Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 24. júní 2025 07:45 Íranir og Ísraelar hafi skotið á hvor annan síðustu daga. AP Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. Svo virtist sem að bæði Ísraelar og Íranir hefðu fallist á vopnahlé sem Bandaríkjastjórn og Katar höfðu milligöngu um. Ísraelar gerðu árásir sem er lýst sem þeim hörðustu til þessa á Teheran, höfuðborg Írans, í nótt en allt hefur verið með kyrrum kjörum frá því klukkan fjögur í nótt að staðartíma þar. Nú í morgun sökuðu Ísraelar svo Írani um að hafa skotið eldflaugum að Ísrael. Loftvarnaflautur voru sagðar óma um norðurhluta Ísraels og sprengingar heyrðust þegar loftvarnakerfi Ísraels skaut niður eldflaugar, að sögn AP-fréttastofunnar. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segist hafa skipað ísraelska hernum að bregðast við af hörku. Nokkru seinna höfnuðu írönsk stjórnvöld að hafa rofið vopnahlé með því að skjóta eldflaugum á Ísrael. Vísir fylgist með fréttum af átökunum í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin opnast ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Svo virtist sem að bæði Ísraelar og Íranir hefðu fallist á vopnahlé sem Bandaríkjastjórn og Katar höfðu milligöngu um. Ísraelar gerðu árásir sem er lýst sem þeim hörðustu til þessa á Teheran, höfuðborg Írans, í nótt en allt hefur verið með kyrrum kjörum frá því klukkan fjögur í nótt að staðartíma þar. Nú í morgun sökuðu Ísraelar svo Írani um að hafa skotið eldflaugum að Ísrael. Loftvarnaflautur voru sagðar óma um norðurhluta Ísraels og sprengingar heyrðust þegar loftvarnakerfi Ísraels skaut niður eldflaugar, að sögn AP-fréttastofunnar. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segist hafa skipað ísraelska hernum að bregðast við af hörku. Nokkru seinna höfnuðu írönsk stjórnvöld að hafa rofið vopnahlé með því að skjóta eldflaugum á Ísrael. Vísir fylgist með fréttum af átökunum í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin opnast ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira