Skyndikosningar framundan í Suður-Kóreu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 21:14 Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er talinn sigursælastur. EPA Nýr forseti í Suður-Kóreu verður kjörinn á morgun eftir að fyrrum forseti var vikið úr embætti fyrir að setja á herlög í landinu. Frambjóðandi Lýðræðisflokksins er talinn sigursælastur. Um er að ræða skyndikosningar en Yook Suk Yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu árið 2022 og átti að gegna embættinu til 2027. Í desember 2024 lýsti forsetinn skyndilega yfir neyðarherlögum í landinu og sakaði stjórnarandstöðu landsins, sem er í meirihluta á þingi, að ganga erinda Norður-Kóreu. Yoon og ríkisstjórn hans átti erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem flokkurinn er ekki í meirihluta á þinginu. 190 þingmenn suðurkóreska þingsins þurftu að ryðjast fram hjá hermönnum sem umkringdu þinghúsið til að greiða atkvæði um að fella lögin úr gildi. Þingmennirnir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Þau voru þau felld úr gildi af forsetanum og voru alls í gildi í um sex klukkustundir. Yoon var leystur úr embætti af stjórnlagadómstól Suður-Kóreu í apríl. Han Duck Soo, forsætisráðherra, tók við embætti forseta af Yoon, svo Choi Sang-mok, fjármálaráðherra og að lokum Lee Ju-ho, menntamálaráðherra. Fyrsta skipti í átján ár sem kona býður sig ekki fram Samkvæmt BBC er Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er vinsælasti frambjóðandinn. Hann bauð sig einnig fram til forseta gegn Yoon árið 2022. Hann er álitin verkalýðshetja sem starfaði í verksmiðju áður en hann varð mannréttindalögfræðingur og stjórnmálamaður. Þar á eftir er Kim Moon-soo, frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins PPP, sem Yoon er einnig í. Hann hefur áður gegnt embætti atvinnumálaráðherra og hafa áherslumál hans verið að styrkja efnahag Suður-Kóreu. Að auki Kim og Lee eru fjórir aðrir frambjóðendur. Þeir eru Lee Jun-seok, frambjóðandi Nýrra umbæta flokksins, Kwon Young-gul, frambjóðandi Lýðræðislega verkalýðsflokksins og tveir sjálfstæðir frambjóðendur, Hwang Hyo-ahn og Song Jin-ho. Er þetta í fyrsta skipti í átján ár sem engin kona býður sig fram til embættisins. Helstu áherslumálin Neyðarherlög Yoon hafa valdið mikilli skautun í Suður-Kóreu. Margir tóku sig til og fóru út á götu að mótmæla herlögunum dagana eftir á á meðan aðrir studdu ákvörðun hans. Tollgjöld Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa einnig haft áhrif á efnahags landsins, en nú eru 25 prósenta tollgjöld í gildi. Traust almennings til yfirvalda í efnahagsmálum hefur minnkað til muna. Málefni Norður-Kóreu eru einnig mikilvæg í Suður-Kóreu auk lækkandi fæðingartíðni í landinu. Suður-Kórea Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Um er að ræða skyndikosningar en Yook Suk Yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu árið 2022 og átti að gegna embættinu til 2027. Í desember 2024 lýsti forsetinn skyndilega yfir neyðarherlögum í landinu og sakaði stjórnarandstöðu landsins, sem er í meirihluta á þingi, að ganga erinda Norður-Kóreu. Yoon og ríkisstjórn hans átti erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem flokkurinn er ekki í meirihluta á þinginu. 190 þingmenn suðurkóreska þingsins þurftu að ryðjast fram hjá hermönnum sem umkringdu þinghúsið til að greiða atkvæði um að fella lögin úr gildi. Þingmennirnir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Þau voru þau felld úr gildi af forsetanum og voru alls í gildi í um sex klukkustundir. Yoon var leystur úr embætti af stjórnlagadómstól Suður-Kóreu í apríl. Han Duck Soo, forsætisráðherra, tók við embætti forseta af Yoon, svo Choi Sang-mok, fjármálaráðherra og að lokum Lee Ju-ho, menntamálaráðherra. Fyrsta skipti í átján ár sem kona býður sig ekki fram Samkvæmt BBC er Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er vinsælasti frambjóðandinn. Hann bauð sig einnig fram til forseta gegn Yoon árið 2022. Hann er álitin verkalýðshetja sem starfaði í verksmiðju áður en hann varð mannréttindalögfræðingur og stjórnmálamaður. Þar á eftir er Kim Moon-soo, frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins PPP, sem Yoon er einnig í. Hann hefur áður gegnt embætti atvinnumálaráðherra og hafa áherslumál hans verið að styrkja efnahag Suður-Kóreu. Að auki Kim og Lee eru fjórir aðrir frambjóðendur. Þeir eru Lee Jun-seok, frambjóðandi Nýrra umbæta flokksins, Kwon Young-gul, frambjóðandi Lýðræðislega verkalýðsflokksins og tveir sjálfstæðir frambjóðendur, Hwang Hyo-ahn og Song Jin-ho. Er þetta í fyrsta skipti í átján ár sem engin kona býður sig fram til embættisins. Helstu áherslumálin Neyðarherlög Yoon hafa valdið mikilli skautun í Suður-Kóreu. Margir tóku sig til og fóru út á götu að mótmæla herlögunum dagana eftir á á meðan aðrir studdu ákvörðun hans. Tollgjöld Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa einnig haft áhrif á efnahags landsins, en nú eru 25 prósenta tollgjöld í gildi. Traust almennings til yfirvalda í efnahagsmálum hefur minnkað til muna. Málefni Norður-Kóreu eru einnig mikilvæg í Suður-Kóreu auk lækkandi fæðingartíðni í landinu.
Suður-Kórea Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira