Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júlí 2025 07:39 Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála þar til fulltrúadeildin kemur aftur saman eftir sex vikur. Getty Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna. Johnson sakaði flokksbróður sinn Thomas Massie, annan flutningsmanna málsins, um að valda Repúblikanaflokknum pólitískum „sársauka“ með því að taka saman höndum með Demókrötum í viðleitni til að fá skjölin birt. „Ég veit ekki af hverju gagnsæi ætti að vera sársaukafullt pólitískt,“ sagði Massie í þættinum Meet The Press í gær. „Er sársaukinn sá að þessi skjöl séu vandræðileg fyrir einhvern í flokknum? Ef svo er þá er það ekki góð afsökun. Er sársaukinn sá að þegar þingmenn ganga til atkvæðagreiðslu þá þurfi þeir að velja á milli þess að vernda hina ríku og valdamiklu frá skömm og þess að ná fram réttlæti til handa þolendum? Ég skil ekki hvað hann meinar,“ sagði Massie. Reps. Khanna and Massie push to release Epstein files ‘for the victims’: Full interview https://t.co/jQ4kAA6vbm— Meet the Press (@MeetThePress) July 27, 2025 Johnson hefur haldið því fram að ekki sé hægt að birta Epstein-skjölin þar sem það kæmi niður á þeim þolendum sem þar koma við sögu. Massie og Demókratinn Ro Khanna, sem einnig er flutningsmaður málsins, segja frumvarpið hins vegar kveða á um vernd til handa þolendunum, meðal annars með útstrikunum, og girða fyrir birtingu mynda eða myndskeiða sem sýna barnaníð. Johnson og Massie greinir einnig á um hvort yfirvöld eigi að náða Ghislaine Maxwell eða stytta dóm hennar gegn frekari upplýsingum um glæpi vinar hennar Jeffrey Epstein. Johnson segist ekki hugnast það, á meðan Massie segist allt vilja gera til að upplýsa málið. Hugmyndir um einhvers konar syndaaflausn fyrir Maxwell hafa verið harðlega gagnrýndar, enda hafi hún beinlínis viljandi vingast við börn til að vinurinn gæti nauðgað þeim, eins og einhver orðaði það. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira
Johnson sakaði flokksbróður sinn Thomas Massie, annan flutningsmanna málsins, um að valda Repúblikanaflokknum pólitískum „sársauka“ með því að taka saman höndum með Demókrötum í viðleitni til að fá skjölin birt. „Ég veit ekki af hverju gagnsæi ætti að vera sársaukafullt pólitískt,“ sagði Massie í þættinum Meet The Press í gær. „Er sársaukinn sá að þessi skjöl séu vandræðileg fyrir einhvern í flokknum? Ef svo er þá er það ekki góð afsökun. Er sársaukinn sá að þegar þingmenn ganga til atkvæðagreiðslu þá þurfi þeir að velja á milli þess að vernda hina ríku og valdamiklu frá skömm og þess að ná fram réttlæti til handa þolendum? Ég skil ekki hvað hann meinar,“ sagði Massie. Reps. Khanna and Massie push to release Epstein files ‘for the victims’: Full interview https://t.co/jQ4kAA6vbm— Meet the Press (@MeetThePress) July 27, 2025 Johnson hefur haldið því fram að ekki sé hægt að birta Epstein-skjölin þar sem það kæmi niður á þeim þolendum sem þar koma við sögu. Massie og Demókratinn Ro Khanna, sem einnig er flutningsmaður málsins, segja frumvarpið hins vegar kveða á um vernd til handa þolendunum, meðal annars með útstrikunum, og girða fyrir birtingu mynda eða myndskeiða sem sýna barnaníð. Johnson og Massie greinir einnig á um hvort yfirvöld eigi að náða Ghislaine Maxwell eða stytta dóm hennar gegn frekari upplýsingum um glæpi vinar hennar Jeffrey Epstein. Johnson segist ekki hugnast það, á meðan Massie segist allt vilja gera til að upplýsa málið. Hugmyndir um einhvers konar syndaaflausn fyrir Maxwell hafa verið harðlega gagnrýndar, enda hafi hún beinlínis viljandi vingast við börn til að vinurinn gæti nauðgað þeim, eins og einhver orðaði það.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira