Forsætisráðherra Spánar biður þjóðina afsökunar á spillingarmáli Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 16:02 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, á ekki sjö dagana sæla. Einn nánasti bandamaður hans er nú sakaður um mútuþægni. AP/Ng Han Guan Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, bað spænsku þjóðina afsökunar vegna náins ráðgjafa sem er grunaður um aðild að mútumáli. Nokkrir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Sánchez eru taldir bendlaðir við spillingarmálið. Hæstiréttur Spánar sagði í gær að Santos Cerdán, þingmaður Sósíalistaflokks Sánchez og náinn ráðgjafi forsætisráðherrans, væri grunaður um þátttöku í mútugreiðslum í skiptum fyrir ríkissamninga. Cerdán sagði af sér í gær en hann var þriðji hæst setti stjórnandi flokksins, að sögn AP-fréttastofunnar. Sánchez, sem hefur verið plagaður af spillingarásökunum á hendur samflokksmanna og fjölskyldu síðustu misseri, bar sig aumlega þegar hann kom fram á blaðamannafundi síðar um daginn. „Ég vil biðja almenning afsökunar vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og ég sem leiðtogi hans hefði ekki átt að treysta honum,“ sagði Sánchez um Cerdán. Málið væri honum mikil persónuleg vonbrigði enda hefði hann þekkt og unnið náið með Cerdán frá 2011. Sjálfur hefði hann aðeins frétt af ásökunum á hendur honum fyrr um daginn. Cerdán heldur fram sakleysi sínu en sagði af sér þingmennsku og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Útilokaði Sánchez að málið felldi minnihlutastjórn hans og bandalags vinstriflokka. Hann ætlar hins vegar að láta fara fram óháða endurskoðun á fjármálum Sósíalistaflokksins vegna ásakananna á hendur Cerdán og öðrum flokksmönnum. Hvert vandræðamálið rekur annað Rúmt ár er liðið frá því að Sánchez tók sé fimm daga leyfir frá embættisstörfum til þess að íhuga stöðu sína eftir að eiginkona hans, var sökuð um að notfæra sér stöðu sína sem eiginkona forsætisráðherra til þess að fá bakhjarla til þess að styrkja meistaranámsbraut sem hún hafði umsjón með. Á endanum kaus Sánchez að segja ekki af sér. Sakaði hann fjölmiðla sem eru hliðhollir hægriflokkum um ófrægingarherferð gegn sér. Nú er ríkissaksóknari Spánar einnig sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum úr skattsvikamáli sem tengist kærasta Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar sjálfstjórnarhéraðs Madridar, og einn helsta pólitíska keppinaut Sánchez. Hægriflokkarnir hafa nýtt sér spillingarásakanirnar á hendur ríkisstjórn Sánchez. Lýðflokkurinn stóð fyrir mótmælum gegn stjórninni um síðustu helgi sem tugir þúsunda manna sóttu undir yfirskriftinni „mafía eða lýðræði“. Það er þó ef til vill ekki úr háum söðli að falla fyrir Lýðflokkinn. Hundruð starfsmanna flokksins voru bendlaðir við eitt umfangsmesta spillingarmál sem komið hefur upp í Evrópu. Þeir voru meðal annars sakaðir um mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Flokkurinn sjálfur og tugir starfsmanna hans voru sakfelldir vegna svonefnds Gürtel-máls árið 2018. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira
Hæstiréttur Spánar sagði í gær að Santos Cerdán, þingmaður Sósíalistaflokks Sánchez og náinn ráðgjafi forsætisráðherrans, væri grunaður um þátttöku í mútugreiðslum í skiptum fyrir ríkissamninga. Cerdán sagði af sér í gær en hann var þriðji hæst setti stjórnandi flokksins, að sögn AP-fréttastofunnar. Sánchez, sem hefur verið plagaður af spillingarásökunum á hendur samflokksmanna og fjölskyldu síðustu misseri, bar sig aumlega þegar hann kom fram á blaðamannafundi síðar um daginn. „Ég vil biðja almenning afsökunar vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og ég sem leiðtogi hans hefði ekki átt að treysta honum,“ sagði Sánchez um Cerdán. Málið væri honum mikil persónuleg vonbrigði enda hefði hann þekkt og unnið náið með Cerdán frá 2011. Sjálfur hefði hann aðeins frétt af ásökunum á hendur honum fyrr um daginn. Cerdán heldur fram sakleysi sínu en sagði af sér þingmennsku og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Útilokaði Sánchez að málið felldi minnihlutastjórn hans og bandalags vinstriflokka. Hann ætlar hins vegar að láta fara fram óháða endurskoðun á fjármálum Sósíalistaflokksins vegna ásakananna á hendur Cerdán og öðrum flokksmönnum. Hvert vandræðamálið rekur annað Rúmt ár er liðið frá því að Sánchez tók sé fimm daga leyfir frá embættisstörfum til þess að íhuga stöðu sína eftir að eiginkona hans, var sökuð um að notfæra sér stöðu sína sem eiginkona forsætisráðherra til þess að fá bakhjarla til þess að styrkja meistaranámsbraut sem hún hafði umsjón með. Á endanum kaus Sánchez að segja ekki af sér. Sakaði hann fjölmiðla sem eru hliðhollir hægriflokkum um ófrægingarherferð gegn sér. Nú er ríkissaksóknari Spánar einnig sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum úr skattsvikamáli sem tengist kærasta Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar sjálfstjórnarhéraðs Madridar, og einn helsta pólitíska keppinaut Sánchez. Hægriflokkarnir hafa nýtt sér spillingarásakanirnar á hendur ríkisstjórn Sánchez. Lýðflokkurinn stóð fyrir mótmælum gegn stjórninni um síðustu helgi sem tugir þúsunda manna sóttu undir yfirskriftinni „mafía eða lýðræði“. Það er þó ef til vill ekki úr háum söðli að falla fyrir Lýðflokkinn. Hundruð starfsmanna flokksins voru bendlaðir við eitt umfangsmesta spillingarmál sem komið hefur upp í Evrópu. Þeir voru meðal annars sakaðir um mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Flokkurinn sjálfur og tugir starfsmanna hans voru sakfelldir vegna svonefnds Gürtel-máls árið 2018.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira