Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 11:12 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á þaki Hvíta hússins. Þaðan kallaði hann ítrekað til blaðamanna og reyndi að svara spurningum þeirra. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Blaðamenn vestanhafs urðu varir við að leyniskyttum fjölgaði á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar og voru því búnir að koma sér fyrir. Þegar Trump og starfsfólk hans gekk þar út kölluðu blaðamenn til hans: „Hvað ertu að gera á þakinu?“ Forsetinn kallaði til baka og sagðist vera í göngutúr. Það væri gott fyrir heilsuna. Nokkrir voru með honum á þaki vesturálmu Hvíta hússins og þar á meðal James McCrery, sem er arkitekt og mun stýra smíði nýs veislusalar við Hvíta húsið, sem á að kosta um tvö hundruð milljónir dala. Það samsvarar um 25 milljörðum króna. Á þessum tuttugu mínútum eða svo gekk Trump nokkrum sinnum í átt að blaðamönnunum til að heyra spurningar þeirra. Hann reyndi svo að svara þeim, bæði með því að kalla til þeirra og með tilraunum til táknmáls. Á einum tímapunkti sagðist hann vera að leita „nýrra leiða til að eyja peningum mínum fyrir ríkið“ og sagðist hann svo ætla að byggja „kjarnorkueldflaugar“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump hefur sett svip sinn á Hvíta húsið og til að mynda gert mikla breytingar á skrifstofu forsetans, með miklum gullskreytingum, og þá hefur hann látið koma fyrir stórum fánastöngum við húsið. Leyniskyttur fjölmenntu á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar í gær.AP/Evan Vucci Svaf á þakinu Samkvæmt AP þykir nokkuð sjaldgæft að sjá forseta Bandaríkjanna á þaki Hvíta hússins en það hefur gerst og að minnsta kosti einn hefur sofið þar. Jimmy Carter lét setja 32 sólarsellur á þak vesturálmunnar á áttunda áratugnum en Ronald Reagan lét fjarlægja þær þegar hann tók við embætti. Árið 1910 lét William Taft reisa fyrir sig lítinn garðskála á þakinu og svaf hann þar, vegna þess hve heitt var inn í húsinu. Trump hefur látið helluleggja stóran hluta rósagarðsins svokallaða.AP/Julia Demaree Nikhinson Rósagarðurinn í apríl 1992 á blaðamannafundi George H. W. Bush.AP/Doug Mills Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08 Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37 Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Blaðamenn vestanhafs urðu varir við að leyniskyttum fjölgaði á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar og voru því búnir að koma sér fyrir. Þegar Trump og starfsfólk hans gekk þar út kölluðu blaðamenn til hans: „Hvað ertu að gera á þakinu?“ Forsetinn kallaði til baka og sagðist vera í göngutúr. Það væri gott fyrir heilsuna. Nokkrir voru með honum á þaki vesturálmu Hvíta hússins og þar á meðal James McCrery, sem er arkitekt og mun stýra smíði nýs veislusalar við Hvíta húsið, sem á að kosta um tvö hundruð milljónir dala. Það samsvarar um 25 milljörðum króna. Á þessum tuttugu mínútum eða svo gekk Trump nokkrum sinnum í átt að blaðamönnunum til að heyra spurningar þeirra. Hann reyndi svo að svara þeim, bæði með því að kalla til þeirra og með tilraunum til táknmáls. Á einum tímapunkti sagðist hann vera að leita „nýrra leiða til að eyja peningum mínum fyrir ríkið“ og sagðist hann svo ætla að byggja „kjarnorkueldflaugar“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump hefur sett svip sinn á Hvíta húsið og til að mynda gert mikla breytingar á skrifstofu forsetans, með miklum gullskreytingum, og þá hefur hann látið koma fyrir stórum fánastöngum við húsið. Leyniskyttur fjölmenntu á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar í gær.AP/Evan Vucci Svaf á þakinu Samkvæmt AP þykir nokkuð sjaldgæft að sjá forseta Bandaríkjanna á þaki Hvíta hússins en það hefur gerst og að minnsta kosti einn hefur sofið þar. Jimmy Carter lét setja 32 sólarsellur á þak vesturálmunnar á áttunda áratugnum en Ronald Reagan lét fjarlægja þær þegar hann tók við embætti. Árið 1910 lét William Taft reisa fyrir sig lítinn garðskála á þakinu og svaf hann þar, vegna þess hve heitt var inn í húsinu. Trump hefur látið helluleggja stóran hluta rósagarðsins svokallaða.AP/Julia Demaree Nikhinson Rósagarðurinn í apríl 1992 á blaðamannafundi George H. W. Bush.AP/Doug Mills
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08 Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37 Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08
Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37
Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent