Átti ekki að klára dæmið í geðheilbrigðismálum? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2025 11:02 Síðustu ár hefur verið ákveðin vitundarvakning hvað geðheilbrigðismál varðar, sem er af hinu góða. Þessi mál eru minna tabú en áður og ungir sem aldnir eru meðvitaðir um mikilvægi þessa málaflokks. Nauðsynlegt er að fólk hafi aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og geti leitað sér aðstoðar sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar á reynir. Verkefni eins og Bergið Headspace, Píeta samtökin og Geðhjálp eru mikilvæg og forgangsraða ætti fjármunum í álíka verkefni. Ungt fólk í dag finnur fyrir meira álagi en áður og það brýst oftar en ekki út í erfiðri hegðun sem er alvarlegt. Við höfum séð þetta ítrekað núna síðustu misserin sem er miður. Sálfræðingar eru í meira mæli aðgengilegir á heilsugæslustöðvum hringinn í kringum landið og fjarheilbrigðisþjónusta er notuð í meira mæli sem er jákvæð þróun. Kosningamál eða hvað? Árið 2020 samþykkti Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og unnið hefur verið að því. Viðreisn gerði niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að kosningamáli og fullyrti, að ef þau kæmust í ríkisstjórn þá yrði niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu eitt af þeirra fyrstu verkum. Formaður Viðreisnar notaði orðalagið „að klára dæmið” en þetta dæmi stendur enn óklárað. Tekið er fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að auka eigi aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, sem er göfugt markmið. Ekki er talað skýrt um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun og engar vísbendingar eru um framgang þessa forgangsmáls hjá Viðreisn. Þann 26. maí sl. felldu sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu kjarasamning í annað sinn á árinu. Sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu haldast stutt í vinnu sökum þess hversu slök kjör eru í boði og starfa frekar sjálfstætt eða hjá sveitarfélögum. Biðlistar lengjast og sálfræðingar standa samningslausir út í kuldanum. Sömu biðlistar og Viðreisn talaði ítrekað um í kosningabaráttunni að stytta. Hveitibrauðsdögunum lokið Núna er hveitibrauðsdögum ríkistjórnarinna lokið og þarf verkstjórnin að fara standa við stóru orðin. Má búast við einhverjum aðgerðum í málaflokknum frá þessari ríkisstjórn? Munu íbúar þessa lands geta fengið niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu eins og lofað var og sett í forgang hér af flokki í ríkisstjórn? Ætli ráðherrar Viðreisnar eigi sér ekki viðreisnar von? Höfundur er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Geðheilbrigði Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur verið ákveðin vitundarvakning hvað geðheilbrigðismál varðar, sem er af hinu góða. Þessi mál eru minna tabú en áður og ungir sem aldnir eru meðvitaðir um mikilvægi þessa málaflokks. Nauðsynlegt er að fólk hafi aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og geti leitað sér aðstoðar sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar á reynir. Verkefni eins og Bergið Headspace, Píeta samtökin og Geðhjálp eru mikilvæg og forgangsraða ætti fjármunum í álíka verkefni. Ungt fólk í dag finnur fyrir meira álagi en áður og það brýst oftar en ekki út í erfiðri hegðun sem er alvarlegt. Við höfum séð þetta ítrekað núna síðustu misserin sem er miður. Sálfræðingar eru í meira mæli aðgengilegir á heilsugæslustöðvum hringinn í kringum landið og fjarheilbrigðisþjónusta er notuð í meira mæli sem er jákvæð þróun. Kosningamál eða hvað? Árið 2020 samþykkti Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og unnið hefur verið að því. Viðreisn gerði niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að kosningamáli og fullyrti, að ef þau kæmust í ríkisstjórn þá yrði niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu eitt af þeirra fyrstu verkum. Formaður Viðreisnar notaði orðalagið „að klára dæmið” en þetta dæmi stendur enn óklárað. Tekið er fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að auka eigi aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, sem er göfugt markmið. Ekki er talað skýrt um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun og engar vísbendingar eru um framgang þessa forgangsmáls hjá Viðreisn. Þann 26. maí sl. felldu sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu kjarasamning í annað sinn á árinu. Sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu haldast stutt í vinnu sökum þess hversu slök kjör eru í boði og starfa frekar sjálfstætt eða hjá sveitarfélögum. Biðlistar lengjast og sálfræðingar standa samningslausir út í kuldanum. Sömu biðlistar og Viðreisn talaði ítrekað um í kosningabaráttunni að stytta. Hveitibrauðsdögunum lokið Núna er hveitibrauðsdögum ríkistjórnarinna lokið og þarf verkstjórnin að fara standa við stóru orðin. Má búast við einhverjum aðgerðum í málaflokknum frá þessari ríkisstjórn? Munu íbúar þessa lands geta fengið niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu eins og lofað var og sett í forgang hér af flokki í ríkisstjórn? Ætli ráðherrar Viðreisnar eigi sér ekki viðreisnar von? Höfundur er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun