Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar 24. júlí 2025 09:03 „Every child, every baby in Gaza is an enemy. The enemy is not Hamas. We need to conquer Gaza and colonise it and not leave a single Gazan child there. There is no other victory”. [MK Moshe Feiglin] "It doesn't matter who your enemy is, you need to destroy their offspring to prevent them from creating more offspring“ [Activist S. E. Í viðtali við ITV News við Kerem Shalom landamærin] Hversu viðbjóðslegar sem svona skoðanir eru þá kemur það varla á óvart að þær koma frá ísraelskum hægri öfga-stjórnmálamanni og aðgerðasinna frá sama landi. Undanfarnar vikur og mánuði höfum við daglega verið vitni að þeim ólýsanlegu hörmungum sem Palestínu fólk á Gaza svæðinu hefur þurft að þola. Tugþúsundir saklausra borgara hafa kerfisbundið verið drepin með stöðugum árásum ísraelska árásarhersins, sem hlífir engum. Allt er drepið með ólýsanlegri grimmd og miskunnarleysi. Tugþúsundir barna á öllum aldri hafa verið skotin til bana. Það er að verða daglegur viðburður að sjá fólk á öllum aldri, þar á meðal mikið af börnum, helsærð, dáin og deyjandi á blóði drifnum götum og torgum eða á göngum sjúkrahúsa – oft innan um annað fólk í sama ástandi. Barn, sem er búið að missa útlimi og verður líklega ekki bjargað, liggur við hliðina á móðir sinni, sem hefur látist af sárum sínum. Þessi mynd birtist á sjónvarpsskjáum um allan heim. Það er ekki hægt að ímynda sér meiri hrylling. Ísraelski árásaherinn drepur ekki einungis börnin. Allt sem stuðlar að algjöru hruni og eyðileggingu Gaza svæðisins er sprengt í loft upp, sérstaklega spítalar og mennta stofnanir. Starfsfólk þessara stofnana er einnig drepið á kerfisbundinn hátt, oft handtekið áður, yfirheyrt og jafnvel pyntað. Af því eru margar áreiðanlegar frásagnir og vitnisburðir. Og nú tekur alvarleg hungursneyð við, á sama tíma og hundruð flutningabíla bíða utan svæðisins eftir því að geta komið mat og lyfjum til sár þjáðs og sveltandi fólks, sem margt hvert er við dauðans dyr. Þrátt fyrir alla þó ómannúð sem ísraelher hefur sýnt að undanförnu á Gaza svæðinu má segja að nú sé það að gerast sem enginn getur í rauninni trúað. Þeir neita að leyfa mannúðarstofnununum að keyra matinn og lyfin til fólksins – þeirra tugþúsunda sem standa frammi fyrir öruggum hungurdauða ef ekkert verður aðhafst. Heimurinn horfir á fólkið deyja hægum dauðdaga, börn og foreldra og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Hvernig er það mögulegt að svona geti gerst á meðan við horfum á. Hvað sem gerist næstu klukkustundir eða daga þá er næsta víst að stór hluti íbúa Gaza svæðisins, sem enn lifir, hefur hlotið varanlegt tjón á sál og líkama. Hryllingnum sem íbúar Gaza ganga í gegnum núna verður ekki með orðum lýst. Í ljósi þess hryllings sem ísraelher hefur skapað á Gaza þá er það orðið þannig að fátt kemur manni á óvart. Ísrael bannaði matardreifingu UNRWA og sögðust ætla að taka hana að sér í gegnum „ísraelsk-amerísk mannúðarsamtök“!! Kerfið var sett upp með slæmum ásetningi, en þegar sveltandi fólk skipaði sér í raðir eftir matarúthlutun skaut ísraelher hundruð manns til bana þar sem þeir töldu sig sjá Hamas liða í hópnum. Það hefur verið stöðug afsökun þeirra við iðjuna að drepa saklaust fólk, hvort sem það er á sjúkrahúsum, menntastofnunum, trúarsöfnuðum eða skólum að Hamas liðar feli sig á meðal borgara og því reynist nauðsynlegt að drepa mikið af saklausu fólki! Kúgun, niðurlæging og morð á Palestínu fólki er ekkert nýtt af nálinni. Mörgum árum fyrir stofnun Ísrael hefur palestínufólk þurft að upplifa af hendi innfluttra gyðinga það að landið hefur verið tekið eignarnámi, það hrakið í burtu og ekki leyft að snúa til baka. Þeir sem enn búa í Palestínu eru iðulega meðhöndlaðir sem samfélagsþegnar sem ekki njóta margvíslegra grunn mannréttinda, eða möguleika til eðlilegs lífs eða menntunnar. Þeir sem hafa búið á Gaza svæðinu hafa í rauninni verið lokaðir inni, algjörlega máttvana gegn gjörðum Ísraels, eins og skrúfa fyrir vatn og rafmagn inn á svæðið eða einfaldlega ekki hleypa fólkinu inn á eða út af svæðinu. Það er sameiginleg skoðun margra hjálparstofnana að Gaza hafi lengi verið stærsta fangelsi í heimi. Núna vinnur Ísrael að því að svelta hundruð þúsundir, þannig að margir hafa nú þegar látist af þeim sökum, til viðbótar þeim sem hlotið hafa önnur örlög eins og að vera særð eða drepin með loftárásum, af hermönnum eða leyniskyttum, eða lokast inni undir rústum fallina bygginga. Heimurinn horfir agndofa á þetta, miljónir mótmæla um allan heim, en áhrifamestu stjórnmálamenn heims aðhafast lítið, jafnvel þó það fari ekkert á milli mála að hér er um stórfelda stríðsglæpi að ræða. Um er að ræða glæpi sem komandi kynslóðir munu ekki gleyma. Höfundur er prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
„Every child, every baby in Gaza is an enemy. The enemy is not Hamas. We need to conquer Gaza and colonise it and not leave a single Gazan child there. There is no other victory”. [MK Moshe Feiglin] "It doesn't matter who your enemy is, you need to destroy their offspring to prevent them from creating more offspring“ [Activist S. E. Í viðtali við ITV News við Kerem Shalom landamærin] Hversu viðbjóðslegar sem svona skoðanir eru þá kemur það varla á óvart að þær koma frá ísraelskum hægri öfga-stjórnmálamanni og aðgerðasinna frá sama landi. Undanfarnar vikur og mánuði höfum við daglega verið vitni að þeim ólýsanlegu hörmungum sem Palestínu fólk á Gaza svæðinu hefur þurft að þola. Tugþúsundir saklausra borgara hafa kerfisbundið verið drepin með stöðugum árásum ísraelska árásarhersins, sem hlífir engum. Allt er drepið með ólýsanlegri grimmd og miskunnarleysi. Tugþúsundir barna á öllum aldri hafa verið skotin til bana. Það er að verða daglegur viðburður að sjá fólk á öllum aldri, þar á meðal mikið af börnum, helsærð, dáin og deyjandi á blóði drifnum götum og torgum eða á göngum sjúkrahúsa – oft innan um annað fólk í sama ástandi. Barn, sem er búið að missa útlimi og verður líklega ekki bjargað, liggur við hliðina á móðir sinni, sem hefur látist af sárum sínum. Þessi mynd birtist á sjónvarpsskjáum um allan heim. Það er ekki hægt að ímynda sér meiri hrylling. Ísraelski árásaherinn drepur ekki einungis börnin. Allt sem stuðlar að algjöru hruni og eyðileggingu Gaza svæðisins er sprengt í loft upp, sérstaklega spítalar og mennta stofnanir. Starfsfólk þessara stofnana er einnig drepið á kerfisbundinn hátt, oft handtekið áður, yfirheyrt og jafnvel pyntað. Af því eru margar áreiðanlegar frásagnir og vitnisburðir. Og nú tekur alvarleg hungursneyð við, á sama tíma og hundruð flutningabíla bíða utan svæðisins eftir því að geta komið mat og lyfjum til sár þjáðs og sveltandi fólks, sem margt hvert er við dauðans dyr. Þrátt fyrir alla þó ómannúð sem ísraelher hefur sýnt að undanförnu á Gaza svæðinu má segja að nú sé það að gerast sem enginn getur í rauninni trúað. Þeir neita að leyfa mannúðarstofnununum að keyra matinn og lyfin til fólksins – þeirra tugþúsunda sem standa frammi fyrir öruggum hungurdauða ef ekkert verður aðhafst. Heimurinn horfir á fólkið deyja hægum dauðdaga, börn og foreldra og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Hvernig er það mögulegt að svona geti gerst á meðan við horfum á. Hvað sem gerist næstu klukkustundir eða daga þá er næsta víst að stór hluti íbúa Gaza svæðisins, sem enn lifir, hefur hlotið varanlegt tjón á sál og líkama. Hryllingnum sem íbúar Gaza ganga í gegnum núna verður ekki með orðum lýst. Í ljósi þess hryllings sem ísraelher hefur skapað á Gaza þá er það orðið þannig að fátt kemur manni á óvart. Ísrael bannaði matardreifingu UNRWA og sögðust ætla að taka hana að sér í gegnum „ísraelsk-amerísk mannúðarsamtök“!! Kerfið var sett upp með slæmum ásetningi, en þegar sveltandi fólk skipaði sér í raðir eftir matarúthlutun skaut ísraelher hundruð manns til bana þar sem þeir töldu sig sjá Hamas liða í hópnum. Það hefur verið stöðug afsökun þeirra við iðjuna að drepa saklaust fólk, hvort sem það er á sjúkrahúsum, menntastofnunum, trúarsöfnuðum eða skólum að Hamas liðar feli sig á meðal borgara og því reynist nauðsynlegt að drepa mikið af saklausu fólki! Kúgun, niðurlæging og morð á Palestínu fólki er ekkert nýtt af nálinni. Mörgum árum fyrir stofnun Ísrael hefur palestínufólk þurft að upplifa af hendi innfluttra gyðinga það að landið hefur verið tekið eignarnámi, það hrakið í burtu og ekki leyft að snúa til baka. Þeir sem enn búa í Palestínu eru iðulega meðhöndlaðir sem samfélagsþegnar sem ekki njóta margvíslegra grunn mannréttinda, eða möguleika til eðlilegs lífs eða menntunnar. Þeir sem hafa búið á Gaza svæðinu hafa í rauninni verið lokaðir inni, algjörlega máttvana gegn gjörðum Ísraels, eins og skrúfa fyrir vatn og rafmagn inn á svæðið eða einfaldlega ekki hleypa fólkinu inn á eða út af svæðinu. Það er sameiginleg skoðun margra hjálparstofnana að Gaza hafi lengi verið stærsta fangelsi í heimi. Núna vinnur Ísrael að því að svelta hundruð þúsundir, þannig að margir hafa nú þegar látist af þeim sökum, til viðbótar þeim sem hlotið hafa önnur örlög eins og að vera særð eða drepin með loftárásum, af hermönnum eða leyniskyttum, eða lokast inni undir rústum fallina bygginga. Heimurinn horfir agndofa á þetta, miljónir mótmæla um allan heim, en áhrifamestu stjórnmálamenn heims aðhafast lítið, jafnvel þó það fari ekkert á milli mála að hér er um stórfelda stríðsglæpi að ræða. Um er að ræða glæpi sem komandi kynslóðir munu ekki gleyma. Höfundur er prófessor emeritus.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun