimskipið getur þolað og eru því líkur á því að það muni tapast, eins og einkennir flest tilraunaskot SpaceX.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07
Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27
Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56