Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar 28. maí 2025 10:31 Við erum flest ef ekki öll sammála um að staðan er ekki ásættanleg hvað meðferðarheimili fyrir börn varðar, þó það standi til bóta. Biðin er erfið, óásættanleg – fyrir börn og foreldra sem þurfa á úrræðunum að halda. Ástandið er einnig mjög erfitt fyrir starfsfólk í barnaverndinni og aðra sem eru með þessi börn í fanginu. Ég get sjálf ekki beðið eftir að taka á móti krökkunum á ný í nýju húsnæði Lækjarbakka og veit að ég er ekki ein um þá skoðun. Fyrir rétt rúmu ári vorum við tilneydd til að fara úr húsnæði meðferðarheimilisins Lækjarbakka. Ég hefði aldrei trúað því að rúmu ári seinna væri heimilið enn lokað. Þegar húsnæði var komið í höfn þurftum við frá að hverfa. Við tók ný leit að húsnæði hjá okkur innan BOFS og hjá ráðuneytinu. Persónulega lagði ég mikið á mig við leit að húsnæði, það er í raun hálf súrrealískt að hugsa til baka. Ég leitaði um allt bókstaflega! Á netinu, auglýsti, vakti athygli á málinu, keyrði um allar þorpagrundir, skoðaði húsnæði og var stundum alveg við það að fara að banka uppá hjá fólki. Ákvað þó frekar að senda tölvupóst eða hringja. Ekkert gekk upp. Þetta var ekki svo einfalt. Hvorki að finna húsnæði til bráðabirgða né varanlegt. Allskonar hindranir. Á endanum tókst það, Gunnarsholt var í höfn. En samt ekki. Það er mikil vinna fólgin í því að opna á ný. Breytingar, viðhald, aðlaga að starfseminni, fylgja lögum og reglum. Útboð. Vinna gögnin fyrir útboðið. Teikna upp. Húsið þarf að standast allar öryggiskröfur og vera vistlegt fyrir börn að dvelja. Það er unnið hörðum höndum að því að opna. Það er mikil vinna í gangi. Það er mikil pressa og allir að gera sitt allra besta. Vinna þetta sem hraðast - án þess að flýta sér um of. Við græðum heldur ekki á því, það þarf að vanda til verka. En af hverju opnum við ekki bara meðferðarúrræði annars staðar á landinu? Persónulega hef ég ekkert á móti því. En það þarf að huga vel að því á alla vegu. Miðað við mína reynslu undanfarið ár þá tel ég að bráðabirgðaúrræði annars staðar á landinu þar til Lækjarbakki opnar sé óraunhæft og tímafrekara en við myndum vilja (ég skal gjarnan hafa rangt fyrir mér). Það er alls ekkert víst að húsnæðið uppfylli skilyrði enda búið að herða mjög á hvað hollustuhætti og öryggi varðar. Kannski þarf að fara í vinnu og breyta einhverju? Við getum ekki heldur bara sætt okkur við eitthvað. En svo er það starfsfólkið. Það þarf að ráða nýtt starfsfólk og þjálfa. Starfsfólkið er mikilvægasti parturinn í þessu öllu saman og ástæðan fyrir því að ég gaf mig alla í að finna húsnæði í nágrenni við gamla húsnæðið. Verandi með starfsfólk með menntun, reynslu og þjálfun. Starfið gekk vel. Ég veit að ég mun fá einhvern hluta af mínu góða starfsfólki til baka þegar við opnum Lækjarbakka á ný. Ég hlakka til að fá þau til baka og taka á móti krökkunum okkar. Sem allra fyrst. Dögg Þrastardóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Lækjarbakka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Meðferðarheimili Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum flest ef ekki öll sammála um að staðan er ekki ásættanleg hvað meðferðarheimili fyrir börn varðar, þó það standi til bóta. Biðin er erfið, óásættanleg – fyrir börn og foreldra sem þurfa á úrræðunum að halda. Ástandið er einnig mjög erfitt fyrir starfsfólk í barnaverndinni og aðra sem eru með þessi börn í fanginu. Ég get sjálf ekki beðið eftir að taka á móti krökkunum á ný í nýju húsnæði Lækjarbakka og veit að ég er ekki ein um þá skoðun. Fyrir rétt rúmu ári vorum við tilneydd til að fara úr húsnæði meðferðarheimilisins Lækjarbakka. Ég hefði aldrei trúað því að rúmu ári seinna væri heimilið enn lokað. Þegar húsnæði var komið í höfn þurftum við frá að hverfa. Við tók ný leit að húsnæði hjá okkur innan BOFS og hjá ráðuneytinu. Persónulega lagði ég mikið á mig við leit að húsnæði, það er í raun hálf súrrealískt að hugsa til baka. Ég leitaði um allt bókstaflega! Á netinu, auglýsti, vakti athygli á málinu, keyrði um allar þorpagrundir, skoðaði húsnæði og var stundum alveg við það að fara að banka uppá hjá fólki. Ákvað þó frekar að senda tölvupóst eða hringja. Ekkert gekk upp. Þetta var ekki svo einfalt. Hvorki að finna húsnæði til bráðabirgða né varanlegt. Allskonar hindranir. Á endanum tókst það, Gunnarsholt var í höfn. En samt ekki. Það er mikil vinna fólgin í því að opna á ný. Breytingar, viðhald, aðlaga að starfseminni, fylgja lögum og reglum. Útboð. Vinna gögnin fyrir útboðið. Teikna upp. Húsið þarf að standast allar öryggiskröfur og vera vistlegt fyrir börn að dvelja. Það er unnið hörðum höndum að því að opna. Það er mikil vinna í gangi. Það er mikil pressa og allir að gera sitt allra besta. Vinna þetta sem hraðast - án þess að flýta sér um of. Við græðum heldur ekki á því, það þarf að vanda til verka. En af hverju opnum við ekki bara meðferðarúrræði annars staðar á landinu? Persónulega hef ég ekkert á móti því. En það þarf að huga vel að því á alla vegu. Miðað við mína reynslu undanfarið ár þá tel ég að bráðabirgðaúrræði annars staðar á landinu þar til Lækjarbakki opnar sé óraunhæft og tímafrekara en við myndum vilja (ég skal gjarnan hafa rangt fyrir mér). Það er alls ekkert víst að húsnæðið uppfylli skilyrði enda búið að herða mjög á hvað hollustuhætti og öryggi varðar. Kannski þarf að fara í vinnu og breyta einhverju? Við getum ekki heldur bara sætt okkur við eitthvað. En svo er það starfsfólkið. Það þarf að ráða nýtt starfsfólk og þjálfa. Starfsfólkið er mikilvægasti parturinn í þessu öllu saman og ástæðan fyrir því að ég gaf mig alla í að finna húsnæði í nágrenni við gamla húsnæðið. Verandi með starfsfólk með menntun, reynslu og þjálfun. Starfið gekk vel. Ég veit að ég mun fá einhvern hluta af mínu góða starfsfólki til baka þegar við opnum Lækjarbakka á ný. Ég hlakka til að fá þau til baka og taka á móti krökkunum okkar. Sem allra fyrst. Dögg Þrastardóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Lækjarbakka.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun