Reyna að stilla til friðar með símtali Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2025 10:48 Donald Trump og Elon Musk. AP/Alex Brandon Aðstoðarmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa skipulagt símtal milli hans og Elons Musk, auðugasta manns heims, eftir opinberar deilur þeirra í gær. Vonast er til þess að þeir geti grafið öxina en ráðgjafar Trumps hafa beðið hann um að fara mjúkum höndum um auðjöfurinn. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum en í samtali við miðilinn í gærkvöldi sagði Trump að allt væri í himnalagi. Það sagði hann þegar hann var spurður um deiluna við Musk. Á meðan Musk fór hörðum orðum um umfangsmikið frumvarp sem er Trump mjög mikilvægt. Musk er verulega ósáttur við að frumvarpið er talið bæta verulega á skuldir bandaríska ríkisins á næstu árum en með frumvarpinu vill Trump ná fram mörgum af áherslumálum sínum. Ekki hefur verið einhugur um frumvarpið innan Repúblikanaflokksins og var það samþykkt með miklum naumindum í fulltrúadeildinni, með eins atkvæðis mun, eftir að þingmaður Demókrataflokksins lést. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í öldungadeildinni. Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa ráðlagt forsetanum að einbeita sér að því að koma greiða leið frumvarpsins í öldungadeildinni í stað þess að deilunnar við Musk. Á sama tíma eru þessir ráðgjafar, samkvæmt heimildum blaðamanna New York York Times úr innstu röðum Trumps, að undirbúa áframhaldandi deilur við Musk. Musk gaf til kynna undir lokin í gærkvöldi að hann hefði áhuga á friði. Hann dró í land með að hætta notkun Dragon-geimfaranna, sem notuð eru til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og sagði auðjöfurinn Bill Ackman ekki hafa rangt fyrir sér, þegar sá lagði til að Musk og Trump semdu um frið. Geta valdið hvorum öðrum miklum skaða Ekki liggur fyrir hvenær þetta símtal mun eiga sér stað en báðir menn geta valdið hinum töluverðum skaða og á það einnig við Repúblikanaflokkinn eins og hann leggur sinn. Musk varði til að mynda tæplega þrjú hundruð milljónum dala í aðstoð við Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni í fyrra og hefur heitið hundrað milljónum til viðbótar. Hann gæti haldið þeim peningum fyrir sig og notað þá til að grafa undan Trump. Auðjöfurinn gæti þar að auki beitt X (áður Twitter) gegn Trump. Þá er Musk mjög áhrifamikill þegar kemur að geimfyrirtækinu SpaceX, sem yfirvöld í Bandaríkjunum reiða sig verulega á þegar kemur að því að senda geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gæti endurvakið rannsóknir Trump gæti rift þeim samningum, þó það myndi koma verulega niður á Bandaríkjunum í heild. Samkvæmt New York Times stefndi í fyrra á að fyrirtæki Musks myndu fá þrjá milljarða dala vegna um hundrað samninga við sautján opinberar stofnanir. Trump gæti þar að auki hætt að standa í vegi rannsókna sem hófust gegn fyrirtækjum Musks og Musk sjálfum í stjórnartíð Joes Biden. Flestar þessar rannsóknir voru stöðvaðar þegar Trump tók við völdum. Þá gæti Trump látið hefja nýjar rannsóknir á Musk og meinta fíkniefnaneyslu hans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Musk öryggisheimild sem hægt væri að svipta hann og myndi það gera honum mjög erfitt að vinna áfram með yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum en í samtali við miðilinn í gærkvöldi sagði Trump að allt væri í himnalagi. Það sagði hann þegar hann var spurður um deiluna við Musk. Á meðan Musk fór hörðum orðum um umfangsmikið frumvarp sem er Trump mjög mikilvægt. Musk er verulega ósáttur við að frumvarpið er talið bæta verulega á skuldir bandaríska ríkisins á næstu árum en með frumvarpinu vill Trump ná fram mörgum af áherslumálum sínum. Ekki hefur verið einhugur um frumvarpið innan Repúblikanaflokksins og var það samþykkt með miklum naumindum í fulltrúadeildinni, með eins atkvæðis mun, eftir að þingmaður Demókrataflokksins lést. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í öldungadeildinni. Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa ráðlagt forsetanum að einbeita sér að því að koma greiða leið frumvarpsins í öldungadeildinni í stað þess að deilunnar við Musk. Á sama tíma eru þessir ráðgjafar, samkvæmt heimildum blaðamanna New York York Times úr innstu röðum Trumps, að undirbúa áframhaldandi deilur við Musk. Musk gaf til kynna undir lokin í gærkvöldi að hann hefði áhuga á friði. Hann dró í land með að hætta notkun Dragon-geimfaranna, sem notuð eru til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og sagði auðjöfurinn Bill Ackman ekki hafa rangt fyrir sér, þegar sá lagði til að Musk og Trump semdu um frið. Geta valdið hvorum öðrum miklum skaða Ekki liggur fyrir hvenær þetta símtal mun eiga sér stað en báðir menn geta valdið hinum töluverðum skaða og á það einnig við Repúblikanaflokkinn eins og hann leggur sinn. Musk varði til að mynda tæplega þrjú hundruð milljónum dala í aðstoð við Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni í fyrra og hefur heitið hundrað milljónum til viðbótar. Hann gæti haldið þeim peningum fyrir sig og notað þá til að grafa undan Trump. Auðjöfurinn gæti þar að auki beitt X (áður Twitter) gegn Trump. Þá er Musk mjög áhrifamikill þegar kemur að geimfyrirtækinu SpaceX, sem yfirvöld í Bandaríkjunum reiða sig verulega á þegar kemur að því að senda geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gæti endurvakið rannsóknir Trump gæti rift þeim samningum, þó það myndi koma verulega niður á Bandaríkjunum í heild. Samkvæmt New York Times stefndi í fyrra á að fyrirtæki Musks myndu fá þrjá milljarða dala vegna um hundrað samninga við sautján opinberar stofnanir. Trump gæti þar að auki hætt að standa í vegi rannsókna sem hófust gegn fyrirtækjum Musks og Musk sjálfum í stjórnartíð Joes Biden. Flestar þessar rannsóknir voru stöðvaðar þegar Trump tók við völdum. Þá gæti Trump látið hefja nýjar rannsóknir á Musk og meinta fíkniefnaneyslu hans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Musk öryggisheimild sem hægt væri að svipta hann og myndi það gera honum mjög erfitt að vinna áfram með yfirvöldum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira