Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 23:30 Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í Texas, talar á blaðamannafundi gegn fyrirhuguðum breytingum á kjördæmaskipan ríkisins sem myndi líklega tryggja repúblikönum fleiri sæti. Vísir Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Greint var frá því í síðustu viku þegar ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu drög að nýjum kjördæmum í ríkinu til að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna, til að mynda Missouri og Indiana. Þingmenn Demókrata í Texas gætu nú átt yfir höfði sér sektir eða aðrar refsingar, að því er AP greinir frá, þar sem þeir hafa nú margir gripið til þess örþrifaráðs að yfirgefa ríkið í von um að koma í veg fyrir að þing verði kallað saman á ný. Ríkissaksóknari Texas hafði áður hótað því að handtaka þingmennina ef þeir flýðu ríkið. „Þetta er ekki ákvörðun sem við tökum af léttúð,“ segir Gene Wu, formaður þingflokks Demókrata í fulltrúadeildinni, í yfirlýsingu um ákvörðun sinna þingmanna að yfirgefa ríkið. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins nýr í stærri og dreifbýlli kjördæmum, og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku þegar ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu drög að nýjum kjördæmum í ríkinu til að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna, til að mynda Missouri og Indiana. Þingmenn Demókrata í Texas gætu nú átt yfir höfði sér sektir eða aðrar refsingar, að því er AP greinir frá, þar sem þeir hafa nú margir gripið til þess örþrifaráðs að yfirgefa ríkið í von um að koma í veg fyrir að þing verði kallað saman á ný. Ríkissaksóknari Texas hafði áður hótað því að handtaka þingmennina ef þeir flýðu ríkið. „Þetta er ekki ákvörðun sem við tökum af léttúð,“ segir Gene Wu, formaður þingflokks Demókrata í fulltrúadeildinni, í yfirlýsingu um ákvörðun sinna þingmanna að yfirgefa ríkið. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins nýr í stærri og dreifbýlli kjördæmum, og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“