Hoppað yfir girðingarnar Vilhjálmur Árnason skrifar 5. júní 2025 07:31 Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin lofaði 48 daga strandveiðitímabili í von um að hindranir eins 51 prósent eignarhald myndu draga úr umsóknum, en þær girðingar reyndust gagnslausar. Þvert á móti jókst áhugi á kerfinu vegna loforðsins um fjölda daga og nú sigla á sænum fleiri bátar til strandveiða en nokkru sinni fyrr. Ef bátarnir sem sækja sjóinn þetta sumarið landa meðalafla í hverri ferð án takmarkanna í 48 daga þarf ráðherra þarf að auka kvótann um 15-20 þúsund tonn. Það er langt fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar sem við höfum lagt allt okkar traust á, en ráðgjöf hennar hefur verið grunnurinn að ábyrgum og sjálfbærum veiðum hér á landi. Þetta er ekki ábyrg meðferð á þessari mikilvægu auðlind. Ef þróunin heldur áfram má alveg gera ráð fyrir að umsóknir fari yfir 1.000 næsta vor. Hvernig á þá að bregðast við? Þá þarf annað hvort að skera niður heimild á hvern bát – t.d. í kílóum á veiðiferð – eða draga úr fjölda daga. Báðar leiðir eru pólitískt þungar og enn hefur ekkert verið sagt um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við aukningu í aðsókn. Það eru engar tölur í frumvarpinu, engar áætlanir, engin greining – aðeins fögur fyrirheit um að reyna að borga þetta til baka seinna. Strandveiðar eru mikilvægar, en til að þær geti dafnað sem nýliðunarleið og byggðaaðgerð þarf kerfið að byggjast á traustum grunni, regluverki sem farið er eftir og gagnsæi. Það verður ekki gert með bráðabirgðalöggjöf og innantómum loforðum heldur með skýrri stefnu og ábyrgri framkvæmd. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin lofaði 48 daga strandveiðitímabili í von um að hindranir eins 51 prósent eignarhald myndu draga úr umsóknum, en þær girðingar reyndust gagnslausar. Þvert á móti jókst áhugi á kerfinu vegna loforðsins um fjölda daga og nú sigla á sænum fleiri bátar til strandveiða en nokkru sinni fyrr. Ef bátarnir sem sækja sjóinn þetta sumarið landa meðalafla í hverri ferð án takmarkanna í 48 daga þarf ráðherra þarf að auka kvótann um 15-20 þúsund tonn. Það er langt fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar sem við höfum lagt allt okkar traust á, en ráðgjöf hennar hefur verið grunnurinn að ábyrgum og sjálfbærum veiðum hér á landi. Þetta er ekki ábyrg meðferð á þessari mikilvægu auðlind. Ef þróunin heldur áfram má alveg gera ráð fyrir að umsóknir fari yfir 1.000 næsta vor. Hvernig á þá að bregðast við? Þá þarf annað hvort að skera niður heimild á hvern bát – t.d. í kílóum á veiðiferð – eða draga úr fjölda daga. Báðar leiðir eru pólitískt þungar og enn hefur ekkert verið sagt um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við aukningu í aðsókn. Það eru engar tölur í frumvarpinu, engar áætlanir, engin greining – aðeins fögur fyrirheit um að reyna að borga þetta til baka seinna. Strandveiðar eru mikilvægar, en til að þær geti dafnað sem nýliðunarleið og byggðaaðgerð þarf kerfið að byggjast á traustum grunni, regluverki sem farið er eftir og gagnsæi. Það verður ekki gert með bráðabirgðalöggjöf og innantómum loforðum heldur með skýrri stefnu og ábyrgri framkvæmd. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar