Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 08:27 Rafael Grossi, formaður Aljóðakjarnorkumálastofnunarinnar, telur yfirlýsingar um gjöreyðileggingu íranskra kjarnorkuinnviða ekki réttar. Getty Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Rafael Grossi, formaður IAEA, sagði loftárásir Bandaríkjamanna á þrjú kjarnorkumannvirki Írana síðustu helgi hafa valdið töluverðri en „ekki algerri“ eyðileggingu. Yfirlýsingin stangast á við orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sagði kjarnorkustöðvar Írana gjöreyðilagðar. „Í sannleika sagt er ekki hægt halda því fram að allt hafi horfið og það sé ekkert þarna,“ sagði Grossi við fjölmiðla á laugardag. Ísraelar réðust á kjarnorku- og herstöðvar Írana þann 13. júní síðastliðinn og héldu því fram að ástæðan væri að Íranir væru að byggja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn vörpuðu síðan sprengjum á þrjár kjarnorkustöðvar Írana í Fordo, Natanz og Isfahan. Síðan þá hafa komið fram misvísandi upplýsingar um umfang eyðileggingarinnar og raunverulega stöðu mála. Grossi hélt því fram við CBS News að á nokkrum mánuðum gætu Íranir verið komnir með nokkrar skilvindur sem væru byrjaðar að snúast og framleiða auðgað úran. Rossi sagði einnig að Íranir byggju enn yfir „iðnaðargetu og tæknikunnáttu... svo ef þeir vilja, geta þeir byrjað að geta þetta aftur“. Misvísandi upplýsingar um stöðuna Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er ekki fyrsta stofnunin sem lýsir yfir því að Íranir geti haldið áfram auðgun sinni því fyrr í vikunni birtist skýrsla frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem kom fram að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu aðeins seinkað framleiðslunni um einhverja mánuði. Trump brást við fréttunum með því að lýsa því yfir að kjarnorkustöðvar Írana væru „algjörlega eyðilagðar“ og sakaði hann fjölmiðla um „tilraun til að gera lítið úr einni best heppnuðu hernaðarárás sögunnar“. Hann lýsti því síðan yfir að hann væri tilbúinn til að varpa sprengjum á Íran á ný ef þeir héldu áfram að auðga úran. Íranir hafa ekki heldur talað skýrt um skaðann sem hlaust af loftárásunum. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei sagði afleiðingar loftárásirnar ekki vera neitt til að tala um. Utanríkisráðherrann Abbas Araghchi sagði þær hins vegar hafa valdið töluverðum skaða. Íranir hafa átt í strembnu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og á miðvikudag ákvað íranska þingið að slíta samstarfi við stofnunina og sakaði hana um að skipa sér í lið með Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Löndin tvö gerðu árás eftir að stofnunin ályktaði um að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir halda því fram að kjarnorkuverkefni þeirra sé friðsamlegt og ekki hernaðarlegt. Þrátt fyrir ákvörðun Írana um að slíta samstarfinu segist Grossi vongóður um að semja Írani því það verði að finna einhverja langtíma lausn á málinu. Íran Kjarnorka Bandaríkin Ísrael Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rafael Grossi, formaður IAEA, sagði loftárásir Bandaríkjamanna á þrjú kjarnorkumannvirki Írana síðustu helgi hafa valdið töluverðri en „ekki algerri“ eyðileggingu. Yfirlýsingin stangast á við orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sagði kjarnorkustöðvar Írana gjöreyðilagðar. „Í sannleika sagt er ekki hægt halda því fram að allt hafi horfið og það sé ekkert þarna,“ sagði Grossi við fjölmiðla á laugardag. Ísraelar réðust á kjarnorku- og herstöðvar Írana þann 13. júní síðastliðinn og héldu því fram að ástæðan væri að Íranir væru að byggja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn vörpuðu síðan sprengjum á þrjár kjarnorkustöðvar Írana í Fordo, Natanz og Isfahan. Síðan þá hafa komið fram misvísandi upplýsingar um umfang eyðileggingarinnar og raunverulega stöðu mála. Grossi hélt því fram við CBS News að á nokkrum mánuðum gætu Íranir verið komnir með nokkrar skilvindur sem væru byrjaðar að snúast og framleiða auðgað úran. Rossi sagði einnig að Íranir byggju enn yfir „iðnaðargetu og tæknikunnáttu... svo ef þeir vilja, geta þeir byrjað að geta þetta aftur“. Misvísandi upplýsingar um stöðuna Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er ekki fyrsta stofnunin sem lýsir yfir því að Íranir geti haldið áfram auðgun sinni því fyrr í vikunni birtist skýrsla frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem kom fram að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu aðeins seinkað framleiðslunni um einhverja mánuði. Trump brást við fréttunum með því að lýsa því yfir að kjarnorkustöðvar Írana væru „algjörlega eyðilagðar“ og sakaði hann fjölmiðla um „tilraun til að gera lítið úr einni best heppnuðu hernaðarárás sögunnar“. Hann lýsti því síðan yfir að hann væri tilbúinn til að varpa sprengjum á Íran á ný ef þeir héldu áfram að auðga úran. Íranir hafa ekki heldur talað skýrt um skaðann sem hlaust af loftárásunum. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei sagði afleiðingar loftárásirnar ekki vera neitt til að tala um. Utanríkisráðherrann Abbas Araghchi sagði þær hins vegar hafa valdið töluverðum skaða. Íranir hafa átt í strembnu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og á miðvikudag ákvað íranska þingið að slíta samstarfi við stofnunina og sakaði hana um að skipa sér í lið með Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Löndin tvö gerðu árás eftir að stofnunin ályktaði um að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir halda því fram að kjarnorkuverkefni þeirra sé friðsamlegt og ekki hernaðarlegt. Þrátt fyrir ákvörðun Írana um að slíta samstarfinu segist Grossi vongóður um að semja Írani því það verði að finna einhverja langtíma lausn á málinu.
Íran Kjarnorka Bandaríkin Ísrael Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira