Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 12:32 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. Þá segja höfundar raunverulegra rannsókna sem vísað er til að niðurstöður þeirra hafi verið rangtúlkaðar eða að þær hafi jafnvel ekki fjallað um það sem haldið er fram í skýrslunni. Talskona Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði í gær að skýrslan yrði löguð. „Mér skilst að það hafi verið einhver vandamál með sniðmótun MAHA-skýrslunnar sem verið sé að lagfæra og skýrslan verði uppfærð,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, í gær. Hún sagði vandamál þessi þó ekki koma niður á aðalatriðum skýrslunnar, enda sé hún „ein mest ummyndandi heilbrigðisskýrsla“ sem gefin hafi verið út af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Notuð til stefnumótunar Umræddri skýrslu, sem finna má hér á vef Hvíta hússins, var ætlað að varpa ljósi á rætur krónískra kvilla í Bandaríkjunum. Þeir eru raktir í skýrslunni til notkunar skordýraeiturs, plastagna, geislunar frá farsímum og matarlits, svo eitthvað sé nefnt. Nota á skýrsluna til grunns við stefnumótunartillögur ráðuneytisins sem verða opinberaðar seinna á árinu. Kennedy, sem hefur heitið miklu gagnsæi á störfum heilbrigðisráðuneytisins, hefur ekki viljað opinbera hverjir sömdu skýrsluna, þar sem meðal annars er kallað eftir því að bólusetningar barna verði endurskoðaðar og bandarískum börnum lýst sem vannærðum. Sjá einnig: Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Þá hafa bændur verið gagnrýnir á skýrsluna og hvernig fjallað er um notkun skordýraeiturs í landbúnaði. Skýrslan var birt í síðustu viku og er hún mjög umfangsmikil. RFK, eins og ráðherrann er kallaður, lofaði skýrsluna sem heimsklassa vísindaverk þar sem vísað væri til rúmlega fimm hundruð rannsókna til að styðja niðurstöður skýrslunnar. Ítarleg greining blaðamanna rannsóknarsamtakanna NOTUS benti til þess að að minnsta kosti sjö af rannsóknunum sem vísað var til í skýrslunni voru ekki raunverulegar. Rangtúlkaðar eða ótengdar niðurstöður Nokkrir vísindamenn sem í skýrslunni eru sagðir hafa framkvæmt rannsóknir sögðu NOTUS að þeir hefðu ekki gert slíkt og aðrir sögðu niðurstöður raunverulegra rannsókna sem vísað var til hafa verið rangtúlkaðar í MAHA-skýrslunni. Í nokkrum tilfellum segja höfundar rannsókna að niðurstöðurnar sem vísað er til í MAHA-skýrslunni séu fjarri sannleikanum. Í einu slíku tilfelli er vísað í rannsókn sem í MAHA-skýrslunni segir að sýni fram á að meðferð gegn geðrænum vandamálum ein og sé jafn skilvirk eða meira skilvirk en lyfjameðferð. Einn af höfundum þeirrar rannsóknar sagði það ekki einu sinni hafa verið til umfjöllunar í umræddri rannsókn. Í enn einu tilfelli þar sem fjallað er um áhrif skjátíma barna á svefn þeirra í MAHA-skýrslunni, segir höfundur rannsóknar sem vísað er til að niðurstöðurnar hafi verið rangtúlkaðar. Þá hafi rannsóknin ekki snúið að börnum heldur háskólanemendum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Þá segja höfundar raunverulegra rannsókna sem vísað er til að niðurstöður þeirra hafi verið rangtúlkaðar eða að þær hafi jafnvel ekki fjallað um það sem haldið er fram í skýrslunni. Talskona Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði í gær að skýrslan yrði löguð. „Mér skilst að það hafi verið einhver vandamál með sniðmótun MAHA-skýrslunnar sem verið sé að lagfæra og skýrslan verði uppfærð,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, í gær. Hún sagði vandamál þessi þó ekki koma niður á aðalatriðum skýrslunnar, enda sé hún „ein mest ummyndandi heilbrigðisskýrsla“ sem gefin hafi verið út af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Notuð til stefnumótunar Umræddri skýrslu, sem finna má hér á vef Hvíta hússins, var ætlað að varpa ljósi á rætur krónískra kvilla í Bandaríkjunum. Þeir eru raktir í skýrslunni til notkunar skordýraeiturs, plastagna, geislunar frá farsímum og matarlits, svo eitthvað sé nefnt. Nota á skýrsluna til grunns við stefnumótunartillögur ráðuneytisins sem verða opinberaðar seinna á árinu. Kennedy, sem hefur heitið miklu gagnsæi á störfum heilbrigðisráðuneytisins, hefur ekki viljað opinbera hverjir sömdu skýrsluna, þar sem meðal annars er kallað eftir því að bólusetningar barna verði endurskoðaðar og bandarískum börnum lýst sem vannærðum. Sjá einnig: Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Þá hafa bændur verið gagnrýnir á skýrsluna og hvernig fjallað er um notkun skordýraeiturs í landbúnaði. Skýrslan var birt í síðustu viku og er hún mjög umfangsmikil. RFK, eins og ráðherrann er kallaður, lofaði skýrsluna sem heimsklassa vísindaverk þar sem vísað væri til rúmlega fimm hundruð rannsókna til að styðja niðurstöður skýrslunnar. Ítarleg greining blaðamanna rannsóknarsamtakanna NOTUS benti til þess að að minnsta kosti sjö af rannsóknunum sem vísað var til í skýrslunni voru ekki raunverulegar. Rangtúlkaðar eða ótengdar niðurstöður Nokkrir vísindamenn sem í skýrslunni eru sagðir hafa framkvæmt rannsóknir sögðu NOTUS að þeir hefðu ekki gert slíkt og aðrir sögðu niðurstöður raunverulegra rannsókna sem vísað var til hafa verið rangtúlkaðar í MAHA-skýrslunni. Í nokkrum tilfellum segja höfundar rannsókna að niðurstöðurnar sem vísað er til í MAHA-skýrslunni séu fjarri sannleikanum. Í einu slíku tilfelli er vísað í rannsókn sem í MAHA-skýrslunni segir að sýni fram á að meðferð gegn geðrænum vandamálum ein og sé jafn skilvirk eða meira skilvirk en lyfjameðferð. Einn af höfundum þeirrar rannsóknar sagði það ekki einu sinni hafa verið til umfjöllunar í umræddri rannsókn. Í enn einu tilfelli þar sem fjallað er um áhrif skjátíma barna á svefn þeirra í MAHA-skýrslunni, segir höfundur rannsóknar sem vísað er til að niðurstöðurnar hafi verið rangtúlkaðar. Þá hafi rannsóknin ekki snúið að börnum heldur háskólanemendum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34