Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2025 06:48 Ein af mörgum sprengingum næturinnar eftir árásir Rússa í Kænugarði. AP/Evgeniy Maloletka Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. Þrír hinna látnu voru viðbragðsaðilar sem störfuðu við björgunaraðgerðir að því er haft er eftir Neyðarþjónustu Úkraínu. Árásir næturinnar voru gerðar degi eftir að Pútín Rússlandsforseti hét því í símtali við Trump Bandaríkjaforseta að Rússar myndu hefna fyrir umfangsmikla árás Úkraínumanna gegn hernaðarinnviðum í Rússlandi á sunnudaginn. Ólíkt árás Úkraínumanna, sem beindist gegn herflugvélum rússneska flugherflotans og hefur fengið viðurnefnið köngulóavefur, var árás Rússa meðal annars beint gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum. Eldar hafa logað á nokkrum stöðum í Kænugarði eftir að rússneskir drónar hæfðu íbúðabyggingar, og orðið vart við sprengingar og brak sem hefur fallið úr lofti í nokkrum hverfum. Kyiv Independent greinir frá því að hátt í 2200 heimili í hluta borgarinnar hafi misst rafmagn, og Reuters greinir frá því að skemmdir hafi orðið á almenningssamgöngu-kerfi borgarinnar. Herforingjaráð Úkraínu segir Rússa hafa ráðist á þrettán borgir Úkraínu í nótt. Þeir hafi notast við 407 dróna, sex skotflaugar og 38 stýriflaugar. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður marga dróna og eldflaugar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Þrír hinna látnu voru viðbragðsaðilar sem störfuðu við björgunaraðgerðir að því er haft er eftir Neyðarþjónustu Úkraínu. Árásir næturinnar voru gerðar degi eftir að Pútín Rússlandsforseti hét því í símtali við Trump Bandaríkjaforseta að Rússar myndu hefna fyrir umfangsmikla árás Úkraínumanna gegn hernaðarinnviðum í Rússlandi á sunnudaginn. Ólíkt árás Úkraínumanna, sem beindist gegn herflugvélum rússneska flugherflotans og hefur fengið viðurnefnið köngulóavefur, var árás Rússa meðal annars beint gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum. Eldar hafa logað á nokkrum stöðum í Kænugarði eftir að rússneskir drónar hæfðu íbúðabyggingar, og orðið vart við sprengingar og brak sem hefur fallið úr lofti í nokkrum hverfum. Kyiv Independent greinir frá því að hátt í 2200 heimili í hluta borgarinnar hafi misst rafmagn, og Reuters greinir frá því að skemmdir hafi orðið á almenningssamgöngu-kerfi borgarinnar. Herforingjaráð Úkraínu segir Rússa hafa ráðist á þrettán borgir Úkraínu í nótt. Þeir hafi notast við 407 dróna, sex skotflaugar og 38 stýriflaugar. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður marga dróna og eldflaugar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira