Kengúrur eða Þorskar: Hver forritar framtíð Íslands? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 3. júní 2025 11:02 Gervigreind er ekki lengur bara forrit sem fylgir uppskrift líkt og bakari sem bakar sömu kökuna aftur og aftur. Hún er bakaralærlingur sem lærir af reynslunni, prófar sig áfram og býr til nýjar uppskriftir sem enginn kenndi henni beint. Þessi lærlingur er þegar orðinn samstarfsmaður þinn, kennari barnsins þíns og sennilega sá sem mun fara yfir umsókn þína um næsta starf. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð er hins vegar einfalt: Hver er að kenna þessum lærling? Og hvaða gildum fylgir hann? Nýi samstarfsmaðurinn sem lærir allt Fyrirtæki eru í óðaönn að innleiða svokallaða greinda samstarfsaðila (Á ensku; Agents). Þessir gervigreindu lærlingar eru ekki bara spjallforrit; þeir læra af sértækri þekkingu fyrirtækja og taka yfir verkefni á borð við símsvörun, tövupóst samskipti, lögfræðiálit, ráðningar, bókhald, markaðssetningu og jafnvel sölu. Eins og ég hef áður fjallað um eru mörg þessara starfa, sem fyrst verða fyrir áhrifum, unnin af konum, en þessi bylting gengur þvert á allt samfélagið. Ótti við atvinnuleysi er raunverulegur og skiljanlegur. Þúfan milli tæknifjallanna Hvað getum við gert? Ísland er eins og lítil þúfa milli tveggja tæknirisa, Bandaríkjanna og Kína, þar sem þróun gervigreindar er í fullum gangi. Við munum ekki stöðva þessa bylgju. Spurningin er hvernig við bregðumst við henni. En hættan er ekki aðeins menningarleg. Hún er líka efnahagsleg. Með því að reiða okkur eingöngu á erlendar lausnir frá Apple, Google og OpenAI afsölum við okkur gríðarlegri verðmætasköpun. Við hættum að vera framleiðendur og verðum eingöngu neytendur, stafræn nýlenda sem greiðir milljarða til erlendra tæknirisa fyrir innviði framtíðarinnar. Að þróa okkar eigin gervigreind er því ekki spurning um þjóðarstolt, heldur um efnahagslega afkomu. Þegar risar eins og Apple kynna „Apple Intelligence“ og festa gervigreind í sessi sem hluta af stýrikerfum okkar, sjáum við hversu mikilvægt það er að við skiljum ekki aðeins hvað gervigreind er, heldur hverjir móta hana og með hvaða gildi. Þegar við notum kengúrur í stærðfræði í stað þorska Ímyndum okkur að í íslenskum skólum kenni gervigreind stærðfræði með því að leggja saman tvær kengúrur og tvær kengúrur í stað tveggja þorska og tveggja þorska. Ímyndum okkur að saga heimsins sé sýnd út frá Han-ættbálknum í Kína í stað sögu norðursins. Þetta eru raunverulegar afleiðingar þegar menntun og þekking er þjálfuð á erlendum forsendum og síðan yfirfærð beint inn í okkar samfélag án aðlögunar. Íslenska leiðin: Að kenna lærlingnum að telja þorska Ef Íslendingar bregðast ekki við núna gæti gervigreind haft djúpstæð og óafturkræf áhrif á menntun, atvinnu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Við megum ekki berjast gegn tækninni heldur verðum við að taka virkan þátt í að móta hana. Tíminn er núna. Til að tryggja að gervigreindin verði íslensk þurfum við skýra áætlun: Efla íslensk gagnasöfn og máltækni. Þetta er undirstaðan, hráefnið í íslenska gervigreind. Án þess getum við aðeins hitað upp erlendar skyndilausnir sem aldrei henta okkur að fullu. Kenna gagnrýna hugsun og tæknilæsi. Við þurfum að ala upp kynslóð sem er ekki bara notandi tækninnar, heldur meðvitaður og gagnrýninn þátttakandi sem spyr hver hannaði hana og í hvaða tilgangi. Styðja íslensk fyrirtæki til að byggja eigin lausnir. Hver íslensk gervigreindarlausn er atvinnutækifæri og skref í átt að efnahagslegu sjálfstæði. Hver erlend lausn er verðmæti sem flæðir úr landi. Móta metnaðarfulla stefnu stjórnvalda. Án skýrrar forystu og stefnu verður þróunin handahófskennd og stjórnast af erlendum risum, ekki okkar eigin þörfum og gildum. Ímyndum okkur framtíð þar sem gervigreind hjálpar okkur að vernda viðkvæm vistkerfi, bætir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, gerir okkur kleift að rannsaka fornhandritin okkar á nýjan og dýpri hátt og skapar ný, verðmæt útflutningsstörf. Þetta er framtíðin sem við getum byggt. Spurningin er því ekki hvort við notum gervigreind, heldur hvernig. Ætlum við að tryggja að lærlingurinn læri af íslenskum meisturum, tali okkar tungu og skilji að hér teljum við þorska, ekki kengúrur? Framtíðin verður forrituð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er okkar að ákveða hver heldur á lyklaborðinu. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun. Þessi grein er hluti greina raðar um gervigreind, síðustu tvær greinar; Mun mannkynir lifa af gervigreindina? – Erum við sjálf sú fyrirmynd sem við viljum að tæknin læri af? Mun gervigreindin senda konur heim? – Innleiðing gervigreindar mun hafa meiri áhrif á atvinnu kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Gervigreind er ekki lengur bara forrit sem fylgir uppskrift líkt og bakari sem bakar sömu kökuna aftur og aftur. Hún er bakaralærlingur sem lærir af reynslunni, prófar sig áfram og býr til nýjar uppskriftir sem enginn kenndi henni beint. Þessi lærlingur er þegar orðinn samstarfsmaður þinn, kennari barnsins þíns og sennilega sá sem mun fara yfir umsókn þína um næsta starf. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð er hins vegar einfalt: Hver er að kenna þessum lærling? Og hvaða gildum fylgir hann? Nýi samstarfsmaðurinn sem lærir allt Fyrirtæki eru í óðaönn að innleiða svokallaða greinda samstarfsaðila (Á ensku; Agents). Þessir gervigreindu lærlingar eru ekki bara spjallforrit; þeir læra af sértækri þekkingu fyrirtækja og taka yfir verkefni á borð við símsvörun, tövupóst samskipti, lögfræðiálit, ráðningar, bókhald, markaðssetningu og jafnvel sölu. Eins og ég hef áður fjallað um eru mörg þessara starfa, sem fyrst verða fyrir áhrifum, unnin af konum, en þessi bylting gengur þvert á allt samfélagið. Ótti við atvinnuleysi er raunverulegur og skiljanlegur. Þúfan milli tæknifjallanna Hvað getum við gert? Ísland er eins og lítil þúfa milli tveggja tæknirisa, Bandaríkjanna og Kína, þar sem þróun gervigreindar er í fullum gangi. Við munum ekki stöðva þessa bylgju. Spurningin er hvernig við bregðumst við henni. En hættan er ekki aðeins menningarleg. Hún er líka efnahagsleg. Með því að reiða okkur eingöngu á erlendar lausnir frá Apple, Google og OpenAI afsölum við okkur gríðarlegri verðmætasköpun. Við hættum að vera framleiðendur og verðum eingöngu neytendur, stafræn nýlenda sem greiðir milljarða til erlendra tæknirisa fyrir innviði framtíðarinnar. Að þróa okkar eigin gervigreind er því ekki spurning um þjóðarstolt, heldur um efnahagslega afkomu. Þegar risar eins og Apple kynna „Apple Intelligence“ og festa gervigreind í sessi sem hluta af stýrikerfum okkar, sjáum við hversu mikilvægt það er að við skiljum ekki aðeins hvað gervigreind er, heldur hverjir móta hana og með hvaða gildi. Þegar við notum kengúrur í stærðfræði í stað þorska Ímyndum okkur að í íslenskum skólum kenni gervigreind stærðfræði með því að leggja saman tvær kengúrur og tvær kengúrur í stað tveggja þorska og tveggja þorska. Ímyndum okkur að saga heimsins sé sýnd út frá Han-ættbálknum í Kína í stað sögu norðursins. Þetta eru raunverulegar afleiðingar þegar menntun og þekking er þjálfuð á erlendum forsendum og síðan yfirfærð beint inn í okkar samfélag án aðlögunar. Íslenska leiðin: Að kenna lærlingnum að telja þorska Ef Íslendingar bregðast ekki við núna gæti gervigreind haft djúpstæð og óafturkræf áhrif á menntun, atvinnu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Við megum ekki berjast gegn tækninni heldur verðum við að taka virkan þátt í að móta hana. Tíminn er núna. Til að tryggja að gervigreindin verði íslensk þurfum við skýra áætlun: Efla íslensk gagnasöfn og máltækni. Þetta er undirstaðan, hráefnið í íslenska gervigreind. Án þess getum við aðeins hitað upp erlendar skyndilausnir sem aldrei henta okkur að fullu. Kenna gagnrýna hugsun og tæknilæsi. Við þurfum að ala upp kynslóð sem er ekki bara notandi tækninnar, heldur meðvitaður og gagnrýninn þátttakandi sem spyr hver hannaði hana og í hvaða tilgangi. Styðja íslensk fyrirtæki til að byggja eigin lausnir. Hver íslensk gervigreindarlausn er atvinnutækifæri og skref í átt að efnahagslegu sjálfstæði. Hver erlend lausn er verðmæti sem flæðir úr landi. Móta metnaðarfulla stefnu stjórnvalda. Án skýrrar forystu og stefnu verður þróunin handahófskennd og stjórnast af erlendum risum, ekki okkar eigin þörfum og gildum. Ímyndum okkur framtíð þar sem gervigreind hjálpar okkur að vernda viðkvæm vistkerfi, bætir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, gerir okkur kleift að rannsaka fornhandritin okkar á nýjan og dýpri hátt og skapar ný, verðmæt útflutningsstörf. Þetta er framtíðin sem við getum byggt. Spurningin er því ekki hvort við notum gervigreind, heldur hvernig. Ætlum við að tryggja að lærlingurinn læri af íslenskum meisturum, tali okkar tungu og skilji að hér teljum við þorska, ekki kengúrur? Framtíðin verður forrituð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er okkar að ákveða hver heldur á lyklaborðinu. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun. Þessi grein er hluti greina raðar um gervigreind, síðustu tvær greinar; Mun mannkynir lifa af gervigreindina? – Erum við sjálf sú fyrirmynd sem við viljum að tæknin læri af? Mun gervigreindin senda konur heim? – Innleiðing gervigreindar mun hafa meiri áhrif á atvinnu kvenna.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun