Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2025 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Getty/Chip Somodevilla Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Með þessu vill forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni, tryggja Repúblikanaflokknum áfram meirihluta í fulltrúadeildinni, sem er mjög naumur. Repúblikanar vonast til að samþykkja drögin á sérstökum þrjátíu daga þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, boðaði á dögunum. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins búa niður meðal stærri og dreifbýlli kjördæma og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Norður-Karólína þykir meðal þeirra ríkja þar sem kjördæmin eru hvað mest öðrum flokknum í hag. Í því tilfelli voru það Repúblikanar sem teiknuðu kjördæmin. Í kosningunum 2024 fengu frambjóðendur Repúblikana til fulltrúadeildarinnar til að mynda 52,78 prósent atkvæða kjósenda heilt yfir og Demókratar 42,8 prósent. Repúblikanar fengu þó tíu þingsæti í Norður-Karólínu og Demókratar eingöngu fjögur. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Hefðu þessi kjördæmi verið í kosningunum í fyrra hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Texas Republicans revealed their new, extreme gerrymandered congressional map.Before TX redistricting:25 GOP seats13 Dem seatsAfter TX redistricting:30 GOP-leaning seats8 Dem-leaning seatsWhen Republicans can’t win, they cheat. pic.twitter.com/dSdiBBxFB1— Democrats (@TheDemocrats) July 30, 2025 Eiga fáa kosti Demókratar eiga litla möguleika á því að koma í veg fyrir breytingarnar í Texas en þeir gætu höfðað dómsmál til að reyna að stöðva þær. Leiðtogar innan flokksins, eins og Hakeem Jeffries, sem leiðir flokkinn í fulltrúadeildinni, og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa gefið til kynna að Demókratar muni grípa til eigin breytinga, haldi Repúblikanar stefnu þeirra. Meðal annars kemur til greina fyrir Demókrata að grípa til sambærilegra aðgerða í Kaliforníu og New York. Þar gætu Demókratar fjölgað þingsætum sem væru líkleg til að enda í höndum þeirra með því að útþynna atkvæði kjósenda Repúblikanaflokksins. Það myndi þó reynast Demókrötum erfitt, þar sem kjördæmi eru teiknuð af óháðri nefnd í Kaliforníu og að breyta þyrfti stjórnarskrá New York ríkis til að gera þessar breytingar án nýs manntals. Ekki væri hægt að gera þær breytingar fyrr en árið 2028. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru sagðir íhuga að ganga úr salnum fyrir atkvæðagreiðsluna um nýju drögin og mögulega flýja Texas til að koma í veg fyrir að þinfundur gæti haldið áfram, samkvæmt Texas Star Tribune. Það yrði þó líklega í besta falli tímabundin lausn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Með þessu vill forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni, tryggja Repúblikanaflokknum áfram meirihluta í fulltrúadeildinni, sem er mjög naumur. Repúblikanar vonast til að samþykkja drögin á sérstökum þrjátíu daga þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, boðaði á dögunum. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins búa niður meðal stærri og dreifbýlli kjördæma og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Norður-Karólína þykir meðal þeirra ríkja þar sem kjördæmin eru hvað mest öðrum flokknum í hag. Í því tilfelli voru það Repúblikanar sem teiknuðu kjördæmin. Í kosningunum 2024 fengu frambjóðendur Repúblikana til fulltrúadeildarinnar til að mynda 52,78 prósent atkvæða kjósenda heilt yfir og Demókratar 42,8 prósent. Repúblikanar fengu þó tíu þingsæti í Norður-Karólínu og Demókratar eingöngu fjögur. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Hefðu þessi kjördæmi verið í kosningunum í fyrra hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Texas Republicans revealed their new, extreme gerrymandered congressional map.Before TX redistricting:25 GOP seats13 Dem seatsAfter TX redistricting:30 GOP-leaning seats8 Dem-leaning seatsWhen Republicans can’t win, they cheat. pic.twitter.com/dSdiBBxFB1— Democrats (@TheDemocrats) July 30, 2025 Eiga fáa kosti Demókratar eiga litla möguleika á því að koma í veg fyrir breytingarnar í Texas en þeir gætu höfðað dómsmál til að reyna að stöðva þær. Leiðtogar innan flokksins, eins og Hakeem Jeffries, sem leiðir flokkinn í fulltrúadeildinni, og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa gefið til kynna að Demókratar muni grípa til eigin breytinga, haldi Repúblikanar stefnu þeirra. Meðal annars kemur til greina fyrir Demókrata að grípa til sambærilegra aðgerða í Kaliforníu og New York. Þar gætu Demókratar fjölgað þingsætum sem væru líkleg til að enda í höndum þeirra með því að útþynna atkvæði kjósenda Repúblikanaflokksins. Það myndi þó reynast Demókrötum erfitt, þar sem kjördæmi eru teiknuð af óháðri nefnd í Kaliforníu og að breyta þyrfti stjórnarskrá New York ríkis til að gera þessar breytingar án nýs manntals. Ekki væri hægt að gera þær breytingar fyrr en árið 2028. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru sagðir íhuga að ganga úr salnum fyrir atkvæðagreiðsluna um nýju drögin og mögulega flýja Texas til að koma í veg fyrir að þinfundur gæti haldið áfram, samkvæmt Texas Star Tribune. Það yrði þó líklega í besta falli tímabundin lausn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira