Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 08:57 Árásarstríð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta gegn Úkraínu er að stórum hluta fjármagnað með tekjum af sölu á jarðefnaeldsneyti til NATO-ríkja. Vísir/EPA Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. Þrátt fyrir refsiaðgerðir sem bandalagsríki Úkraínu lögðu á olíu- og gasútflutning Rússa í kjölfar innrásarinnar í febrúar 2022 hafa Rússar fengið meira en 883 milljarða evra í tekjur af henni á þeim tíma. Þær tekjur eru grundvallarforsenda þess að Rússar geti haldið árásarstríði sínu áfram. Um fjórðungur, 228 milljarðar, er vegna sölu til ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum samkvæmt greiningu sem breska ríkisútvarpið BBC segir frá. Langmestur hluti þess, 209 milljarðar evra, kemur frá Evrópusambandsríkjum en ólíkt Bandaríkjunum bannaði ESB ekki innflutning á rússnesku gasi. Kaup Evrópusambandsríkja á rússnesku gasi nema meira en þrefalt hærri upphæð en stuðningur þeirra við Úkraínu frá upphafi stríðsins. Greiðslur NATO-ríkja til Rússa eru hátt í helmingi hærri en aðstoð þeirra við Úkraínumenn. Haft er eftir Kaju Kallas, utanríkismálaráðherra ESB, að viðskiptaþvinganirnar á olíu- og gassölu Rússa séu ekki þær sterkustu vegna andstöðu sumra aðildarríkja. Þau óttist stigmögnun átakanna en það ráði einnig för að það sé ódýrt til skemmri tíma litið að kaupa rússneskt gas og olíu. „Þvætta“ olíuna í Tyrklandi og á Indlandi Evrópuríki og Bandaríkin hafa verið hvött til þess að gera enn meira til þess að stöðva innflutning á rússnesku gasi og olíu. Engu að síður hefur salan til Evrópu á gasi aðeins aukist. Rússneskt gas var flutt beint til Evrópu með leiðslum þar til Úkraínumenn skrúfuðu fyrir það í janúar. Rússnesk olía er enn flutt til Ungverjalands og Slóvakíu. Bæði ríki kaupa einnig rússneskt gas sem er flutt inn með leiðslum í gegnum Tyrkland. Tekjur Rússa af jarðefnaeldsneyti drógust aðeins saman um fimm prósent á milli ára í fyrra. Þeir höfðu jafnframt sex prósent meira upp úr sölu á hráolíu en árið áður en níu prósent meira af sölu af gasi. Rússar segja sjálfir að útflutningur á gasi til Evrópu hafi aukist um fimmtung í fyrra og hann hafi aldrei verið meiri. Þar við bætist að rússnesk olía er keypt til vestrænna ríkja eftir að hún er unnin í þriðja ríki. Rússar eru sagðir nota hreinsistöðvar í Tyrklandi og á Indlandi til þess að „þvætta“ olíuna og selja hana til ríkjanna sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Þrátt fyrir refsiaðgerðir sem bandalagsríki Úkraínu lögðu á olíu- og gasútflutning Rússa í kjölfar innrásarinnar í febrúar 2022 hafa Rússar fengið meira en 883 milljarða evra í tekjur af henni á þeim tíma. Þær tekjur eru grundvallarforsenda þess að Rússar geti haldið árásarstríði sínu áfram. Um fjórðungur, 228 milljarðar, er vegna sölu til ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum samkvæmt greiningu sem breska ríkisútvarpið BBC segir frá. Langmestur hluti þess, 209 milljarðar evra, kemur frá Evrópusambandsríkjum en ólíkt Bandaríkjunum bannaði ESB ekki innflutning á rússnesku gasi. Kaup Evrópusambandsríkja á rússnesku gasi nema meira en þrefalt hærri upphæð en stuðningur þeirra við Úkraínu frá upphafi stríðsins. Greiðslur NATO-ríkja til Rússa eru hátt í helmingi hærri en aðstoð þeirra við Úkraínumenn. Haft er eftir Kaju Kallas, utanríkismálaráðherra ESB, að viðskiptaþvinganirnar á olíu- og gassölu Rússa séu ekki þær sterkustu vegna andstöðu sumra aðildarríkja. Þau óttist stigmögnun átakanna en það ráði einnig för að það sé ódýrt til skemmri tíma litið að kaupa rússneskt gas og olíu. „Þvætta“ olíuna í Tyrklandi og á Indlandi Evrópuríki og Bandaríkin hafa verið hvött til þess að gera enn meira til þess að stöðva innflutning á rússnesku gasi og olíu. Engu að síður hefur salan til Evrópu á gasi aðeins aukist. Rússneskt gas var flutt beint til Evrópu með leiðslum þar til Úkraínumenn skrúfuðu fyrir það í janúar. Rússnesk olía er enn flutt til Ungverjalands og Slóvakíu. Bæði ríki kaupa einnig rússneskt gas sem er flutt inn með leiðslum í gegnum Tyrkland. Tekjur Rússa af jarðefnaeldsneyti drógust aðeins saman um fimm prósent á milli ára í fyrra. Þeir höfðu jafnframt sex prósent meira upp úr sölu á hráolíu en árið áður en níu prósent meira af sölu af gasi. Rússar segja sjálfir að útflutningur á gasi til Evrópu hafi aukist um fimmtung í fyrra og hann hafi aldrei verið meiri. Þar við bætist að rússnesk olía er keypt til vestrænna ríkja eftir að hún er unnin í þriðja ríki. Rússar eru sagðir nota hreinsistöðvar í Tyrklandi og á Indlandi til þess að „þvætta“ olíuna og selja hana til ríkjanna sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira