Newsom ætlar að kæra Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 15:51 Gavin Newsom ríkisstjóri segir Trump setja olíu á eld mótmælanna með framgöngu sinni. Getty/Justin Sullivan Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ Mótmæli hafa staðið yfir í Los Angeles frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) sem fór í fleiri rassíur um borgina og handtók fjölda fólks án tilefnis. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðliða, gegn óskum Newsom, undir því yfirskyni að hætta væri á allsherjaruppreisn. Fulltrúar valdstjórnarinnar hafa beitt bæði gúmmíkúlum og táragasi gegn mótmælendum og særðu meðal annarra ástralska fréttakonu í beinni útsendingu. Kveikt var í bílum í nótt og á sjötta tug mótmælenda hafa verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Lögreglan í Los Angeles hefur lýst því yfir að mótmælin séu „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð.“ Í færslu sem Newsom ríkisstjóri birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að þetta sé nákvæmlega það sem Trump vilji, hann hafi sett olíu á eldinn og hafi með ólögmætum hætti þjóðnýtt þjóðvarðlið Kaliforníu í þágu landsstjórnarinnar. This is exactly what Donald Trump wanted.He flamed the fires and illegally acted to federalize the National Guard.The order he signed doesn’t just apply to CA.It will allow him to go into ANY STATE and do the same thing.We’re suing him.pic.twitter.com/O3RAGlp2zo— Gavin Newsom (@GavinNewsom) June 9, 2025 Forsetatilskipunin sem hann undirritaði til að fá sínu fram varði ekki aðeins Kaliforníu heldur geri honum kleift að beita þessu valdi í hvaða ríki Bandaríkjanna sem er. Hann segist munu stefna Trump. Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, hefur beðið Trump um að afturkalla þjóðvarðliðið. Hún segir Trump stigmagna átökin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Mótmæli hafa staðið yfir í Los Angeles frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) sem fór í fleiri rassíur um borgina og handtók fjölda fólks án tilefnis. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðliða, gegn óskum Newsom, undir því yfirskyni að hætta væri á allsherjaruppreisn. Fulltrúar valdstjórnarinnar hafa beitt bæði gúmmíkúlum og táragasi gegn mótmælendum og særðu meðal annarra ástralska fréttakonu í beinni útsendingu. Kveikt var í bílum í nótt og á sjötta tug mótmælenda hafa verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Lögreglan í Los Angeles hefur lýst því yfir að mótmælin séu „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð.“ Í færslu sem Newsom ríkisstjóri birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að þetta sé nákvæmlega það sem Trump vilji, hann hafi sett olíu á eldinn og hafi með ólögmætum hætti þjóðnýtt þjóðvarðlið Kaliforníu í þágu landsstjórnarinnar. This is exactly what Donald Trump wanted.He flamed the fires and illegally acted to federalize the National Guard.The order he signed doesn’t just apply to CA.It will allow him to go into ANY STATE and do the same thing.We’re suing him.pic.twitter.com/O3RAGlp2zo— Gavin Newsom (@GavinNewsom) June 9, 2025 Forsetatilskipunin sem hann undirritaði til að fá sínu fram varði ekki aðeins Kaliforníu heldur geri honum kleift að beita þessu valdi í hvaða ríki Bandaríkjanna sem er. Hann segist munu stefna Trump. Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, hefur beðið Trump um að afturkalla þjóðvarðliðið. Hún segir Trump stigmagna átökin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58
Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00