Rekja rafmagnsleysið á Íberíuskaga til mistaka orkufyrirtækja Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 12:44 Strætisvagni ekið eftir dimmu stræti í Madrid í rafmagnsleysinu 28. apríl. AP/Manu Fernández Rafmagnsleysið sem lamaði Íberíuskaga í apríl má rekja til mistaka sem gerðu það að verkum að flutningskerfið réði ekki við skyndilegan spennuhnykk. Í opinberri skýrslu stjórnvalda er útilokað að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu. Samgöngur og fjarskipti lömuðust með gríðarlegum röskunum fyrir daglegt líf á bæði Spáni og í Portúgal 28. apríl. Raforkukerfið hrundi þegar um fimmtán gígavött raforku duttu skyndilega út, um sextíu prósent af heildarframleiðslunni. Rafmagn komst ekki aftur á fyrr en snemma daginn eftir. Í skýrslu sem spænsk stjórnvöld létu vinna og var birt í gær kemur fram að tæknilega og skipulagsleg mistök hjá opinbera landsnetinu Red Eléctrica hafi leitt til þess að flutningskerfið var ekki í stakk búið að takast á við skyndilega spennuaukningu. Fyrirtækið hefði misreiknað hversu mikla orkuframleiðslu þyrfti þann daginn. Ábyrgðin lægi einnig hjá einkareknum orkuverum sem gerðu ekki sitt í að jafna út sveifluna. Spennuaukningin sló út flutningskerfinu á Suður-Spáni fyrst en síðan hafi það haft keðjuverkunaráhrif í för með sér sem enduðu með því að allur Íberíuskaginn var án rafmagns. Á meðal mistaka Red Eléctrica sagði Sara Aagesen, umskiptaráðherra Spánar, að hafa ekki fundið staðgengil fyrir orkuver sem átti að jafna út sveiflur í raforkukerfinu. Þá hefði verið slökkt á einkareknum orkuverum þegar sveiflurnar hófust sem hefðu getað nýst til þess að jafna þær út. Hafna því að hafa gert mistök Red Eléctrica vísar niðurstöðum úttektarinnar á bug. Concha Sánchez, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að innanhússrannsókn þess hafi leitt í ljós frávik í því þegar orkuver voru aftengd kerfinu jafnvel þótt að spenna á því væri innan löglegra marka. Þá hefði eftirspurn eftir orku frá samgöngukerfinu aukist óvanalega. Sánchez sagði að gert hefði verið ráð fyrir nægilegu svigrúmi til þess að jafna út sveiflur í kerfinu. Hefðu orkuverin staðið sína plikt hefði rafmagnsleysið aldrei orðið. Fyrirtækið ætlar að birta sína eigin úttekt á því á næstunni, að því er segir í frétt Reuters. Engar vísbendingar fundust um að tölvuárás hefði verið gerð á raforkukerfi landanna tveggja. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Samgöngur og fjarskipti lömuðust með gríðarlegum röskunum fyrir daglegt líf á bæði Spáni og í Portúgal 28. apríl. Raforkukerfið hrundi þegar um fimmtán gígavött raforku duttu skyndilega út, um sextíu prósent af heildarframleiðslunni. Rafmagn komst ekki aftur á fyrr en snemma daginn eftir. Í skýrslu sem spænsk stjórnvöld létu vinna og var birt í gær kemur fram að tæknilega og skipulagsleg mistök hjá opinbera landsnetinu Red Eléctrica hafi leitt til þess að flutningskerfið var ekki í stakk búið að takast á við skyndilega spennuaukningu. Fyrirtækið hefði misreiknað hversu mikla orkuframleiðslu þyrfti þann daginn. Ábyrgðin lægi einnig hjá einkareknum orkuverum sem gerðu ekki sitt í að jafna út sveifluna. Spennuaukningin sló út flutningskerfinu á Suður-Spáni fyrst en síðan hafi það haft keðjuverkunaráhrif í för með sér sem enduðu með því að allur Íberíuskaginn var án rafmagns. Á meðal mistaka Red Eléctrica sagði Sara Aagesen, umskiptaráðherra Spánar, að hafa ekki fundið staðgengil fyrir orkuver sem átti að jafna út sveiflur í raforkukerfinu. Þá hefði verið slökkt á einkareknum orkuverum þegar sveiflurnar hófust sem hefðu getað nýst til þess að jafna þær út. Hafna því að hafa gert mistök Red Eléctrica vísar niðurstöðum úttektarinnar á bug. Concha Sánchez, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að innanhússrannsókn þess hafi leitt í ljós frávik í því þegar orkuver voru aftengd kerfinu jafnvel þótt að spenna á því væri innan löglegra marka. Þá hefði eftirspurn eftir orku frá samgöngukerfinu aukist óvanalega. Sánchez sagði að gert hefði verið ráð fyrir nægilegu svigrúmi til þess að jafna út sveiflur í kerfinu. Hefðu orkuverin staðið sína plikt hefði rafmagnsleysið aldrei orðið. Fyrirtækið ætlar að birta sína eigin úttekt á því á næstunni, að því er segir í frétt Reuters. Engar vísbendingar fundust um að tölvuárás hefði verið gerð á raforkukerfi landanna tveggja.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37
Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12