Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 10:34 Finnski herinn fær heimild til þess að beita jarðsprengjum til þess að verja Finnland með samþykkt þingsins um að yfirgefa Ottawa-sáttmálann í dag. Frá æfingu finnska hersins. Vísir/EPA Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi. Ottawa-sáttmálinn tók gildi árið 1999 en aðildarríki hans skuldbundu sig til þess að framleiða ekki jarðsprengjur sem eru hannaðar gegn hermönnum og til þess að eyða birgðum sínum af slíkum sprengjum. Þegar atkvæði voru greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar um að Finnland segði sig frá sáttmálanum í dag greiddu 157 þingmenn atkvæði með en aðeins átján á móti. Samhliða greiddi þingið atkvæði með því að Finnland héldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum til þess að eyða jarðsprengjum, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur orðið Finnum tilefni til þess að endurskoða varnir sínar á síðustu árum. Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið ári eftir að innrásin hófst. Þá hafa þeir treyst varnir á landamærunum að Rússlandi, meðal annars til að hindra för Rússa sem reyna að komast ólögleg yfir þau til þess að koma sér undan herkvaðningu og hælisleitenda sem Finnar telja að rússnesk stjórnvöld sendi vísvitandi til þess að reyna að valda óstöðugleika í Finnlandi. Rússar hafa verið sakaðir um að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og fjarskiptainnviðum í Finnlandi og í Eystrasalti. Þá hefur þurft að aflýsa flugferðum á finnskum flugvöllum vegna truflana á staðsetningarbúnaði sem talið er að rekja megi til aðgerða Rússa til þess að leyna slóð flutningaskipa sem þeir nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja. Eystrasaltsríkin og Pólland hafa áður tilkynnt að þau ætli að segja sig frá sáttmálanum en líkt og Finnland hafa þau mátt kenna á heimsvaldastefnu Rússlands og Sovétríkjanna í gegnum tíðina. Finnland Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Ottawa-sáttmálinn tók gildi árið 1999 en aðildarríki hans skuldbundu sig til þess að framleiða ekki jarðsprengjur sem eru hannaðar gegn hermönnum og til þess að eyða birgðum sínum af slíkum sprengjum. Þegar atkvæði voru greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar um að Finnland segði sig frá sáttmálanum í dag greiddu 157 þingmenn atkvæði með en aðeins átján á móti. Samhliða greiddi þingið atkvæði með því að Finnland héldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum til þess að eyða jarðsprengjum, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur orðið Finnum tilefni til þess að endurskoða varnir sínar á síðustu árum. Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið ári eftir að innrásin hófst. Þá hafa þeir treyst varnir á landamærunum að Rússlandi, meðal annars til að hindra för Rússa sem reyna að komast ólögleg yfir þau til þess að koma sér undan herkvaðningu og hælisleitenda sem Finnar telja að rússnesk stjórnvöld sendi vísvitandi til þess að reyna að valda óstöðugleika í Finnlandi. Rússar hafa verið sakaðir um að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og fjarskiptainnviðum í Finnlandi og í Eystrasalti. Þá hefur þurft að aflýsa flugferðum á finnskum flugvöllum vegna truflana á staðsetningarbúnaði sem talið er að rekja megi til aðgerða Rússa til þess að leyna slóð flutningaskipa sem þeir nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja. Eystrasaltsríkin og Pólland hafa áður tilkynnt að þau ætli að segja sig frá sáttmálanum en líkt og Finnland hafa þau mátt kenna á heimsvaldastefnu Rússlands og Sovétríkjanna í gegnum tíðina.
Finnland Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira