„Hann stal henni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2025 22:44 Donald Trump segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre frá sér þegar hún vann á sveitaklúbbi Trump. Giuffre sakaði Epstein og Ghislain Maxwell um að hafa selt sig í mansal og brotið á sér kynferðislega. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. Þetta kom fram í samtali Trump við blaðamenn um borð í forsetaþotunni Air Force One fyrr í kvöld. Trump sagði þar að Epstein hefði tvívegis krækt í starfsmenn frá heilsulindinni í byrjun aldar, þar á meðal Giuffre. Virginia Giuffre steig fram árið 2021 og sakaði Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sakaði Epstein, Andrés prins og aðra menn um að hafa nauðgað sér á heimili Epstein frá því hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli 2021, leiddi til þess að Andrés var sviptur titlum sínum og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre árið 2022. Giuffre stytti sér aldur í apríl á þessu ári, aðeins 41 árs gömul. „Við viljum ekki að þú takir fólkið okkar“ Á mánudag sagðist Trump hafi slitið sambandi sínu við Jeffrey Epstein, þáverandi vin sinn, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar vegna þess að „hann stal fólki sem vann fyrir mig“ eftir að Trump hafði þegar varað hann við því að gera það. Trump var spurður í forsetaþotunni í dag hvort starfsmennirnir sem Epstein réði hefðu verið ungar konur og svaraði forsetinn svo: „Ég vil ekki segja það, en allir vita hvaða fólk það var sem var tekið.“ „Fólkið var tekið úr heilsulindinni og ráðið af honum,“ sagði Trump um Epstein. „Þegar ég frétti af þessu sagði ég við hann, ég sagði: ,Hlustaðu, við viljum ekki að þú takir fólkið okkar.' Hvort sem það var úr heilsulindinni eða ekki,“ sagði Trump um samskipti sín við Trump. Trump: People were taken out of the spa, hired by Epstein… I told him we don’t want you taking our people, whether it’s spa or not spa. He did it again, I said out of here. Reporter: Was one of the stolen people Virginia Giuffre?Trump: I think so. He stole her. pic.twitter.com/sLoDdKNasn— Acyn (@Acyn) July 29, 2025 Epstein hafi hlustað á hann í fyrstu. „Og ekki löngu síðar gerði hann það aftur. Og ég sagði: ,Burt með þig',“ sagði Trump við blaðamennina. Trump var þá spurður hvort Virginia Giuffre hefði verið önnur hinna tveggja. Giuffre hafði áður greint frá því að hún hefði verið að vinna í heilsulindinni þegar Ghislaine Maxwell réði hana til Epstein. „Ég veit það ekki, ég held að hún hafi unnið í heilsulindinni, ég held að hún hafi verið einn þeirra,“ svaraði Trump og bætti svo við: „Hann stal henni.“ „Vel á minnst, hún kvartaði ekkert undan okkur, eins og þið vitið, ekki neitt,“ sagði forsetinn síðan um heilsulindina í sveitaklúbbnum. Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13 Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34 Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Trump við blaðamenn um borð í forsetaþotunni Air Force One fyrr í kvöld. Trump sagði þar að Epstein hefði tvívegis krækt í starfsmenn frá heilsulindinni í byrjun aldar, þar á meðal Giuffre. Virginia Giuffre steig fram árið 2021 og sakaði Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sakaði Epstein, Andrés prins og aðra menn um að hafa nauðgað sér á heimili Epstein frá því hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli 2021, leiddi til þess að Andrés var sviptur titlum sínum og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre árið 2022. Giuffre stytti sér aldur í apríl á þessu ári, aðeins 41 árs gömul. „Við viljum ekki að þú takir fólkið okkar“ Á mánudag sagðist Trump hafi slitið sambandi sínu við Jeffrey Epstein, þáverandi vin sinn, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar vegna þess að „hann stal fólki sem vann fyrir mig“ eftir að Trump hafði þegar varað hann við því að gera það. Trump var spurður í forsetaþotunni í dag hvort starfsmennirnir sem Epstein réði hefðu verið ungar konur og svaraði forsetinn svo: „Ég vil ekki segja það, en allir vita hvaða fólk það var sem var tekið.“ „Fólkið var tekið úr heilsulindinni og ráðið af honum,“ sagði Trump um Epstein. „Þegar ég frétti af þessu sagði ég við hann, ég sagði: ,Hlustaðu, við viljum ekki að þú takir fólkið okkar.' Hvort sem það var úr heilsulindinni eða ekki,“ sagði Trump um samskipti sín við Trump. Trump: People were taken out of the spa, hired by Epstein… I told him we don’t want you taking our people, whether it’s spa or not spa. He did it again, I said out of here. Reporter: Was one of the stolen people Virginia Giuffre?Trump: I think so. He stole her. pic.twitter.com/sLoDdKNasn— Acyn (@Acyn) July 29, 2025 Epstein hafi hlustað á hann í fyrstu. „Og ekki löngu síðar gerði hann það aftur. Og ég sagði: ,Burt með þig',“ sagði Trump við blaðamennina. Trump var þá spurður hvort Virginia Giuffre hefði verið önnur hinna tveggja. Giuffre hafði áður greint frá því að hún hefði verið að vinna í heilsulindinni þegar Ghislaine Maxwell réði hana til Epstein. „Ég veit það ekki, ég held að hún hafi unnið í heilsulindinni, ég held að hún hafi verið einn þeirra,“ svaraði Trump og bætti svo við: „Hann stal henni.“ „Vel á minnst, hún kvartaði ekkert undan okkur, eins og þið vitið, ekki neitt,“ sagði forsetinn síðan um heilsulindina í sveitaklúbbnum.
Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13 Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34 Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13
Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34
Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15