Erlent

Fimm her­menn skotnir á her­stöð

Samúel Karl Ólason skrifar
Fort Stewart er mjög stór herstöð, staðsett í Georgíu.
Fort Stewart er mjög stór herstöð, staðsett í Georgíu. AP/Daniel Guerrero

Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand þeirra sem skotnir voru. Þá er ekki vitað hvort árásarmaðurinn sé hermaður eða utanaðkomandi.

Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum herstöðvarinnar segir að tilkynning um árásina hafi fyrst borist klukkan 10:56 að staðartíma. Árásarmaðurinn hafi verið handsamaður um fjörutíu mínútum síðar.

Umrædd herstöð er nokkuð stór en þar eru þrír skólar með nærri því 1.400 nemendum og var þeim öllum lokað um tíma, eins og stórum hlutum herstöðvarinnar.

Árásin var þó gerð fjarri þeim, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árásin ku hafa verið gerð á svæði sérstaks herfylkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×