Tvöfalt fleiri Parkinson-sjúklingar eftir fimmtán ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2025 15:31 Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Í nýrri skýrslu kemur fram að Íslendingar með Parkinson verði tvöfalt fleiri eftir fimmtán ár. Þá muni árlegur beinn kostnaður ríkisins vegna sjúkdómsins fara úr fimm milljörðum króna í tíu milljarða. Í skýrslunni „Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig“, sem Parkinson-samtökin fengu Ágúst Ólaf Ágústsson hagfræðing og lögfræðing til að vinna, er mælt með auknum framlögum til endurhæfingar þeirra sem greinast með Parkinson hér á landi. „Sífellt stærra hlutfall fólks fær Parkinson, þar á meðal yngra fólk, en orsakir aukningarinnar eru ekki þekktar. Lengri lífaldur þjóðarinnar veldur því að fleiri geta búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni,“ segir í tilkynningu frá Parkinson-samtökunum. Í dag var skýrt frá því að Morten Harket, söngvari hljómsveitarinnar A-ha, hafi greinst með sjúkdóminn. Hann er 65 ára gamall. Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Þá hefur höfundur skýrslunnar reiknað út að beinn ábati ríkisins af starfi samtakanna sé um 400 milljónir króna á ári. Með auknum stuðningi megi spara stærri fjárhæðir og auka lífsgæði fjölda fólks. „Sannað er að endurhæfing heldur mjög aftur af einkennum Parkinson og dregur þannig úr þörf fólks fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem vitnað er til í skýrslunni, segja að heilbrigðiskerfið reiði sig mjög á Parkinsonsamtökin um þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Ekki er boðið upp á endurhæfingu annars staðar, sambærilega þeirri sem veitt er í stöð samtakanna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu samtakanna. Forsvarsmenn Parkinsonsamtakanna gagnrýna hversu lágt framlag ríkisins er í ljósi þessa mikla ábata. Þá segja þau að áhyggjuefni sé ef fyrirhuguð heildarstefnumótun um endurhæfingu hér á landi tekur ekki mið af hagkvæmni þjónustu sjúkdómasamtaka. Parkinsonsamtökin eru ein nokkurra íslenskra sjúkdómasamtökum sem halda úti víðtækri þjónustu við félagsmenn sína og aðstandendur þeirra. „Það segir sig sjálft að fræðslu-, ráðgjafar- og endurhæfingarþjónusta sem veitt er af sjúkdómasamtökum er afar hagkvæm fyrir ríkið og tekur álagið af heilbrigðiskerfinu þar sem kostnaður við að þjónusta þessa sjúklinga er mun meiri. Endurhæfingarstöð Parkinsonsamtakanna er viðurkennd heilbrigðisstofnun sem starfar samkvæmt leyfi frá Landlæknisembættinu. Nú þegar sífellt fleiri greinast þá skiptir endurhæfing sem hægir á þróun sjúkdómsins og dregur úr einkennum æ meira máli. Okkar fólk er dýrir sjúklingar, hvort sem litið er til heilbrigðis- eða öldrunarþjónustu. Parkinson er ólæknandi sjúkdómur en með réttri meðferð aukast líkurnar á að fólk geti búið heima og verið virkt þrátt fyrir greininguna,“ segir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinson-samtakanna.“ Skýrsluna má sjá að neðan (PDF). Tengd skjöl Parkinsonsamtokin_-_Heilbrigdisthjonusta_sem_borgar_sigPDF630KBSækja skjal Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Í skýrslunni „Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig“, sem Parkinson-samtökin fengu Ágúst Ólaf Ágústsson hagfræðing og lögfræðing til að vinna, er mælt með auknum framlögum til endurhæfingar þeirra sem greinast með Parkinson hér á landi. „Sífellt stærra hlutfall fólks fær Parkinson, þar á meðal yngra fólk, en orsakir aukningarinnar eru ekki þekktar. Lengri lífaldur þjóðarinnar veldur því að fleiri geta búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni,“ segir í tilkynningu frá Parkinson-samtökunum. Í dag var skýrt frá því að Morten Harket, söngvari hljómsveitarinnar A-ha, hafi greinst með sjúkdóminn. Hann er 65 ára gamall. Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Þá hefur höfundur skýrslunnar reiknað út að beinn ábati ríkisins af starfi samtakanna sé um 400 milljónir króna á ári. Með auknum stuðningi megi spara stærri fjárhæðir og auka lífsgæði fjölda fólks. „Sannað er að endurhæfing heldur mjög aftur af einkennum Parkinson og dregur þannig úr þörf fólks fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem vitnað er til í skýrslunni, segja að heilbrigðiskerfið reiði sig mjög á Parkinsonsamtökin um þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Ekki er boðið upp á endurhæfingu annars staðar, sambærilega þeirri sem veitt er í stöð samtakanna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu samtakanna. Forsvarsmenn Parkinsonsamtakanna gagnrýna hversu lágt framlag ríkisins er í ljósi þessa mikla ábata. Þá segja þau að áhyggjuefni sé ef fyrirhuguð heildarstefnumótun um endurhæfingu hér á landi tekur ekki mið af hagkvæmni þjónustu sjúkdómasamtaka. Parkinsonsamtökin eru ein nokkurra íslenskra sjúkdómasamtökum sem halda úti víðtækri þjónustu við félagsmenn sína og aðstandendur þeirra. „Það segir sig sjálft að fræðslu-, ráðgjafar- og endurhæfingarþjónusta sem veitt er af sjúkdómasamtökum er afar hagkvæm fyrir ríkið og tekur álagið af heilbrigðiskerfinu þar sem kostnaður við að þjónusta þessa sjúklinga er mun meiri. Endurhæfingarstöð Parkinsonsamtakanna er viðurkennd heilbrigðisstofnun sem starfar samkvæmt leyfi frá Landlæknisembættinu. Nú þegar sífellt fleiri greinast þá skiptir endurhæfing sem hægir á þróun sjúkdómsins og dregur úr einkennum æ meira máli. Okkar fólk er dýrir sjúklingar, hvort sem litið er til heilbrigðis- eða öldrunarþjónustu. Parkinson er ólæknandi sjúkdómur en með réttri meðferð aukast líkurnar á að fólk geti búið heima og verið virkt þrátt fyrir greininguna,“ segir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinson-samtakanna.“ Skýrsluna má sjá að neðan (PDF). Tengd skjöl Parkinsonsamtokin_-_Heilbrigdisthjonusta_sem_borgar_sigPDF630KBSækja skjal
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira