Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. júlí 2025 08:33 Feðgarnir Jamie og Spike hlaupa undan uppvakningum. Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst. Dystópíska uppvaxtarsagan 28 Years Later er framhald af hrollvekjunum 28 Days Later (2002) og 28 Weeks Later (2007). Danny Boyle leikstýrir myndinni, Alex Garland skrifaði handritið og með aðalhlutverk fara Alfie Williams, Aaron Taylor-Johnson, Jodie Comer og Ralph Fiennes. Ekki nóg með að 28 Years Later sé þriðja myndin í seríunni heldur er hún líka fyrsta myndin í trílógíu sem heldur áfram á næsta ári með 28 Years Later: The Bone Temple í leikstjórn Niu DaCosta og endar á ónefndri lokamynd. Ólíkt fyrri myndunum tveimur sem gerðust í Lundúnum er sögusviðið Eyjan helga á norðausturströnd Bretlands. Á eyjunni býr drengurinn Spike (Williams) með foreldrum sínum, Jamie (Taylor-Johnson) og Islu (Comer) sem er fárveik. Þar sem Spike er orðinn tólf ára þarf hann í fyrsta skiptið að takast á við uppvakninga meginlandsins. Ströndin, sólskinið og nóg af uppvakningum Aldamótin 2000 leikstýrði Danny Boyle The Beach sem byggði á samnefndri bók eftir Alex Garland, þá ungan rithöfund. Ólíkt bókinni fékk myndin frekar slæmar viðtökur og Boyle horfði upp á annað floppið í röð eftir frábæra byrjun á ferlinum með Shallow Grave og Trainspotting. Alex Garland og Danny Boyle enn ungir og ferskir fyrir rúmum tuttugu árum.Getty Boyle ákvað því leita aftur í kjarnann með sjónvarpsmyndunum Strumpet og Vacuuming Completely Nude in Paradise sem voru hráar, ódýrar og teknar á digital myndavélar. Á meðan enduruppgötvaði Alex Garland ást sína á zombígreinni eftir að hafa spilað tölvuleikinn Resident Evil og skrifaði í kjölfarið handritið að 28 Days Later. Boyle hreifst af sögunni sem fjallar um hjólasendil (Cillian Murphy) sem vaknar í Lundúnum 28 dögum eftir að uppvakningavírus hefur dreift sér um landið. Ólíkt eldri zombí-myndum, þar sem hinir lifandi dauðu skjögra hægt áfram, breytast hinir sýktu í óðar ofbeldisfullar skepnur. Boyle hélt sig við digital-myndavélar sem gáfu myndinni enn dystópískari og nöturlegri brag. Þessar nýjungar, spennuþrungin sagan og góð leikstjórn gerðu að verkum að myndin varð algjör hittari og leiddi til endurreisnar í greininni. Á næstu árum kom út fjöldi uppvakningamynda: Shaun of the Dead, Dawn of the Dead, REC og Zombieland. Framhaldið 28 Weeks Later sem hinn spænski Juan Carlos Fresnadillo leikstýrði kom út fimm árum síðar. Í þeirri mynd eru sex mánuðir liðnir frá upphafi faraldursins og búið er að búa til öruggt svæði fyrir eftirlifendur í Lundúnum. Nöturlegum hryllingi fyrstu myndarinnar var skipt út fyrir meiri hasar sem vakti mismikla lukku. Rose Byrne, Jeremy Renner og Imogen Poots eru meðal leikara í 28 Weeks Later. Garland og Boyle unnu aftur saman að gerð sæfæ-hrollvekjunnar Sunshine. Samstarfið var strembið og mennirnir enduðu á að fara í fýlu hvor út í annan. Vonir aðdáenda um að sjá framhald um stöðu mála 28 mánuðum síðar voru því litlar. Boyle hefur síðan leikstýrt fjölda mynda, þar á meðal Slumdog Millionaire, 127 Hour, Steve Jobs, T2 og Yesterday. Garland sneri sér að leikstjórn, fékk mikið lof fyrir fyrstu tvær myndir sínar, Ex Machina og Annihilation. Síðustu þrjár myndir hans, Men, Civil War og Warfare, hafa fengið aðeins síðri viðtökur. Boyle og Garland sættust fyrir nokkrum árum og ákváðu að snúa aftur í zombíheiminn. Hættan við framhaldsmyndir, sem koma út löngu seinna en sú upprunalega, er að framleiðendur reyni að lifa áfram á fornri frægð með óþarflegum vísunum og ófrumlegri sögu. Væntingarnar fyrir 28 Years Later voru því hófstilltar hjá mér. Allt með friði og spekt á Eyjunni helgu 28 Years Later hefst á upphafsdögum vírussins. Hópur barna horfir á Stubbana inni í læstu herbergi. Eitthvað er á seyði því börnin eru skelfingu lostin. Uppvakningarnir eru komnir á stjá og eitt barnanna, drengurinn Jimmy, flýr úr húsinu. Hann leitar til föður síns, prests sem trúir því að dómsdagur sé runninn upp og guð hafi sent uppvakningana. Síðan er spólað 28 ár fram í tímann. Á þessum tæpu þremur áratugum hefur restin af heiminum sett Bretland í sóttkví þar sem enginn kemst inn og enginn út. Eftirlifendur hafa komið sér upp afgirtum samfélögum, þar á meðal í Eyjunni helgu sem er aðeins aðgengileg í háfjöru. Eyjaskeggjar virðast hamingjusamir og hraustir fyrir utan að Isla, móðir Spike, liggur fárveik í rúminu. Enginn virðist vita hvers vegna né hvað skuli gera. Alfie hittir fyrir beinalækninn sem á sér óvenjulegt áhugamál.Sony Spike þreytir manndómsvígslu og fer með föður sínum yfir á meginlandið til að drepa sinn fyrsta uppvakning. Tvær nýjar uppvakningategundir hafa orðið til gegnum árin: útblásnar bollur sem skríða eftir jörðinni og alfa-berserkir sem eru tröll að burðum. Drengurinn ber sig vel þrátt fyrir að vera hræddur meðan blóðþyrstur pabbinn nýtur þess að drepa zombíana. Spike sér merki um annað fólk, eld sem logar í fjarska, en faðirinn gefur lítið fyrir það. Strákurinn kemst að því að á meginlandinu býr fyrrverandi læknirinn Kelson (Fiennes) sem virðist hafa misst vitið í faraldrinum. Drengurinn sér í hendi sér lausn við veikindum móðurinnar og ákveður að fara með hana til læknis. Brexit-börnin og syndir feðranna Fólk sem átti von á nöturlegum uppvakningahasar í líkingu við fyrstu tvær myndirnar verður hugsanlega illa svikið. Boyle og Garland hafa ákveðið að fara í aðra átt með þriðju myndina, 28 Years Later er skrítin blanda af æsilegri spennumynd, hjartnæmri uppvaxtarsögu og súru ævintýri. Maður óttaðist auðvitað að Covid-faraldurinn yrði til umfjöllunar í myndinni en það er miklu frekar Brexit sem hefur mótað þemu hennar. Skýrast birtist það í algjörum aðskilnaði Bretlands frá meginlandinu en líka þjóðernislegri fortíðarþrá eyjaskeggjanna. Áhorfendur eru með hjartað í buxunum allan tímann sem feðgarnir eru á meginlandinu. Samfélag eyjunnar fúnkerar ágætlega en er einsleitt og manni virðist sem það muni ekki lifa margar kynslóðir. Undir fallegri eyjasýn er eitthvað rotið sem birtist í veikindum móðurinnar, sem heitir bókstaflega Eyja (á spænsku, Isla). Spike er þá táknmynd Bretanna sem erfa landið og þurfa að ákveða hvort eigi að halda áfram á sömu braut eða feta nýja leið. Áhorfendur sjá söguna með sjónarhorni drengsins, sem er enn saklaus og óharðnaður. Boyle nýtir þetta til að skýra heimsmyndina betur fyrir áhorfendum með því að láta föðurinn mata drenginn með ákveðnum upplýsingum og lífsreglum. Frekar letileg frásagnaraðferð þó hún virkni. Pabbinn gerir mikið úr nauðsyn þess að sonurinn takist á við uppvakningana. Þegar á hólminn er komið er strákurinn logandi hræddur meðan pabbinn nýtur ofbeldisins. Á endanum ganga þeir of langt, pabbinn leiðir þá í ógöngur og þeir þurfa að flýja undan uppvakningahópi og tröllvöxnum Alfa-leiðtoga. Spennan í þessum senum er á köflum svo óbærileg að ég herptist um af ótta í sætinu. Við tökur á myndinni ákváðu Boyle og kvikmyndatökumaðurinn Anthony Dod Mantle að skjóta ákveðnar senur með iPhone-símum. Þetta sést skýrast þegar uppvakningarnir eru drepnir en þá fá áhorfendur einskonar „kill-cam“ eins og finna má í mörgum skotleikjum. Heilt yfir er kvikmyndatakan frábær, góðir rammar og leikstjórn bæta upp fyrir léleg tæknileg gæði og tilraunamennskan hæfir sögunni fullkomlega. Hér má sjá myndavélastand með tuttugu iPhone-um sem var notaður í myndinni.Sony Feðgarnir komast naumlega aftur á eyjuna eftir flótta undan Alfa-uppvakningi. Boyle ofnotar dálítið hvað hetjunum er bjargað oft á síðustu stundu en vinnur nægilega fyrir því svo það verði ekki ódýrt. Faðirinn lýsir syninum sem hetju við heimkomuna en drengnum finnst það óverðskuldað. Ýkjur föðurins eru þáttur í þeim blekkingaleik sem er í gangi, alltaf er látið eins og allt sé í lagi. Faðirinn lýgur aftur að syninum þegar hann þykist ekki vita af lækninum á meginlandinu og kornið sem fyllir mælinn er framhjáhald föðurins. Strákurinn gefur skít í föður sinn með því að taka málin í eigin hendur Mömmustrákur, hermaður og heimilislæknir Spike ákveður að fara yfir á meginlandið með mömmuna, sem er orðin svo veik að hún sér ofsjónir þar sem hún hverfur í barndóm, í leit að lækningu. Myndin skiptist þannig í tvennt í hluta föður og móður. Í seinni hlutanum víkur harðjaxlaspennan fyrir hjartnæmari senum og samtölum milli mæðginanna. Inn á milli koma þó spennandi senur þar sem mæðginin lenda í vandræðum og innkoma sænska hermannsins Erik bætir smá húmor í blönduna. Gegnum Erik fá áhorfendur (og Spike) innsýn inn í stöðu mála í restinni af Evrópu þar sem lífið gengur sinn vanagang með snjallsímum, bótoxi og öðrum munaði. Comer er mögnuð sem hin fársjúka Isla. Svakalegasta sena myndarinnar er þegar hópurinn gengur fram á uppvakningamóður í hríðum. Isla býður fram hjálp sína og þar sem móðurlega eðlið er sterkara uppvakningseðlinu þiggur uppvakningurinn það. Isla tekur á móti barninu sem reynist enn ósýkt og móðirin deyr í kjölfarið. Faðirinn, sem er Alfa-berserkur, er ekki sérlega sáttur. Loks komast þau til „brjálaða“ læknisins Kelson sem búið er að selja sem illmenni. Læknirinn er allt sem faðirinn er ekki. Ólíkt eyjaskeggjunum sem njóta þess að drepa uppvakningana ber Kelson virðingu fyrir öllu lífi, sýktra sem ósýktra. Svo mikil er virðingin að hann hefur reist minnisvarða sem er áminning um dauðann og óður til lífsins. Einlægnin og samúðin eru sérlega frískandi sem mótsvar við harðneskjunni og kaldhæðninni sem einkennir oft zombí-greinina. Mæðginin komast loks til Kelson læknis sem reynist ekki allur þar sem hann er séður. Isla reynist vera með ólæknandi krabbamein og hlýtur líkn undan sársauka sínum hjá Kelson. Comer er sérlega góð sem Isla, Fiennes skín líka í hlutverki hins blíða en undarlega Kelson og Alfie Williams heldur vel í við þau sem hræddi en hugrakki mömmustrákurinn. Myndinni lýkur þar sem Spike skilur ungabarnið eftir á Eyjunni helgu og ákveður að halda einn síns liðs til meginlandsins. Allt stefnir í að áhorfendur yfirgefi salinn með hlýju í hjarta og von um að Spike plummi sig ágætlega. Jimmy og hárkolluklæddir sveinar hans. En þá birtist lokasenan þar sem Spike hittir fyrir hóp manna í jogging-göllum með hvítar hárkollur. Leiðtoginn gengisins reynist vera Jimmy litli sem birtist í upphafi myndar og hefur vaxið úr grasi. Lokasenan hefur farið misvel ofan í fólk. Aðallega vegna þess hvernig skipt er algjörlega um tón. Hjartnæmur tónninn verður ýktur, bjánalegur og ofbeldisfullur þegar mennirnir leika sér að drepa uppvakningana undir brjálæðislegri remix-aðri Stubbatónlist. Meðlimirnir eru einnig klæddir upp sem Jimmy Saville, íkonískur breskur sjónvarpsmaður, sem var afhjúpaður sem raðnauðgari og barnaperri eftir að hann dó 2011. Í þessum uppvakningaheimi má gera ráð fyrir að Saville hafi aldrei verið afhjúpaður sem skrímsli og sé því enn í hávegum hafður. Spennan milli þessa skrímslis sem Saville var í raunheimum og goðsagnarinnar sem hann var áður verður væntanlega nýtt í næstu mynd, 28 Years Later: The Bone Temple. Niðurstaða: Árið 2002 var bresk popptónlist aðalmálið með Spice Girls, Oasis og Blur í öndvegi, Blair-stjórnin naut enn vinsælda og 9/11 var í fersku minni. Þá slógu líka Danny Boyle og Alex Garland í gegn með hinni nöturlegu 28 Days Later. Nú 23 árum síðar hefur margt breyst og Bretland virðist ekki enn vera búið að jafna sig á fjórtán ára stjórn Íhaldsflokksins og Brexit. Félagarnir Boyle og Garland eru snúnir aftur í uppvakningasýkt England með 28 Years Later sem snýr upp á formúluna og blandar saman uppvaxtarsögu við spennu, hrylling og kómedíu. Áhorfendur sem vildu framhald í takt við fyrri myndir verða því sennilega fyrir vonbrigðum Dýnamískur leikstjórnarstíll Boyle nýtur sín vel í zombíhasarnum með myndrænni frásögn, frábæru staðarvali og sterkum persónum. Aðalpersónurnar fjórar eru frábærar: Taylor-Johnson sem tilfinningaríkur faðir, Comer sem móðir sem flakkar inn og út úr raunveruleikanum, Alfie Williams sem drengurinn sem þarf að vaxa hratt úr grasi og loks Fiennes sem beinalæknirinn undarlegi. Tónn myndarinnar er ójafn sem gerir myndina dálítið brotakennda. Þetta einkenni birtist skýrast þegar fáránleg lokasena skemmir hálfpartinn fyrir öllum lokakafla myndarinnar. Heilt yfir hefði þurft betra samræmi og betri undirbyggingu á ákvörðunum persóna. Annað lýti eru útskýrandi samtöl feðganna í byrjun sem Boyle notar til að stytta sér leið og fylla inn í heimsmyndina fyrir áhorfendur. Allt í allt er 28 Years Later þó verðugt framhald af 28 Days Later. Blóðug, spennandi og falleg. Ég bíð spenntur að sjá hvernig saga Spike heldur áfram og hvernig Boyle ætlar svo að enda fimm mynda seríuna. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk. 25. júní 2025 07:01 Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. 10. febrúar 2025 07:00 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Dystópíska uppvaxtarsagan 28 Years Later er framhald af hrollvekjunum 28 Days Later (2002) og 28 Weeks Later (2007). Danny Boyle leikstýrir myndinni, Alex Garland skrifaði handritið og með aðalhlutverk fara Alfie Williams, Aaron Taylor-Johnson, Jodie Comer og Ralph Fiennes. Ekki nóg með að 28 Years Later sé þriðja myndin í seríunni heldur er hún líka fyrsta myndin í trílógíu sem heldur áfram á næsta ári með 28 Years Later: The Bone Temple í leikstjórn Niu DaCosta og endar á ónefndri lokamynd. Ólíkt fyrri myndunum tveimur sem gerðust í Lundúnum er sögusviðið Eyjan helga á norðausturströnd Bretlands. Á eyjunni býr drengurinn Spike (Williams) með foreldrum sínum, Jamie (Taylor-Johnson) og Islu (Comer) sem er fárveik. Þar sem Spike er orðinn tólf ára þarf hann í fyrsta skiptið að takast á við uppvakninga meginlandsins. Ströndin, sólskinið og nóg af uppvakningum Aldamótin 2000 leikstýrði Danny Boyle The Beach sem byggði á samnefndri bók eftir Alex Garland, þá ungan rithöfund. Ólíkt bókinni fékk myndin frekar slæmar viðtökur og Boyle horfði upp á annað floppið í röð eftir frábæra byrjun á ferlinum með Shallow Grave og Trainspotting. Alex Garland og Danny Boyle enn ungir og ferskir fyrir rúmum tuttugu árum.Getty Boyle ákvað því leita aftur í kjarnann með sjónvarpsmyndunum Strumpet og Vacuuming Completely Nude in Paradise sem voru hráar, ódýrar og teknar á digital myndavélar. Á meðan enduruppgötvaði Alex Garland ást sína á zombígreinni eftir að hafa spilað tölvuleikinn Resident Evil og skrifaði í kjölfarið handritið að 28 Days Later. Boyle hreifst af sögunni sem fjallar um hjólasendil (Cillian Murphy) sem vaknar í Lundúnum 28 dögum eftir að uppvakningavírus hefur dreift sér um landið. Ólíkt eldri zombí-myndum, þar sem hinir lifandi dauðu skjögra hægt áfram, breytast hinir sýktu í óðar ofbeldisfullar skepnur. Boyle hélt sig við digital-myndavélar sem gáfu myndinni enn dystópískari og nöturlegri brag. Þessar nýjungar, spennuþrungin sagan og góð leikstjórn gerðu að verkum að myndin varð algjör hittari og leiddi til endurreisnar í greininni. Á næstu árum kom út fjöldi uppvakningamynda: Shaun of the Dead, Dawn of the Dead, REC og Zombieland. Framhaldið 28 Weeks Later sem hinn spænski Juan Carlos Fresnadillo leikstýrði kom út fimm árum síðar. Í þeirri mynd eru sex mánuðir liðnir frá upphafi faraldursins og búið er að búa til öruggt svæði fyrir eftirlifendur í Lundúnum. Nöturlegum hryllingi fyrstu myndarinnar var skipt út fyrir meiri hasar sem vakti mismikla lukku. Rose Byrne, Jeremy Renner og Imogen Poots eru meðal leikara í 28 Weeks Later. Garland og Boyle unnu aftur saman að gerð sæfæ-hrollvekjunnar Sunshine. Samstarfið var strembið og mennirnir enduðu á að fara í fýlu hvor út í annan. Vonir aðdáenda um að sjá framhald um stöðu mála 28 mánuðum síðar voru því litlar. Boyle hefur síðan leikstýrt fjölda mynda, þar á meðal Slumdog Millionaire, 127 Hour, Steve Jobs, T2 og Yesterday. Garland sneri sér að leikstjórn, fékk mikið lof fyrir fyrstu tvær myndir sínar, Ex Machina og Annihilation. Síðustu þrjár myndir hans, Men, Civil War og Warfare, hafa fengið aðeins síðri viðtökur. Boyle og Garland sættust fyrir nokkrum árum og ákváðu að