„Hann stal henni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2025 22:44 Donald Trump segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre frá sér þegar hún vann á sveitaklúbbi Trump. Giuffre sakaði Epstein og Ghislain Maxwell um að hafa selt sig í mansal og brotið á sér kynferðislega. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. Þetta kom fram í samtali Trump við blaðamenn um borð í forsetaþotunni Air Force One fyrr í kvöld. Trump sagði þar að Epstein hefði tvívegis krækt í starfsmenn frá heilsulindinni í byrjun aldar, þar á meðal Giuffre. Virginia Giuffre steig fram árið 2021 og sakaði Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sakaði Epstein, Andrés prins og aðra menn um að hafa nauðgað sér á heimili Epstein frá því hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli 2021, leiddi til þess að Andrés var sviptur titlum sínum og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre árið 2022. Giuffre tók eigið líf í apríl á þessu ári, aðeins 41 árs gömul. „Við viljum ekki að þú takir fólkið okkar“ Á mánudag sagðist Trump hafi slitið sambandi sínu við Jeffrey Epstein, þáverandi vin sinn, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar vegna þess að „hann stal fólki sem vann fyrir mig“ eftir að Trump hafði þegar varað hann við því að gera það. Trump var spurður í forsetaþotunni í dag hvort starfsmennirnir sem Epstein réði hefðu verið ungar konur og svaraði forsetinn svo: „Ég vil ekki segja það, en allir vita hvaða fólk það var sem var tekið.“ „Fólkið var tekið úr heilsulindinni og ráðið af honum,“ sagði Trump um Epstein. „Þegar ég frétti af þessu sagði ég við hann, ég sagði: ,Hlustaðu, við viljum ekki að þú takir fólkið okkar.' Hvort sem það var úr heilsulindinni eða ekki,“ sagði Trump um samskipti sín við Trump. Trump: People were taken out of the spa, hired by Epstein… I told him we don’t want you taking our people, whether it’s spa or not spa. He did it again, I said out of here. Reporter: Was one of the stolen people Virginia Giuffre?Trump: I think so. He stole her. pic.twitter.com/sLoDdKNasn— Acyn (@Acyn) July 29, 2025 Epstein hafi hlustað á hann í fyrstu. „Og ekki löngu síðar gerði hann það aftur. Og ég sagði: ,Burt með þig',“ sagði Trump við blaðamennina. Trump var þá spurður hvort Virginia Giuffre hefði verið önnur hinna tveggja. Giuffre hafði áður greint frá því að hún hefði verið að vinna í heilsulindinni þegar Ghislaine Maxwell réði hana til Epstein. „Ég veit það ekki, ég held að hún hafi unnið í heilsulindinni, ég held að hún hafi verið einn þeirra,“ svaraði Trump og bætti svo við: „Hann stal henni.“ „Vel á minnst, hún kvartaði ekkert undan okkur, eins og þið vitið, ekki neitt,“ sagði forsetinn síðan um heilsulindina í sveitaklúbbnum. Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13 Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34 Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Trump við blaðamenn um borð í forsetaþotunni Air Force One fyrr í kvöld. Trump sagði þar að Epstein hefði tvívegis krækt í starfsmenn frá heilsulindinni í byrjun aldar, þar á meðal Giuffre. Virginia Giuffre steig fram árið 2021 og sakaði Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sakaði Epstein, Andrés prins og aðra menn um að hafa nauðgað sér á heimili Epstein frá því hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli 2021, leiddi til þess að Andrés var sviptur titlum sínum og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre árið 2022. Giuffre tók eigið líf í apríl á þessu ári, aðeins 41 árs gömul. „Við viljum ekki að þú takir fólkið okkar“ Á mánudag sagðist Trump hafi slitið sambandi sínu við Jeffrey Epstein, þáverandi vin sinn, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar vegna þess að „hann stal fólki sem vann fyrir mig“ eftir að Trump hafði þegar varað hann við því að gera það. Trump var spurður í forsetaþotunni í dag hvort starfsmennirnir sem Epstein réði hefðu verið ungar konur og svaraði forsetinn svo: „Ég vil ekki segja það, en allir vita hvaða fólk það var sem var tekið.“ „Fólkið var tekið úr heilsulindinni og ráðið af honum,“ sagði Trump um Epstein. „Þegar ég frétti af þessu sagði ég við hann, ég sagði: ,Hlustaðu, við viljum ekki að þú takir fólkið okkar.' Hvort sem það var úr heilsulindinni eða ekki,“ sagði Trump um samskipti sín við Trump. Trump: People were taken out of the spa, hired by Epstein… I told him we don’t want you taking our people, whether it’s spa or not spa. He did it again, I said out of here. Reporter: Was one of the stolen people Virginia Giuffre?Trump: I think so. He stole her. pic.twitter.com/sLoDdKNasn— Acyn (@Acyn) July 29, 2025 Epstein hafi hlustað á hann í fyrstu. „Og ekki löngu síðar gerði hann það aftur. Og ég sagði: ,Burt með þig',“ sagði Trump við blaðamennina. Trump var þá spurður hvort Virginia Giuffre hefði verið önnur hinna tveggja. Giuffre hafði áður greint frá því að hún hefði verið að vinna í heilsulindinni þegar Ghislaine Maxwell réði hana til Epstein. „Ég veit það ekki, ég held að hún hafi unnið í heilsulindinni, ég held að hún hafi verið einn þeirra,“ svaraði Trump og bætti svo við: „Hann stal henni.“ „Vel á minnst, hún kvartaði ekkert undan okkur, eins og þið vitið, ekki neitt,“ sagði forsetinn síðan um heilsulindina í sveitaklúbbnum.
Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13 Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34 Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13
Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34
Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15