Gerðu árás á sjónvarpshúsið í miðri útsendingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2025 16:30 IRIB er eini starfandi fjölmiðillinn í Íran. X Aukin harka hefur færst í loftárásir Ísraela og Írana á víxl í dag. Ísraelsher hefur gert árás á höfuðstöðvar ríkisútvarpsins í Tehran, nokkrum klukkustundum eftir að varnarmálaráðherra Ísrael boðaði „hvarf“ ríkismiðilsins. Fréttakona IRIB virðist hafa verið að flytja fréttir af loftárásunum þegar hár hvellur heyrist og brot úr byggingunni hrynur úr loftinu. Í framhaldinu sést hún yfirgefa myndverið. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. BREAKING: The moment of the attack on IRIB (Iran State Broadcaster) pic.twitter.com/CVU26HHFub— Faytuks Network (@FaytuksNetwork) June 16, 2025 Ísraelsher hafði fyrr um daginn ráðlagt Írönum að rýma á nokkrum svæðum í höfuðborginni Tehran vegna þess að þar væru hernaðarinnviðir sem herinn hygðist gera að skotmörkum. Innan þess svæðis eru höfuðstöðvar IRIB staðsettar. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í tilkynningu skömmu síðar að „málpípa áróðurs og undirróðurs“ hyrfi innan skamms. Síðar í dag staðfesti hann árás Ísraelshers á höfuðstöðvarnar, samkvæmt umfjöllun BBC. Hófu útsendingar á ný Times of Israel greinir frá því að sjónvarpsútsendingar IRIB séu hafnar á ný og hefur eftir Hassan Abedini embættismanni miðilsins að Ísraelsher muni ekki lækka í þeim rostann. „Ríkisstjórnin virðist ekki vita að raddir íslömsku byltingarinnar munu áfram heyrast og að stök hernaðaraðgerð mun ekki þagga niður í stórveldinu Íran,“ hefur miðillinn eftir Abedini. Samkvæmt fréttum IRIB gerði Ísraelsher loftárásir á sjúkrahús í vesturhluta Íran. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íran hafa minnst 224 verið drepnir í árásum Ísraela á landið síðan á föstudaginn. Fréttaflutningur af atburðunum frá Íran hefur verið af skornum skammti þar sem fjölmiðlafrelsi þar í landi er takmarkað. Blaðamönnum breska ríkisútvarpsins hefur til að mynda ekki verið hleypt inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Að sögn almannavarna Ísrael voru fimm drepnir og tugir særðir í eldflaugaárásum Írana á Ísrael í nótt. Í gær drápu Ísraelar yfirmann leyniþjónustu íranska hersins og munu árásirnar á Ísrael í nótt hafa verið gerðar í hefndarskyni við þá árás. Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Fréttakona IRIB virðist hafa verið að flytja fréttir af loftárásunum þegar hár hvellur heyrist og brot úr byggingunni hrynur úr loftinu. Í framhaldinu sést hún yfirgefa myndverið. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. BREAKING: The moment of the attack on IRIB (Iran State Broadcaster) pic.twitter.com/CVU26HHFub— Faytuks Network (@FaytuksNetwork) June 16, 2025 Ísraelsher hafði fyrr um daginn ráðlagt Írönum að rýma á nokkrum svæðum í höfuðborginni Tehran vegna þess að þar væru hernaðarinnviðir sem herinn hygðist gera að skotmörkum. Innan þess svæðis eru höfuðstöðvar IRIB staðsettar. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í tilkynningu skömmu síðar að „málpípa áróðurs og undirróðurs“ hyrfi innan skamms. Síðar í dag staðfesti hann árás Ísraelshers á höfuðstöðvarnar, samkvæmt umfjöllun BBC. Hófu útsendingar á ný Times of Israel greinir frá því að sjónvarpsútsendingar IRIB séu hafnar á ný og hefur eftir Hassan Abedini embættismanni miðilsins að Ísraelsher muni ekki lækka í þeim rostann. „Ríkisstjórnin virðist ekki vita að raddir íslömsku byltingarinnar munu áfram heyrast og að stök hernaðaraðgerð mun ekki þagga niður í stórveldinu Íran,“ hefur miðillinn eftir Abedini. Samkvæmt fréttum IRIB gerði Ísraelsher loftárásir á sjúkrahús í vesturhluta Íran. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íran hafa minnst 224 verið drepnir í árásum Ísraela á landið síðan á föstudaginn. Fréttaflutningur af atburðunum frá Íran hefur verið af skornum skammti þar sem fjölmiðlafrelsi þar í landi er takmarkað. Blaðamönnum breska ríkisútvarpsins hefur til að mynda ekki verið hleypt inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Að sögn almannavarna Ísrael voru fimm drepnir og tugir særðir í eldflaugaárásum Írana á Ísrael í nótt. Í gær drápu Ísraelar yfirmann leyniþjónustu íranska hersins og munu árásirnar á Ísrael í nótt hafa verið gerðar í hefndarskyni við þá árás.
Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira