Pútín lætur sér fátt um finnast Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 17:57 Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði frekari tollum ef Pútín gengi ekki að samningaborðinu innan 50 daga. Vladimír Pútín gæti varla verið meira sama, að sögn heimildarmanna Reuters. AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum. Reuters hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í Kreml. Miðillinn segir að Rússinn láti sér fátt finnast um hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hét því í gær að leggja stóraukna tolla á rússneskar vörur ef Rússar kæmu ekki að samningaborðinu og semdu ekki um frið innan 50 daga. Heldur mun Pútín mögulega leggja fram ríkari kröfur um úkraínskt landsvæði eftir því sem rússneskir herir sækja fram, að sögn þriggja heimildarmanna nálægt Kreml. Pútín telur að efnahagur Rússlands og her þess séu nógu sterkir til að þola allar viðbótaraðgerðir Vesturlanda, sögðu heimildarmenn Reuters. Trump hefur að undanförnu lýst óánægju sinni í garð Pútíns sem hefur ekki viljað semja vopnahlé. Bandaríkjamaðurinn tilkynnti að Bandaríkin myndu senda fleiri vopn til Úkraínu, þar á meðal Patriot-loftvarnarkerfi, með milligöngu Nató. Trump hótaði einnig frekari tollum gegn Rússlandi nema friðarsamkomulag næðist innan 50 daga. Þrír rússneskir heimildarmenn sem þekkja vel til æðstu ráðamanna í Kreml segja að Pútín muni ekki stöðva stríðið undan þrýstingi frá Vesturlöndum og telji að Rússland geti þolað frekari efnahagslegar refsiaðgerðir, þar á meðal hótanir Bandaríkjanna um tolla sem beinast að kaupendum á rússneskri olíu. „Pútín telur að enginn hafi í alvöru rætt við hann um smáatriði friðar í Úkraínu, þar á meðal Bandaríkjamenn, þannig að hann mun halda áfram þar til hann fær það sem hann vill,“ sagði einn heimildarmannanna við Reuters, en vildi ekki láta nafns síns getið vegna viðkvæmni málsins. Rússland Úkraína Donald Trump Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Reuters hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í Kreml. Miðillinn segir að Rússinn láti sér fátt finnast um hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hét því í gær að leggja stóraukna tolla á rússneskar vörur ef Rússar kæmu ekki að samningaborðinu og semdu ekki um frið innan 50 daga. Heldur mun Pútín mögulega leggja fram ríkari kröfur um úkraínskt landsvæði eftir því sem rússneskir herir sækja fram, að sögn þriggja heimildarmanna nálægt Kreml. Pútín telur að efnahagur Rússlands og her þess séu nógu sterkir til að þola allar viðbótaraðgerðir Vesturlanda, sögðu heimildarmenn Reuters. Trump hefur að undanförnu lýst óánægju sinni í garð Pútíns sem hefur ekki viljað semja vopnahlé. Bandaríkjamaðurinn tilkynnti að Bandaríkin myndu senda fleiri vopn til Úkraínu, þar á meðal Patriot-loftvarnarkerfi, með milligöngu Nató. Trump hótaði einnig frekari tollum gegn Rússlandi nema friðarsamkomulag næðist innan 50 daga. Þrír rússneskir heimildarmenn sem þekkja vel til æðstu ráðamanna í Kreml segja að Pútín muni ekki stöðva stríðið undan þrýstingi frá Vesturlöndum og telji að Rússland geti þolað frekari efnahagslegar refsiaðgerðir, þar á meðal hótanir Bandaríkjanna um tolla sem beinast að kaupendum á rússneskri olíu. „Pútín telur að enginn hafi í alvöru rætt við hann um smáatriði friðar í Úkraínu, þar á meðal Bandaríkjamenn, þannig að hann mun halda áfram þar til hann fær það sem hann vill,“ sagði einn heimildarmannanna við Reuters, en vildi ekki láta nafns síns getið vegna viðkvæmni málsins.
Rússland Úkraína Donald Trump Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira