Tvöfalt fleiri Parkinson-sjúklingar eftir fimmtán ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2025 15:31 Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Í nýrri skýrslu kemur fram að Íslendingar með Parkinson verði tvöfalt fleiri eftir fimmtán ár. Þá muni árlegur beinn kostnaður ríkisins vegna sjúkdómsins fara úr fimm milljörðum króna í tíu milljarða. Í skýrslunni „Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig“, sem Parkinson-samtökin fengu Ágúst Ólaf Ágústsson hagfræðing og lögfræðing til að vinna, er mælt með auknum framlögum til endurhæfingar þeirra sem greinast með Parkinson hér á landi. „Sífellt stærra hlutfall fólks fær Parkinson, þar á meðal yngra fólk, en orsakir aukningarinnar eru ekki þekktar. Lengri lífaldur þjóðarinnar veldur því að fleiri geta búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni,“ segir í tilkynningu frá Parkinson-samtökunum. Í dag var skýrt frá því að Morten Harket, söngvari hljómsveitarinnar A-ha, hafi greinst með sjúkdóminn. Hann er 65 ára gamall. Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Þá hefur höfundur skýrslunnar reiknað út að beinn ábati ríkisins af starfi samtakanna sé um 400 milljónir króna á ári. Með auknum stuðningi megi spara stærri fjárhæðir og auka lífsgæði fjölda fólks. „Sannað er að endurhæfing heldur mjög aftur af einkennum Parkinson og dregur þannig úr þörf fólks fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem vitnað er til í skýrslunni, segja að heilbrigðiskerfið reiði sig mjög á Parkinsonsamtökin um þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Ekki er boðið upp á endurhæfingu annars staðar, sambærilega þeirri sem veitt er í stöð samtakanna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu samtakanna. Forsvarsmenn Parkinsonsamtakanna gagnrýna hversu lágt framlag ríkisins er í ljósi þessa mikla ábata. Þá segja þau að áhyggjuefni sé ef fyrirhuguð heildarstefnumótun um endurhæfingu hér á landi tekur ekki mið af hagkvæmni þjónustu sjúkdómasamtaka. Parkinsonsamtökin eru ein nokkurra íslenskra sjúkdómasamtökum sem halda úti víðtækri þjónustu við félagsmenn sína og aðstandendur þeirra. „Það segir sig sjálft að fræðslu-, ráðgjafar- og endurhæfingarþjónusta sem veitt er af sjúkdómasamtökum er afar hagkvæm fyrir ríkið og tekur álagið af heilbrigðiskerfinu þar sem kostnaður við að þjónusta þessa sjúklinga er mun meiri. Endurhæfingarstöð Parkinsonsamtakanna er viðurkennd heilbrigðisstofnun sem starfar samkvæmt leyfi frá Landlæknisembættinu. Nú þegar sífellt fleiri greinast þá skiptir endurhæfing sem hægir á þróun sjúkdómsins og dregur úr einkennum æ meira máli. Okkar fólk er dýrir sjúklingar, hvort sem litið er til heilbrigðis- eða öldrunarþjónustu. Parkinson er ólæknandi sjúkdómur en með réttri meðferð aukast líkurnar á að fólk geti búið heima og verið virkt þrátt fyrir greininguna,“ segir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinson-samtakanna.“ Skýrsluna má sjá að neðan (PDF). Tengd skjöl Parkinsonsamtokin_-_Heilbrigdisthjonusta_sem_borgar_sigPDF630KBSækja skjal Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í skýrslunni „Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig“, sem Parkinson-samtökin fengu Ágúst Ólaf Ágústsson hagfræðing og lögfræðing til að vinna, er mælt með auknum framlögum til endurhæfingar þeirra sem greinast með Parkinson hér á landi. „Sífellt stærra hlutfall fólks fær Parkinson, þar á meðal yngra fólk, en orsakir aukningarinnar eru ekki þekktar. Lengri lífaldur þjóðarinnar veldur því að fleiri geta búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni,“ segir í tilkynningu frá Parkinson-samtökunum. Í dag var skýrt frá því að Morten Harket, söngvari hljómsveitarinnar A-ha, hafi greinst með sjúkdóminn. Hann er 65 ára gamall. Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Þá hefur höfundur skýrslunnar reiknað út að beinn ábati ríkisins af starfi samtakanna sé um 400 milljónir króna á ári. Með auknum stuðningi megi spara stærri fjárhæðir og auka lífsgæði fjölda fólks. „Sannað er að endurhæfing heldur mjög aftur af einkennum Parkinson og dregur þannig úr þörf fólks fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem vitnað er til í skýrslunni, segja að heilbrigðiskerfið reiði sig mjög á Parkinsonsamtökin um þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Ekki er boðið upp á endurhæfingu annars staðar, sambærilega þeirri sem veitt er í stöð samtakanna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu samtakanna. Forsvarsmenn Parkinsonsamtakanna gagnrýna hversu lágt framlag ríkisins er í ljósi þessa mikla ábata. Þá segja þau að áhyggjuefni sé ef fyrirhuguð heildarstefnumótun um endurhæfingu hér á landi tekur ekki mið af hagkvæmni þjónustu sjúkdómasamtaka. Parkinsonsamtökin eru ein nokkurra íslenskra sjúkdómasamtökum sem halda úti víðtækri þjónustu við félagsmenn sína og aðstandendur þeirra. „Það segir sig sjálft að fræðslu-, ráðgjafar- og endurhæfingarþjónusta sem veitt er af sjúkdómasamtökum er afar hagkvæm fyrir ríkið og tekur álagið af heilbrigðiskerfinu þar sem kostnaður við að þjónusta þessa sjúklinga er mun meiri. Endurhæfingarstöð Parkinsonsamtakanna er viðurkennd heilbrigðisstofnun sem starfar samkvæmt leyfi frá Landlæknisembættinu. Nú þegar sífellt fleiri greinast þá skiptir endurhæfing sem hægir á þróun sjúkdómsins og dregur úr einkennum æ meira máli. Okkar fólk er dýrir sjúklingar, hvort sem litið er til heilbrigðis- eða öldrunarþjónustu. Parkinson er ólæknandi sjúkdómur en með réttri meðferð aukast líkurnar á að fólk geti búið heima og verið virkt þrátt fyrir greininguna,“ segir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinson-samtakanna.“ Skýrsluna má sjá að neðan (PDF). Tengd skjöl Parkinsonsamtokin_-_Heilbrigdisthjonusta_sem_borgar_sigPDF630KBSækja skjal
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira