Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 07:29 Trump gerði mikið úr samsæriskenningum í kosningabaráttunni en segir Epstein-málið nú storm í vatnsglasi. Chris Unger/Zuffa LLC Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa misst þolinmæðina gagnvart stuðningsmönnum sínum sem hafa kallað eftir því að yfirvöld birti öll gögn er varða mál auðmannsins og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Forsetinn sagði á þriðjudag að hann skildi ekki uppnámið og sagði að yfirvöld ættu að birta öll „trúverðug“ gögn í málinu en í gær fór hann mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social og sakaði „FYRRVERANDI“ stuðningsmenn sína um að falla fyrir samsæriskenningum „vinstri geðsjúklinga“. Trump er kominn í smá bobba en þrátt fyrir að hann vilji nú gera lítið úr Epstein-málinu og segi það storm í vatnsglasi, varði hann miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að ala á samsæriskenningum um skuggaelítu og barnaníðingahring í Washington og víðar. I am proudly cosponsoring and will sign the discharge petition.I will never protect pedophiles or the elites and their circles. https://t.co/bQmc6c7MMk— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) July 16, 2025 Stuðningsmenn hans sem aðhyllast samsæriskenningarnar, og telja meðal annars að Epstein hafi verið komið fyrir kattanef af áhrifaríkum einstaklingum sem óttuðust um eigin hag, hafa kallað eftir því að öll gögn verði gerð opinber en nú segja undirmenn Trump að þau séu í raun fá og ómerkileg. Þannig hefur komið upp úr krafsinu að svokallaður Epstein-listi, sem átti að innihalda nöfn valdamikilla einstaklinga, er mögulega ekki til, jafnvel þótt dómsmálaráðherrann Pam Bondi hafi sagst hafa hann undir höndum á sínum tíma. „Leyfum þessum aumingjum að halda áfram að vinna vinnuna fyrir Demókrata,“ sagði Trump um stuðningsmenn sína á Truth Social í gær; hann kærði sig ekki lengur um hylli þeirra. Þá kallaði hann eftir því að Alríkislögreglan rannsakaði „Epstein-gabbið“, sem hann sagði glæpsamlegt samsæri gegn sér. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Forsetinn sagði á þriðjudag að hann skildi ekki uppnámið og sagði að yfirvöld ættu að birta öll „trúverðug“ gögn í málinu en í gær fór hann mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social og sakaði „FYRRVERANDI“ stuðningsmenn sína um að falla fyrir samsæriskenningum „vinstri geðsjúklinga“. Trump er kominn í smá bobba en þrátt fyrir að hann vilji nú gera lítið úr Epstein-málinu og segi það storm í vatnsglasi, varði hann miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að ala á samsæriskenningum um skuggaelítu og barnaníðingahring í Washington og víðar. I am proudly cosponsoring and will sign the discharge petition.I will never protect pedophiles or the elites and their circles. https://t.co/bQmc6c7MMk— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) July 16, 2025 Stuðningsmenn hans sem aðhyllast samsæriskenningarnar, og telja meðal annars að Epstein hafi verið komið fyrir kattanef af áhrifaríkum einstaklingum sem óttuðust um eigin hag, hafa kallað eftir því að öll gögn verði gerð opinber en nú segja undirmenn Trump að þau séu í raun fá og ómerkileg. Þannig hefur komið upp úr krafsinu að svokallaður Epstein-listi, sem átti að innihalda nöfn valdamikilla einstaklinga, er mögulega ekki til, jafnvel þótt dómsmálaráðherrann Pam Bondi hafi sagst hafa hann undir höndum á sínum tíma. „Leyfum þessum aumingjum að halda áfram að vinna vinnuna fyrir Demókrata,“ sagði Trump um stuðningsmenn sína á Truth Social í gær; hann kærði sig ekki lengur um hylli þeirra. Þá kallaði hann eftir því að Alríkislögreglan rannsakaði „Epstein-gabbið“, sem hann sagði glæpsamlegt samsæri gegn sér.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira