Ætlaði að myrða tvo þingmenn til viðbótar Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2025 20:15 Fjölmörg skotvopn fundurst í bíl Boelter. AP/George Walker IV Maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að myrða einn ríkisþingmann í Minnesota í Bandaríkjunum og særa annan, ætlaði sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Vance Boelter, sem stendur frammi fyrir mögulegum dauðadómi, fór heim til tveggja annarra þingmanna á laugardaginn en annar þeirra var í fríi og Boelter flúði frá hinu heimilinu vegna lögregluþjóna sem voru þar á ferðinni. Tilkynnt var í dag að Boelter, sem er 57 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir alríkisbrot eins og morð og aðra glæpi og er það til viðbótar við ákærur saksóknara í Minnesota. Verði hann fundinn sekur fyrir alríkisbrotin stendur Boelter frammi fyrir dauðadómi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknarar opinberuðu einnig í dag að Boelter hafi ætlað sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Ekki var þó gefið upp um hvaða Demókrata væri að ræða en ein þingkona segir að henni hafi verið sagt að maðurinn hafi lagt bíl sínum nærri heimili hennar en að skjót viðbrögð lögreglu hafi bjargað lífi hennar. Kort sem sýnir staðina sem Boelter fór á og hvenær.AP Fór á fjóra staði Aðfaranótt laugardags fór Boelter, dulbúinn sem lögregluþjónn, heim til þingmannsins John A. Hoffman og skaut hann og eiginkonu hans Yvette. Bæði lifðu þó af en eru þungt haldin á sjúkrahúsi. Í gögnum lögreglu segir að hann hafi bankað og kallað: „Þetta er lögreglan“. Hjónin sáu þó að hann var með grímu og reyndi Hoffman að ýta honum út um dyrnar. Þá skaut Boelter hann og eiginkonu hans bæði margsinnis og flúði af vettvangi. Dóttir þeirra hringdi á lögregluna. Því næst fór Boelter heim til annars Demókrata en sá var ekki heima. Þá fór hann til enn eins embættismannsins en þurfti frá að hverfa vegna lögregluþjóna sem voru á ferðinni, vegna banatilræðisins gegn Hoffman. Vance Boelter er 57 ára gamall.AP/Lögreglustjóri Hennepinsýslu Eftir það fór hann heim til Melissu Horman, ríkisþingmann Demókrata, og skaut hana og eiginmann hennar til bana. Þegar lögregluþjóna bar að garði sáu þeir Boelter skjóta Mark Hortman inn um opnar dyr á húsi þeirra. Lögregluþjónarnir skiptust á skotum við Boelter og flúið hann inn í húsið. Þar inni fundu lögregluþjónar svo Melissu Hortman látna og Boelter hafði einnig skotið hund þeirra hjóna. Boelter flúði af vettvangi en var handtekinn seint um sunnudagskvöld. Ekkert skýrt tilefni Boelter átti nokkrar stílabækur sem hann hafði notað til að skipuleggja ódæði sín og virðist sem undirbúningurinn hafi staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Hins vegar segja saksóknarar að meðal skrifa hans megi ekki finna skýrt tilefni fyrir morðum hans og morðtilraunum. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Áður og eftir hann hóf ódæði sín sendi Boelter skilaboð til vina og fjölskyldu sinnar þar sem hann gaf til kynna að hann myndi deyja. Í einum slíkum skilaboðum sem hann sendi til fjölskyldu sinnar eftir að hann skaut þingkonuna og mann hennar til bana skrifaði hann: „Pabbi fór í stríð í nótt.“ Þá sagðist hann ekki vilja skrifa meira svo hann kæmi engum í vandræði. Þá mun hann, samkvæmt lögreglunni, hafa sent skilaboð á eiginkonu sína þar sem hann baðst afsökunar og sagði að „vopnaðir og skotglaðir“ menn myndu koma heim til þeirra og þau ættu að fara úr húsinu. Lögregluþjónar fundu eiginkonu hans og börn síðar í bíl. Hún var með tvær skammbyssur, um tíu þúsund dali í reiðufé og vegabréf barnanna með sér. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19 Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14 Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Boelter, sem er 57 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir alríkisbrot eins og morð og aðra glæpi og er það til viðbótar við ákærur saksóknara í Minnesota. Verði hann fundinn sekur fyrir alríkisbrotin stendur Boelter frammi fyrir dauðadómi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknarar opinberuðu einnig í dag að Boelter hafi ætlað sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Ekki var þó gefið upp um hvaða Demókrata væri að ræða en ein þingkona segir að henni hafi verið sagt að maðurinn hafi lagt bíl sínum nærri heimili hennar en að skjót viðbrögð lögreglu hafi bjargað lífi hennar. Kort sem sýnir staðina sem Boelter fór á og hvenær.AP Fór á fjóra staði Aðfaranótt laugardags fór Boelter, dulbúinn sem lögregluþjónn, heim til þingmannsins John A. Hoffman og skaut hann og eiginkonu hans Yvette. Bæði lifðu þó af en eru þungt haldin á sjúkrahúsi. Í gögnum lögreglu segir að hann hafi bankað og kallað: „Þetta er lögreglan“. Hjónin sáu þó að hann var með grímu og reyndi Hoffman að ýta honum út um dyrnar. Þá skaut Boelter hann og eiginkonu hans bæði margsinnis og flúði af vettvangi. Dóttir þeirra hringdi á lögregluna. Því næst fór Boelter heim til annars Demókrata en sá var ekki heima. Þá fór hann til enn eins embættismannsins en þurfti frá að hverfa vegna lögregluþjóna sem voru á ferðinni, vegna banatilræðisins gegn Hoffman. Vance Boelter er 57 ára gamall.AP/Lögreglustjóri Hennepinsýslu Eftir það fór hann heim til Melissu Horman, ríkisþingmann Demókrata, og skaut hana og eiginmann hennar til bana. Þegar lögregluþjóna bar að garði sáu þeir Boelter skjóta Mark Hortman inn um opnar dyr á húsi þeirra. Lögregluþjónarnir skiptust á skotum við Boelter og flúið hann inn í húsið. Þar inni fundu lögregluþjónar svo Melissu Hortman látna og Boelter hafði einnig skotið hund þeirra hjóna. Boelter flúði af vettvangi en var handtekinn seint um sunnudagskvöld. Ekkert skýrt tilefni Boelter átti nokkrar stílabækur sem hann hafði notað til að skipuleggja ódæði sín og virðist sem undirbúningurinn hafi staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Hins vegar segja saksóknarar að meðal skrifa hans megi ekki finna skýrt tilefni fyrir morðum hans og morðtilraunum. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Áður og eftir hann hóf ódæði sín sendi Boelter skilaboð til vina og fjölskyldu sinnar þar sem hann gaf til kynna að hann myndi deyja. Í einum slíkum skilaboðum sem hann sendi til fjölskyldu sinnar eftir að hann skaut þingkonuna og mann hennar til bana skrifaði hann: „Pabbi fór í stríð í nótt.“ Þá sagðist hann ekki vilja skrifa meira svo hann kæmi engum í vandræði. Þá mun hann, samkvæmt lögreglunni, hafa sent skilaboð á eiginkonu sína þar sem hann baðst afsökunar og sagði að „vopnaðir og skotglaðir“ menn myndu koma heim til þeirra og þau ættu að fara úr húsinu. Lögregluþjónar fundu eiginkonu hans og börn síðar í bíl. Hún var með tvær skammbyssur, um tíu þúsund dali í reiðufé og vegabréf barnanna með sér.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19 Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14 Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19
Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14
Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47