Engin sátt í sjónmáli: Trump vill selja Tesluna Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 16:10 Trump keypti sér Teslu í mars, sem var hálfgerð stuðningsyfirlýsing við Musk. Nú vill hann selja bílinn. Getty/Andrew Harnik Sátt virðist ekki vera innan seilingar milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og auðkýfingsins Elons Musks. Trump er sagður ætla að selja nýja Tesla-bílinn sinn sem hann keypti einmitt til stuðnings Musk. Slitnað hefur úr vinasambandi Bandaríkjaforseta og Musks, eins og alþjóð varð vitni að í gær þegar þeir skutu föstum skotum að hvor öðrum, hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Musk, sem yfirgaf nýlega hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar (DOGE), hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og ýmsa Repúblikana sem studdu það en forðast að gagnrýna Trump með beinum hætti. Þar til í gær eftir að Trump kvaðst vonsvikinn út í Musk, sem lét síðan Trump heyra það á samfélagsmiðlinum X. Trump kallaði þá Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu sagt við fjölmiðla að þeir hygðust grafa stríðsöxina með símtali í dag, en New York Times greina nú frá því að ekkert slíkt símtal sé á dagskrá að sögn aðstoðarmanna. Miðillinn hefur enn fremur eftir ónafngreindum aðstoðarmanni forsetans að Trump hyggist selja rauðu Tesla-bifreiðina sína, sem hann keypti í mars einmitt til að sýna Musk stuðning meðan auðkýfingurinn sat undir mikilli gagnrýni vegna starfa DOGE. Möguleg sátt runnin út í sandinn? Í gærkvöldi voru blikur á lofti um að þeir vildu sættast. Trump hafði dregið til baka hótanir sínar um að hætta við rekstur Dragon-eldflaugar SpaceX, sem Nasa hefur haft afnot af undanfarin ár. Og þegar Bill Ackman auðkýfingur stakk upp á því á X í gær að mennirnir stilltu til friðar, „frábæru þjóð okkar til hagsbóta“, svaraði Musk: „Þú hefur ekki rangt fyrir þér.“ Deilur Musks við Trump gætu kostað auðkýfinginn mikið þar sem fyrirtæki hans, aðallega SpaceX, hafa grætt milljarða dala af samningum við stjórnvöld, sem Trump hótaði reyndar að slíta í gær. Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tesla Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Slitnað hefur úr vinasambandi Bandaríkjaforseta og Musks, eins og alþjóð varð vitni að í gær þegar þeir skutu föstum skotum að hvor öðrum, hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Musk, sem yfirgaf nýlega hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar (DOGE), hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og ýmsa Repúblikana sem studdu það en forðast að gagnrýna Trump með beinum hætti. Þar til í gær eftir að Trump kvaðst vonsvikinn út í Musk, sem lét síðan Trump heyra það á samfélagsmiðlinum X. Trump kallaði þá Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu sagt við fjölmiðla að þeir hygðust grafa stríðsöxina með símtali í dag, en New York Times greina nú frá því að ekkert slíkt símtal sé á dagskrá að sögn aðstoðarmanna. Miðillinn hefur enn fremur eftir ónafngreindum aðstoðarmanni forsetans að Trump hyggist selja rauðu Tesla-bifreiðina sína, sem hann keypti í mars einmitt til að sýna Musk stuðning meðan auðkýfingurinn sat undir mikilli gagnrýni vegna starfa DOGE. Möguleg sátt runnin út í sandinn? Í gærkvöldi voru blikur á lofti um að þeir vildu sættast. Trump hafði dregið til baka hótanir sínar um að hætta við rekstur Dragon-eldflaugar SpaceX, sem Nasa hefur haft afnot af undanfarin ár. Og þegar Bill Ackman auðkýfingur stakk upp á því á X í gær að mennirnir stilltu til friðar, „frábæru þjóð okkar til hagsbóta“, svaraði Musk: „Þú hefur ekki rangt fyrir þér.“ Deilur Musks við Trump gætu kostað auðkýfinginn mikið þar sem fyrirtæki hans, aðallega SpaceX, hafa grætt milljarða dala af samningum við stjórnvöld, sem Trump hótaði reyndar að slíta í gær.
Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tesla Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira