Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2025 11:00 Mótmælendur í Los Angeles í gær. AP/Jae C. Hong Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Í heildina voru 44 handteknir í að minnsta kosti þremur áhlaupum í LA en þeirra á meðal var forsvarsmaður stórs verkalýðsfélags í LA. Hann var sakaður um að reyna að hindra störf útsendara alríkisins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í einu áhlaupi hinna þungvopnuðu útsendara ICE í borginni í gær kom hópur fólks saman til að mótmæla störfum þeirra. fólkið umkringdi bíla ICE en útsendararnir köstuðu hvellsprengjum að fólkinu til að komast áfram. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils um áhlaupin í gær. Útsendarar ICE og annarra löggæslustofnanna hafa fjölgað áhlaupum sínum og handtökum víðsvegar um Bandaríkin að undanförnu. Markmiðið er verða við loforði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fjölga brottvísunum fólks sem ólöglega í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti einn þeirra sem handtekinn var í gær var sendur samdægurs til Mexíkó, án þess að hann fengi fyrst að tala máli sínu fyrir framan dómara. Stjórnarskrá Bandaríkjanna segir til um að allir eigi þann rétt í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Todd Lyons, yfirmaður ICE, varði aðferðir stofnunarinnar fyrr í vikunni og sagði þá að verið væri að handtaka um 1.600 manns á degi hverjum. Um væri að ræða hættulega glæpamenn. Útsendarar ICE og annarra stofnana á mótmælunum í gær.AP/Jae C. Hong Eftir áhlaup gærdagsins komu tugir mótmælenda saman fyrir utan húsið þar sem fólkinu var haldið. Mótmælendur kölluðu eftir því að fólkinu yrði sleppt og að útsendarar ICE færu úr borginni. LA Times segir að forsvarsmenn lögreglunnar í borginni hafi lýst því yfir að mótmælin væru ólögleg og í kjölfarið hafi útsendarar ICE og annarra alríkisstofnanna klæddir óreiðabúningum rekið fólkið á brott. Meðal annars hafi þeir notað piparúða og hvellsprengjur. Hér að neðan er frétt LA Times um mótmælin í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Í heildina voru 44 handteknir í að minnsta kosti þremur áhlaupum í LA en þeirra á meðal var forsvarsmaður stórs verkalýðsfélags í LA. Hann var sakaður um að reyna að hindra störf útsendara alríkisins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í einu áhlaupi hinna þungvopnuðu útsendara ICE í borginni í gær kom hópur fólks saman til að mótmæla störfum þeirra. fólkið umkringdi bíla ICE en útsendararnir köstuðu hvellsprengjum að fólkinu til að komast áfram. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils um áhlaupin í gær. Útsendarar ICE og annarra löggæslustofnanna hafa fjölgað áhlaupum sínum og handtökum víðsvegar um Bandaríkin að undanförnu. Markmiðið er verða við loforði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fjölga brottvísunum fólks sem ólöglega í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti einn þeirra sem handtekinn var í gær var sendur samdægurs til Mexíkó, án þess að hann fengi fyrst að tala máli sínu fyrir framan dómara. Stjórnarskrá Bandaríkjanna segir til um að allir eigi þann rétt í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Todd Lyons, yfirmaður ICE, varði aðferðir stofnunarinnar fyrr í vikunni og sagði þá að verið væri að handtaka um 1.600 manns á degi hverjum. Um væri að ræða hættulega glæpamenn. Útsendarar ICE og annarra stofnana á mótmælunum í gær.AP/Jae C. Hong Eftir áhlaup gærdagsins komu tugir mótmælenda saman fyrir utan húsið þar sem fólkinu var haldið. Mótmælendur kölluðu eftir því að fólkinu yrði sleppt og að útsendarar ICE færu úr borginni. LA Times segir að forsvarsmenn lögreglunnar í borginni hafi lýst því yfir að mótmælin væru ólögleg og í kjölfarið hafi útsendarar ICE og annarra alríkisstofnanna klæddir óreiðabúningum rekið fólkið á brott. Meðal annars hafi þeir notað piparúða og hvellsprengjur. Hér að neðan er frétt LA Times um mótmælin í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22