Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2025 06:50 Íbúar í Tel Avív leita skjóls á lestarstöð á meðan loftárásir Írana héldu áfram. Vísir/EPA Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. Um þúsund rúm eru á spítalanum en hann þjónar um milljón manns í Beersheba, í suðurhluta Ísrael. Í yfirlýsingu frá spítalanum kemur fram að hluti hans sé skemmdur og að á bráðamóttöku væri verið að hlúa að fólki með minni háttar meiðsl. Ekki er tekið við nýjum sjúklingum á meðan en fjölmargir spítalar í Ísrael virkjuðu neyðarplan sín síðustu vikuna og breyttu bílastæðum neðanjarðar í spítalagólf og færðu sjúklinga neðar í húsin, sérstaklega þá sem eru í öndunarvélum og eiga erfitt með að fara hratt um. Íran skaut einnig á íbúðablokk í Tel Avív og fleiri staði í Ísrael í nótt. Í það minnsta 40 særðust í árásinni samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum í Ísrael. Fjallað er um það á vef AP að Íran hafi skotið hundruðum dróna og eldflauga að Ísrael en að flest þeirra séu skotin niður af loftvarnarkerfi þeirra. Gervihnattamynd sem er tekin 14. júní áþ þessu ári af kjarnorkustöðinni Arak. Myndin er tekin af Maxar Technologies.Vísir/EPA Ísrael hélt áfram á sama tíma árásum sínum á Íran og lagði áherslu á ýmsar hernaðarlegar staðsetningar og staðsetningar sem tengjast kjarnorkuvopnastöðvum þeirra og framleiðslu, eins og Arak. Kjarnorkustöðin er staðsett í um 250 kílómetra fjarlægð frá Teheran. Í frétt AP segir að í sjónvarpsfréttum í Íran hafi verið fjallað um árás á Arak og að það væri engin hætta á geislun. Fréttamaður sem hafi verið í beinni frá Khondab, nærliggjandi bæ, sagði að kjarnorkustöðin hefði verið rýmd og að engar skemmdir væru á svæðunum í kring. Ísrael hefur varað við því að þeir muni ráðast á stöðina og hvatti almenning til að fara frá svæðinu. Árásir Ísraela hafa beinst að svæðum þar sem Íranir eru að auðga úran og vinna með kjarnorku. Þungavatnsofninn Arak er notaður til að kæla kjarnorkuvopn en framleiðir plútón sem getur einnig verið notað til að framleiða kjarnorkuvopn. Árásir í Ísrael og Íran hafa staðið í rúma viku núna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Um þúsund rúm eru á spítalanum en hann þjónar um milljón manns í Beersheba, í suðurhluta Ísrael. Í yfirlýsingu frá spítalanum kemur fram að hluti hans sé skemmdur og að á bráðamóttöku væri verið að hlúa að fólki með minni háttar meiðsl. Ekki er tekið við nýjum sjúklingum á meðan en fjölmargir spítalar í Ísrael virkjuðu neyðarplan sín síðustu vikuna og breyttu bílastæðum neðanjarðar í spítalagólf og færðu sjúklinga neðar í húsin, sérstaklega þá sem eru í öndunarvélum og eiga erfitt með að fara hratt um. Íran skaut einnig á íbúðablokk í Tel Avív og fleiri staði í Ísrael í nótt. Í það minnsta 40 særðust í árásinni samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum í Ísrael. Fjallað er um það á vef AP að Íran hafi skotið hundruðum dróna og eldflauga að Ísrael en að flest þeirra séu skotin niður af loftvarnarkerfi þeirra. Gervihnattamynd sem er tekin 14. júní áþ þessu ári af kjarnorkustöðinni Arak. Myndin er tekin af Maxar Technologies.Vísir/EPA Ísrael hélt áfram á sama tíma árásum sínum á Íran og lagði áherslu á ýmsar hernaðarlegar staðsetningar og staðsetningar sem tengjast kjarnorkuvopnastöðvum þeirra og framleiðslu, eins og Arak. Kjarnorkustöðin er staðsett í um 250 kílómetra fjarlægð frá Teheran. Í frétt AP segir að í sjónvarpsfréttum í Íran hafi verið fjallað um árás á Arak og að það væri engin hætta á geislun. Fréttamaður sem hafi verið í beinni frá Khondab, nærliggjandi bæ, sagði að kjarnorkustöðin hefði verið rýmd og að engar skemmdir væru á svæðunum í kring. Ísrael hefur varað við því að þeir muni ráðast á stöðina og hvatti almenning til að fara frá svæðinu. Árásir Ísraela hafa beinst að svæðum þar sem Íranir eru að auðga úran og vinna með kjarnorku. Þungavatnsofninn Arak er notaður til að kæla kjarnorkuvopn en framleiðir plútón sem getur einnig verið notað til að framleiða kjarnorkuvopn. Árásir í Ísrael og Íran hafa staðið í rúma viku núna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“.
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11
Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15
„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21