snúa aftur í zombíheiminn. Hættan við framhaldsmyndir, sem koma út löngu seinna en sú upprunalega, er að framleiðendur reyni að lifa áfram á fornri frægð með óþarflegum vísunum og ófrumlegri sögu. Væntingarnar fyrir 28 Years Later voru því hófstilltar hjá mér. Allt með friði og spekt á Eyjunni helgu 28 Years Later hefst á upphafsdögum vírussins. Hópur barna horfir á Stubbana inni í læstu herbergi. Eitthvað er á seyði því börnin eru skelfingu lostin. Uppvakningarnir eru komnir á stjá og eitt barnanna, drengurinn Jimmy, flýr úr húsinu. Hann leitar til föður síns, prests sem trúir því að dómsdagur sé runninn upp og guð hafi sent uppvakningana. Síðan er spólað 28 ár fram í tímann. Á þessum tæpu þremur áratugum hefur restin af heiminum sett Bretland í sóttkví þar sem enginn kemst inn og enginn út. Eftirlifendur hafa komið sér upp afgirtum samfélögum, þar á meðal í Eyjunni helgu sem er aðeins aðgengileg í háfjöru. Eyjaskeggjar virðast hamingjusamir og hraustir fyrir utan að Isla, móðir Spike, liggur fárveik í rúminu. Enginn virðist vita hvers vegna né hvað skuli gera. Alfie hittir fyrir beinalækninn sem á sér óvenjulegt áhugamál.Sony Spike þreytir manndómsvígslu og fer með föður sínum yfir á meginlandið til að drepa sinn fyrsta uppvakning. Tvær nýjar uppvakningategundir hafa orðið til gegnum árin: útblásnar bollur sem skríða eftir jörðinni og alfa-berserkir sem eru tröll að burðum. Drengurinn ber sig vel þrátt fyrir að vera hræddur meðan blóðþyrstur pabbinn nýtur þess að drepa zombíana. Spike sér merki um annað fólk, eld sem logar í fjarska, en faðirinn gefur lítið fyrir það. Strákurinn kemst að því að á meginlandinu býr fyrrverandi læknirinn Kelson (Fiennes) sem virðist hafa misst vitið í faraldrinum. Drengurinn sér í hendi sér lausn við veikindum móðurinnar og ákveður að fara með hana til læknis. Brexit-börnin og syndir feðranna Fólk sem átti von á nöturlegum uppvakningahasar í líkingu við fyrstu tvær myndirnar verður hugsanlega illa svikið. Boyle og Garland hafa ákveðið að fara í aðra átt með þriðju myndina, 28 Years Later er skrítin blanda af æsilegri spennumynd, hjartnæmri uppvaxtarsögu og súru ævintýri. Maður óttaðist auðvitað að Covid-faraldurinn yrði til umfjöllunar í myndinni en það er miklu frekar Brexit sem hefur mótað þemu hennar. Skýrast birtist það í algjörum aðskilnaði Bretlands frá meginlandinu en líka þjóðernislegri fortíðarþrá eyjaskeggjanna. Áhorfendur eru með hjartað í buxunum allan tímann sem feðgarnir eru á meginlandinu. Samfélag eyjunnar fúnkerar ágætlega en er einsleitt og manni virðist sem það muni ekki lifa margar kynslóðir. Undir fallegri eyjasýn er eitthvað rotið sem birtist í veikindum móðurinnar, sem heitir bókstaflega Eyja (á spænsku, Isla). Spike er þá táknmynd Bretanna sem erfa landið og þurfa að ákveða hvort eigi að halda áfram á sömu braut eða feta nýja leið. Áhorfendur sjá söguna með sjónarhorni drengsins, sem er enn saklaus og óharðnaður. Boyle nýtir þetta til að skýra heimsmyndina betur fyrir áhorfendum með því að láta föðurinn mata drenginn með ákveðnum upplýsingum og lífsreglum. Frekar letileg frásagnaraðferð þó hún virkni. Pabbinn gerir mikið úr nauðsyn þess að sonurinn takist á við uppvakningana. Þegar á hólminn er komið er strákurinn logandi hræddur meðan pabbinn nýtur ofbeldisins. Á endanum ganga þeir of langt, pabbinn leiðir þá í ógöngur og þeir þurfa að flýja undan uppvakningahópi og tröllvöxnum Alfa-leiðtoga. Spennan í þessum senum er á köflum svo óbærileg að ég herptist um af ótta í sætinu. Við tökur á myndinni ákváðu Boyle og kvikmyndatökumaðurinn Anthony Dod Mantle að skjóta ákveðnar senur með iPhone-símum. Þetta sést skýrast þegar uppvakningarnir eru drepnir en þá fá áhorfendur einskonar „kill-cam“ eins og finna má í mörgum skotleikjum. Heilt yfir er kvikmyndatakan frábær, góðir rammar og leikstjórn bæta upp fyrir léleg tæknileg gæði og tilraunamennskan hæfir sögunni fullkomlega. Hér má sjá myndavélastand með tuttugu iPhone-um sem var notaður í myndinni.Sony Feðgarnir komast naumlega aftur á eyjuna eftir flótta undan Alfa-uppvakningi. Boyle ofnotar dálítið hvað hetjunum er bjargað oft á síðustu stundu en vinnur nægilega fyrir því svo það verði ekki ódýrt. Faðirinn lýsir syninum sem hetju við heimkomuna en drengnum finnst það óverðskuldað. Ýkjur föðurins eru þáttur í þeim blekkingaleik sem er í gangi, alltaf er látið eins og allt sé í lagi. Faðirinn lýgur aftur að syninum þegar hann þykist ekki vita af lækninum á meginlandinu og kornið sem fyllir mælinn er framhjáhald föðurins. Strákurinn gefur skít í föður sinn með því að taka málin í eigin hendur Mömmustrákur, hermaður og heimilislæknir Spike ákveður að fara yfir á meginlandið með mömmuna, sem er orðin svo veik að hún sér ofsjónir þar sem hún hverfur í barndóm, í leit að lækningu. Myndin skiptist þannig í tvennt í hluta föður og móður. Í seinni hlutanum víkur harðjaxlaspennan fyrir hjartnæmari senum og samtölum milli mæðginanna. Inn á milli koma þó spennandi senur þar sem mæðginin lenda í vandræðum og innkoma sænska hermannsins Erik bætir smá húmor í blönduna. Gegnum Erik fá áhorfendur (og Spike) innsýn inn í stöðu mála í restinni af Evrópu þar sem lífið gengur sinn vanagang með snjallsímum, bótoxi og öðrum munaði. Comer er mögnuð sem hin fársjúka Isla. Svakalegasta sena myndarinnar er þegar hópurinn gengur fram á uppvakningamóður í hríðum. Isla býður fram hjálp sína og þar sem móðurlega eðlið er sterkara uppvakningseðlinu þiggur uppvakningurinn það. Isla tekur á móti barninu sem reynist enn ósýkt og móðirin deyr í kjölfarið. Faðirinn, sem er Alfa-berserkur, er ekki sérlega sáttur. Loks komast þau til „brjálaða“ læknisins Kelson sem búið er að selja sem illmenni. Læknirinn er allt sem faðirinn er ekki. Ólíkt eyjaskeggjunum sem njóta þess að drepa uppvakningana ber Kelson virðingu fyrir öllu lífi, sýktra sem ósýktra. Svo mikil er virðingin að hann hefur reist minnisvarða sem er áminning um dauðann og óður til lífsins. Einlægnin og samúðin eru sérlega frískandi sem mótsvar við harðneskjunni og kaldhæðninni sem einkennir oft zombí-greinina. Mæðginin komast loks til Kelson læknis sem reynist ekki allur þar sem hann er séður. Isla reynist vera með ólæknandi krabbamein og hlýtur líkn undan sársauka sínum hjá Kelson. Comer er sérlega góð sem Isla, Fiennes skín líka í hlutverki hins blíða en undarlega Kelson og Alfie Williams heldur vel í við þau sem hræddi en hugrakki mömmustrákurinn. Myndinni lýkur þar sem Spike skilur ungabarnið eftir á Eyjunni helgu og ákveður að halda einn síns liðs til meginlandsins. Allt stefnir í að áhorfendur yfirgefi salinn með hlýju í hjarta og von um að Spike plummi sig ágætlega. Jimmy og hárkolluklæddir sveinar hans. En þá birtist lokasenan þar sem Spike hittir fyrir hóp manna í jogging-göllum með hvítar hárkollur. Leiðtoginn gengisins reynist vera Jimmy litli sem birtist í upphafi myndar og hefur vaxið úr grasi. Lokasenan hefur farið misvel ofan í fólk. Aðallega vegna þess hvernig skipt er algjörlega um tón. Hjartnæmur tónninn verður ýktur, bjánalegur og ofbeldisfullur þegar mennirnir leika sér að drepa uppvakningana undir brjálæðislegri remix-aðri Stubbatónlist. Meðlimirnir eru einnig klæddir upp sem Jimmy Saville, íkonískur breskur sjónvarpsmaður, sem var afhjúpaður sem raðnauðgari og barnaperri eftir að hann dó 2011. Í þessum uppvakningaheimi má gera ráð fyrir að Saville hafi aldrei verið afhjúpaður sem skrímsli og sé því enn í hávegum hafður. Spennan milli þessa skrímslis sem Saville var í raunheimum og goðsagnarinnar sem hann var áður verður væntanlega nýtt í næstu mynd, 28 Years Later: The Bone Temple. Niðurstaða: Árið 2002 var bresk popptónlist aðalmálið með Spice Girls, Oasis og Blur í öndvegi, Blair-stjórnin naut enn vinsælda og 9/11 var í fersku minni. Þá slógu líka Danny Boyle og Alex Garland í gegn með hinni nöturlegu 28 Days Later. Nú 23 árum síðar hefur margt breyst og Bretland virðist ekki enn vera búið að jafna sig á fjórtán ára stjórn Íhaldsflokksins og Brexit. Félagarnir Boyle og Garland eru snúnir aftur í uppvakningasýkt England með 28 Years Later sem snýr upp á formúluna og blandar saman uppvaxtarsögu við spennu, hrylling og kómedíu. Áhorfendur sem vildu framhald í takt við fyrri myndir verða því sennilega fyrir vonbrigðum Dýnamískur leikstjórnarstíll Boyle nýtur sín vel í zombíhasarnum með myndrænni frásögn, frábæru staðarvali og sterkum persónum. Aðalpersónurnar fjórar eru frábærar: Taylor-Johnson sem tilfinningaríkur faðir, Comer sem móðir sem flakkar inn og út úr raunveruleikanum, Alfie Williams sem drengurinn sem þarf að vaxa hratt úr grasi og loks Fiennes sem beinalæknirinn undarlegi. Tónn myndarinnar er ójafn sem gerir myndina dálítið brotakennda. Þetta einkenni birtist skýrast þegar fáránleg lokasena skemmir hálfpartinn fyrir öllum lokakafla myndarinnar. Heilt yfir hefði þurft betra samræmi og betri undirbyggingu á ákvörðunum persóna. Annað lýti eru útskýrandi samtöl feðganna í byrjun sem Boyle notar til að stytta sér leið og fylla inn í heimsmyndina fyrir áhorfendur. Allt í allt er 28 Years Later þó verðugt framhald af 28 Days Later. Blóðug, spennandi og falleg. Ég bíð spenntur að sjá hvernig saga Spike heldur áfram og hvernig Boyle ætlar svo að enda fimm mynda seríuna.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk. 25. júní 2025 07:01 Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. 10. febrúar 2025 07:00 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk. 25. júní 2025 07:01
Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. 10. febrúar 2025 07:00
Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01