Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júní 2025 21:24 Segja má að þá greini á í utanríkismálunum. AP/Carlos Barria Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. Þann sautjánda júní síðastliðinn lagði Thomas Massie, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, fram þingsályktunartillögu í slagtogi við Ro Khanna, fulltrúa Demókrataflokksins frá Kaliforníu, þess efnis að Bandaríkin tækju ekki beinan þátt í átökum Ísraels og Írans. Thomas Massie er öldungadeildarfulltrúi Repúblikanaflokksins frá Kentucky-ríki.EPA/Win McNamee Thomas Massie gagnrýndi loftárásir Bandaríkjanna á kjarnorkuinnviði í Íran harkalega á samfélagsmiðlum í dag og sagði þær brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Þetta er góð vika fyrir nýíhaldsmenn [hugmyndafræðilegur armur innan Repúblikanaflokksins sem þykir aðhyllast herskáa og afskiptasama utanríkisstefnu] og hergagnaiðnaðinn sem vilja alltaf stríð,“ sagði hann í viðtali við bandaríska miðilinn CBS í dag. „Léttvigtarþingmaðurinn“ Thomas Massie Bandaríkjaforseta þótti auðsýnilega ekki mikið koma til þessa ummæla fulltrúans frá Kentucky-ríki. „Thomas Massie öldungadeildarþingmaður er ekki MAGA-maður, þó svo að hann sé gjarn á að kalla sig það. Raunar vill MAGA-hreyfingin sem minnst af honum vita, þekkir hann ekki og ber enga virðingu fyrir honum. Hann er neikvætt afl sem greiðir alltaf atkvæði „Á MÓTI,“ sama hve gott málið kann að vera. Hann er einfaldur „athyglissjúklingur“ sem álítur það góða pólitík að Íranar búi yfir háþróuðu kjarnavopni á sama tíma og þeir öskra „NIÐUR MEÐ AMERÍKU“ við hvert tækifæri,“ sagði Trump í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sjá einnig: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Hann sagði loftárás gærkvöldsins hafa gengið vonum framar. Bandaríkjunum hefði tekist að hrifsa kjarnorkuvopn beinlínis úr greipum Írana sem hefðu fullan hug á að beita því. Íranar hefðu myrt og limlest þúsundir Bandaríkjamanna. Hann kvað „léttvigtarþingmanninn“ Massie vera auman og áhrifalausan. Latur, athyglissjúkur, afkastalítill, aumkunarverður og svo framvegis Bandaríkjaforseti lét þó ekki þar við sitja heldur sagði Massie líka sýna Bandaríkjaher vanvirðingu með framferði sínu og ummælum. „Hann sýnir hinum mikla her okkar vanvirðingu, og öllu því sem hann stendur fyrir, með því að viðurkenna ekki snilligáfu hans og hugrekki í árás gærkvöldsins sem var algjör og fullkominn sigur. Massie ætti að hætta þessu leikriti sínu og læra að setja Bandaríkin í fyrsta sæti, en hann veit ekki hvernig hann á að fara að því. Hann hefur ekki hugmynd,“ skrifaði Trump. „MAGA-hreyfingin ætti að losa sig við þennan aumkunarverða AUMINGJA, Tom Massie, líkt og um pestina væri að ræða,“ skrifaði hann svo. Trump hét því þá að finna góðan föðurlandsvin til að mæta Massie í næsta prófkjöri og að hann myndi persónulega leggja sitt af mörkum til að tryggja það að Massie missti sætið sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. „MAGA snýst ekki um lata, athyglissjúka, afkastalitla stjórnmálamenn sem Thomas Massie er svo sannarlega dæmi um,“ sagði Bandaríkjaforseti. Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Vaktin: Bandaríkin gera árásir á Íran Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl. 22. júní 2025 09:26 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 „Við lifum ekki á friðartímum“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. 22. júní 2025 13:27 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Þann sautjánda júní síðastliðinn lagði Thomas Massie, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, fram þingsályktunartillögu í slagtogi við Ro Khanna, fulltrúa Demókrataflokksins frá Kaliforníu, þess efnis að Bandaríkin tækju ekki beinan þátt í átökum Ísraels og Írans. Thomas Massie er öldungadeildarfulltrúi Repúblikanaflokksins frá Kentucky-ríki.EPA/Win McNamee Thomas Massie gagnrýndi loftárásir Bandaríkjanna á kjarnorkuinnviði í Íran harkalega á samfélagsmiðlum í dag og sagði þær brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Þetta er góð vika fyrir nýíhaldsmenn [hugmyndafræðilegur armur innan Repúblikanaflokksins sem þykir aðhyllast herskáa og afskiptasama utanríkisstefnu] og hergagnaiðnaðinn sem vilja alltaf stríð,“ sagði hann í viðtali við bandaríska miðilinn CBS í dag. „Léttvigtarþingmaðurinn“ Thomas Massie Bandaríkjaforseta þótti auðsýnilega ekki mikið koma til þessa ummæla fulltrúans frá Kentucky-ríki. „Thomas Massie öldungadeildarþingmaður er ekki MAGA-maður, þó svo að hann sé gjarn á að kalla sig það. Raunar vill MAGA-hreyfingin sem minnst af honum vita, þekkir hann ekki og ber enga virðingu fyrir honum. Hann er neikvætt afl sem greiðir alltaf atkvæði „Á MÓTI,“ sama hve gott málið kann að vera. Hann er einfaldur „athyglissjúklingur“ sem álítur það góða pólitík að Íranar búi yfir háþróuðu kjarnavopni á sama tíma og þeir öskra „NIÐUR MEÐ AMERÍKU“ við hvert tækifæri,“ sagði Trump í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sjá einnig: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Hann sagði loftárás gærkvöldsins hafa gengið vonum framar. Bandaríkjunum hefði tekist að hrifsa kjarnorkuvopn beinlínis úr greipum Írana sem hefðu fullan hug á að beita því. Íranar hefðu myrt og limlest þúsundir Bandaríkjamanna. Hann kvað „léttvigtarþingmanninn“ Massie vera auman og áhrifalausan. Latur, athyglissjúkur, afkastalítill, aumkunarverður og svo framvegis Bandaríkjaforseti lét þó ekki þar við sitja heldur sagði Massie líka sýna Bandaríkjaher vanvirðingu með framferði sínu og ummælum. „Hann sýnir hinum mikla her okkar vanvirðingu, og öllu því sem hann stendur fyrir, með því að viðurkenna ekki snilligáfu hans og hugrekki í árás gærkvöldsins sem var algjör og fullkominn sigur. Massie ætti að hætta þessu leikriti sínu og læra að setja Bandaríkin í fyrsta sæti, en hann veit ekki hvernig hann á að fara að því. Hann hefur ekki hugmynd,“ skrifaði Trump. „MAGA-hreyfingin ætti að losa sig við þennan aumkunarverða AUMINGJA, Tom Massie, líkt og um pestina væri að ræða,“ skrifaði hann svo. Trump hét því þá að finna góðan föðurlandsvin til að mæta Massie í næsta prófkjöri og að hann myndi persónulega leggja sitt af mörkum til að tryggja það að Massie missti sætið sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. „MAGA snýst ekki um lata, athyglissjúka, afkastalitla stjórnmálamenn sem Thomas Massie er svo sannarlega dæmi um,“ sagði Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Vaktin: Bandaríkin gera árásir á Íran Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl. 22. júní 2025 09:26 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 „Við lifum ekki á friðartímum“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. 22. júní 2025 13:27 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24
Vaktin: Bandaríkin gera árásir á Íran Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl. 22. júní 2025 09:26
Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13
„Við lifum ekki á friðartímum“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. 22. júní 2025 13:27