Verður það að vera Ísrael? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. maí 2025 07:02 Fyrir rétt rúmum tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og tóku yfir stærstan hluta þeirra en áður höfðu búðirnar lotið stjórn uppreisnarmanna í landinu og stjórnarher landsins setið um þær í tvö ár með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill meirihluti þeirra hafði flúið á brott og þær tæplega 20 þúsundir sem eftir voru höfðu frá því umsátrið hófst búið við hungursneyð og sjúkdóma sem voru ekki sízt afleiðing þess að neyta mengaðs vatns en stjórnarherinn kom meðal annars í veg fyrir að vatn bærist til búðanna. „Verið er að murka lífið úr okkur hérna, verið er að tortíma Yarmouk-flóttamannabúðunum,“ hafði dagblaðið Guardian eftir Palestínumanni í búðunum, sem staðsettar eru í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus, í apríl 2015 sem kaus að koma ekki fram undir nafni af ótta við afleiðingar þess. „Ástandið innan búðanna er skelfilegt. Það er enginn matur eða rafmagn eða vatn. Ríki íslams er að drepa íbúana og ræna eignum þeirra, það eru átök, það er sprengjuregn. Allir eru að varpa sprengjum á búðirnar. Um leið og Ríki íslams kom í þær brenndu þeir palestínska fánann og afhöfðuðu síðan óbreytta borgara.“ Fram kemur í fréttinni að mikil þörf væri fyrir lyf og aðrar lækningavörur í flóttamannabúðunum til þess að meðhöndla sjúkdóma og særða íbúa. Tvö sjúkrahús væru í búðunum en annað þeirra, á vegum Palestínumanna, hefði verið sprengt af stjórnarhernum. Þá segir að margir Palestínumenn í búðunum upplifðu að vera hunzaðir af Arabalöndunum og umheiminum. Haft er eftir einum íbúanna að hann upplifði þetta sem svik. Einkum af hálfu alþjóðasamfélagsins sem væri ljóslega sama um þjáningar íbúa Yarmouk-búðanna. Stundum væri eins og Palestínumenn væru ekki hluti mannkynsins. Meðan á þessu gekk í Yarmouk-búðunum heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. Sömu aðilar hafa heldur ekki gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza og dráp þeirra á Palestínumönnum og annað ofbeldi í þeirra garð. Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar? Er ekki aðalatriðið hvort þeir gera það? Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael? Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu. Er að furða að ófáir velti því fyrir sér hvort gyðingaandúð hafi áhrif í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og tóku yfir stærstan hluta þeirra en áður höfðu búðirnar lotið stjórn uppreisnarmanna í landinu og stjórnarher landsins setið um þær í tvö ár með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill meirihluti þeirra hafði flúið á brott og þær tæplega 20 þúsundir sem eftir voru höfðu frá því umsátrið hófst búið við hungursneyð og sjúkdóma sem voru ekki sízt afleiðing þess að neyta mengaðs vatns en stjórnarherinn kom meðal annars í veg fyrir að vatn bærist til búðanna. „Verið er að murka lífið úr okkur hérna, verið er að tortíma Yarmouk-flóttamannabúðunum,“ hafði dagblaðið Guardian eftir Palestínumanni í búðunum, sem staðsettar eru í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus, í apríl 2015 sem kaus að koma ekki fram undir nafni af ótta við afleiðingar þess. „Ástandið innan búðanna er skelfilegt. Það er enginn matur eða rafmagn eða vatn. Ríki íslams er að drepa íbúana og ræna eignum þeirra, það eru átök, það er sprengjuregn. Allir eru að varpa sprengjum á búðirnar. Um leið og Ríki íslams kom í þær brenndu þeir palestínska fánann og afhöfðuðu síðan óbreytta borgara.“ Fram kemur í fréttinni að mikil þörf væri fyrir lyf og aðrar lækningavörur í flóttamannabúðunum til þess að meðhöndla sjúkdóma og særða íbúa. Tvö sjúkrahús væru í búðunum en annað þeirra, á vegum Palestínumanna, hefði verið sprengt af stjórnarhernum. Þá segir að margir Palestínumenn í búðunum upplifðu að vera hunzaðir af Arabalöndunum og umheiminum. Haft er eftir einum íbúanna að hann upplifði þetta sem svik. Einkum af hálfu alþjóðasamfélagsins sem væri ljóslega sama um þjáningar íbúa Yarmouk-búðanna. Stundum væri eins og Palestínumenn væru ekki hluti mannkynsins. Meðan á þessu gekk í Yarmouk-búðunum heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. Sömu aðilar hafa heldur ekki gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza og dráp þeirra á Palestínumönnum og annað ofbeldi í þeirra garð. Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar? Er ekki aðalatriðið hvort þeir gera það? Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael? Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu. Er að furða að ófáir velti því fyrir sér hvort gyðingaandúð hafi áhrif í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun