Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 14:55 Frá Les Sables-d'Olonne, vinsælum strandbæ í Frakklandi. Getty/Gazeau J/Andia Á hverju sumri fyllist strandbærinn Les Sables d‘Olonne á vesturströnd Frakklands af ferðamönnum, sem flestir eru franskir, en þeir þykja gjarnir, jafnvel of gjarnir, á það að ganga um bæinn á sundfötum sínum eða berir að ofan. Íbúar hafa fengið nóg og eru byrjaðir að beita sektum. Ráðamenn og íbúar í bænum Les Sables d’Olonne í Frakklandi hafa beðið ferðamenn um að sýna hófsemi í bænum. „Smá stilling, gerið það,“ skrifaði Yannick Moreau, bæjarstjóri, á samfélagsmiðla í síðustu viku. Tilefnið var að gerðar hafa verið breytingar á reglum bæjarins og verður fólk nú sektað fyrir að ganga nakið eða á sundfötum um götur og verslanir bæjarins. „Þetta er spurning um virðingu við íbúa Sables sem vilja ekki að fólk gangi hálf nakið um bæinn. Þetta er líka spurning um hreinlæti í mörkuðum, verslunum og á götum okkar.“ Bæjarstjórinn sagði fólki frjálst að bera sig á ellefu kílómetra langri strandlengju bæjarins. Ein baðströndin er nektarströnd og þar er því eitthvað fyrir alla. Í viðtali við New York Times sagði Moreau að þessi tilhneiging ferðamanna að spóka sig fáklæddir um bæinn hefði færst í aukana á undanförnum árum. Þeir færu af ströndunum í sundfötum sínum og gengu um bæinn og færu inn í matvöruverslanir og inn á veitingastaði svo gott sem berir. „Ef þú ferð inn í verslun til að kaupa mat, ávexti, grænmeti og kjöt, getur þú ekki verið hálf nakinn svo hár falla á grænmetið. Þetta er spurning um velsæmi.“ Sambærilegar reglur hafa litið dagsins ljós víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Það á við staði á Spáni, Ítalíu, Króatíu og víðar. Frakkland Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Íbúar hafa fengið nóg og eru byrjaðir að beita sektum. Ráðamenn og íbúar í bænum Les Sables d’Olonne í Frakklandi hafa beðið ferðamenn um að sýna hófsemi í bænum. „Smá stilling, gerið það,“ skrifaði Yannick Moreau, bæjarstjóri, á samfélagsmiðla í síðustu viku. Tilefnið var að gerðar hafa verið breytingar á reglum bæjarins og verður fólk nú sektað fyrir að ganga nakið eða á sundfötum um götur og verslanir bæjarins. „Þetta er spurning um virðingu við íbúa Sables sem vilja ekki að fólk gangi hálf nakið um bæinn. Þetta er líka spurning um hreinlæti í mörkuðum, verslunum og á götum okkar.“ Bæjarstjórinn sagði fólki frjálst að bera sig á ellefu kílómetra langri strandlengju bæjarins. Ein baðströndin er nektarströnd og þar er því eitthvað fyrir alla. Í viðtali við New York Times sagði Moreau að þessi tilhneiging ferðamanna að spóka sig fáklæddir um bæinn hefði færst í aukana á undanförnum árum. Þeir færu af ströndunum í sundfötum sínum og gengu um bæinn og færu inn í matvöruverslanir og inn á veitingastaði svo gott sem berir. „Ef þú ferð inn í verslun til að kaupa mat, ávexti, grænmeti og kjöt, getur þú ekki verið hálf nakinn svo hár falla á grænmetið. Þetta er spurning um velsæmi.“ Sambærilegar reglur hafa litið dagsins ljós víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Það á við staði á Spáni, Ítalíu, Króatíu og víðar.
Frakkland Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira