Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2025 11:35 Donald Trump og Elon Musk. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum úr Hvíta húsinu að gagnrýni Musks í garð frumvarpsins hafi komið Trump á óvart. Forsetinn hafi ekki áttað sig á gagnrýninni og að Musk varpi henni fram eftir náið samstarf þeirra síðustu fjóra mánuði. Musk hefur kallað hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og Repúblikanar hafa nefnt það, „viðurstyggilegan hrylling“ og sagt að þeir þingmenn sem styðji það eigi að skammast sín. Frumvarpið felur einnig í sér niðurfellingu á ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla, eins og Tesla, sem Musk á. Þá tilkynnti Trump nýverið að hann hefði dregið tilnefningu Jared Isaacman til stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til baka. Sá er vinur Musks og hafði auðjöfurinn stungið upp á því að hann leiddi stofnunina. Sjá einnig: Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Sú ákvörðun er sögð hafa reitt Musk til reiði en hann er talinn hafa varið um þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Athygli hefur vakið að Trump hefur ekki tjáð sig um gagnrýni Musks. Það hefur hann í þið minnsta ekki gert með beinum hætti en í gærkvöldi deildi hann skjáskoti af færslu Musks á X frá síðustu viku þar sem auðjöfurinn þakkaði forsetanum fyrir að hafa gefið sér tækifæri til að draga úr fjárútlátum ríkisins. Þingmenn í þröngri stöðu Ítök Musks innan Repúblikanaflokksins og áhrif hans á stóran hluta kjósenda flokksins eru mikil. Óhætt er að segja það sama um Donald Trump. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að þurfa að reyna að feta þrönga slóð milli tveggja áhrifamanna með ólíkar skoðanir, án þess að reita annan þeirra til reiði. Í samtali við blaðamenn New York Times sögðust þingmenn flokksins ekki vilja fara gegn Musk en sögðust í senn ósáttir við hvernig hann hefði komið fram við Trump af „vanvirðingu“. Einhverjir þeirra sögðu Musk vera í móðursýkiskasti yfir því að hafa ekki fengið vilja sínum framgengt. Þeir vildu þó ekki gagnrýna hann opinberlega af ótta við að verða skotmörk hans. Þá þykir þeim líklegra að Trump muni hafa mun meira að segja um flokkinn á komandi árum. Flestir vilja gera lítið úr gagnrýni Musks. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum úr Hvíta húsinu að gagnrýni Musks í garð frumvarpsins hafi komið Trump á óvart. Forsetinn hafi ekki áttað sig á gagnrýninni og að Musk varpi henni fram eftir náið samstarf þeirra síðustu fjóra mánuði. Musk hefur kallað hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og Repúblikanar hafa nefnt það, „viðurstyggilegan hrylling“ og sagt að þeir þingmenn sem styðji það eigi að skammast sín. Frumvarpið felur einnig í sér niðurfellingu á ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla, eins og Tesla, sem Musk á. Þá tilkynnti Trump nýverið að hann hefði dregið tilnefningu Jared Isaacman til stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til baka. Sá er vinur Musks og hafði auðjöfurinn stungið upp á því að hann leiddi stofnunina. Sjá einnig: Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Sú ákvörðun er sögð hafa reitt Musk til reiði en hann er talinn hafa varið um þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Athygli hefur vakið að Trump hefur ekki tjáð sig um gagnrýni Musks. Það hefur hann í þið minnsta ekki gert með beinum hætti en í gærkvöldi deildi hann skjáskoti af færslu Musks á X frá síðustu viku þar sem auðjöfurinn þakkaði forsetanum fyrir að hafa gefið sér tækifæri til að draga úr fjárútlátum ríkisins. Þingmenn í þröngri stöðu Ítök Musks innan Repúblikanaflokksins og áhrif hans á stóran hluta kjósenda flokksins eru mikil. Óhætt er að segja það sama um Donald Trump. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að þurfa að reyna að feta þrönga slóð milli tveggja áhrifamanna með ólíkar skoðanir, án þess að reita annan þeirra til reiði. Í samtali við blaðamenn New York Times sögðust þingmenn flokksins ekki vilja fara gegn Musk en sögðust í senn ósáttir við hvernig hann hefði komið fram við Trump af „vanvirðingu“. Einhverjir þeirra sögðu Musk vera í móðursýkiskasti yfir því að hafa ekki fengið vilja sínum framgengt. Þeir vildu þó ekki gagnrýna hann opinberlega af ótta við að verða skotmörk hans. Þá þykir þeim líklegra að Trump muni hafa mun meira að segja um flokkinn á komandi árum. Flestir vilja gera lítið úr gagnrýni Musks.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53
Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17
Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27