Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 20:50 Austur-Grænlendingar upplifa sig afskipta. Vísir/Samsett Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir en nú er hann orðinn að veruleika. Athafnahjónin Mike og Anette Nicolaisen sem reka ferðaþjónustuveldi í Tasiilaq segja Austur-Grænlendinga upplifa sig afskipta og krefjast aðgerða. Hjónin voru á meðal þeirra sem stóðu að fjölmennri kröfugöngu sem fóru fram í Tasiilaq síðastliðinn maí, sem er stærsta byggð á austurströnd Grænlands, þar sem einangruninni afskiptaleysi stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn var mótmælt. Áætlað var að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í þeirri göngu sem verður að teljast mikið í ljósi þess að á svæðinu búi alls um 2500 manns. Fara á mis við hraða uppbyggingu Íbúar austurstrandarinnar upplifa sig afskipta. Samfélögin þar, byggðir á borð við Tasiilaq og Kúlúsúk, eru einöngruð og íbúum líður eins og þeir séu að fara á mis við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað hinum megin Grænlandsjökuls. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Icelandair tilkynnti að félagið myndi hætta við flugferðir til Kúlúsúk í janúar- og febrúarmánuðum en mikill birgðaflutningur fer fram á þeirri leið. Á meðal spjalda sem mótmælendur héldu á lofti í kröfugöngunni var spjald sem á stóð: „Flug til Íslands allt árið.“ Auk efnahagslegrar stöðnunar spilar tungumálið einnig þátt í einangrun Austur-Grænlendinga en mál þeirra, þó það sé nauðalíkt því sem talað er vestanmegin Grænlandsjökuls, er ekki gagnkvæmur skilningur þar á milli. Þrátt fyrir það fer skólahald fram á vesturgrænlensku. Þessu mótmæla Austur-Grænlendingar auk þess sem að skilti í bænum og götumerkingar séu að mestu leyti á vesturgrænlensku. Þetta kosningaplakat birti Mike Nicolaisen á samfélagsmiðlum.Mike Nicolaisen Mike Nicolaisen hefur, ef birtingar hans á samfélagsmiðlum má marka, ekki látið á sér standa og er ötull talsmaður byggðarlags síns, Tasiilaq, og Austur-Grænlands alls. Hann og kona hans reka stærsta hótel bæjarins, Hotel Ammassalik, farfuglaheimili og verslun í bænum. Þrátt fyrir persónulegan árangur hefur hann miklar áhyggjur af framtíð heimasveitarsinnar. Í viðtali við danska ríkisútvarpið gengst hann við því að hugmyndin kunni að hljóma langsótt fyrir sumum, jafnvel út í hött, en að flokkurinn nýstofnaði sé til kominn af sofandahætti stjórnvalda vestan jökuls. „Já, þetta er langsótt en þetta er því miður afleiðing þess að vera ekki hluti af Grænlandi. Maður er útlægur. Maður upplifir sig annars flokks,“ segir hann við blaðamann danska ríkisútvarpsins og að hans sögn í uppgjafartón. Fíkn, munaðarleysi og sjálfsvíg Flokkurinn hefur enn ekki formlega verið stofnaður né heldur er undirskriftarsöfnun að því marki hafin, enn sem komið er. Hjónin segjast vera komin með nóg af köldu viðmóti stjórnvalda í Nuuk og leita því á náðir danska þingsins í leit að fjárfestingum í innviðum þar nyrðra. Samfélagið á Austur-Grænlandi stendur hvað berskjaldaðast frammi fyrir samfélagsmeinum sem hrjá landið allt. Vandamál á borð við fíkn, munaðarleysi og há sjálfsmorðstíðni. Mike Nicolaisen upplifir sig raddlausan.Mike Nicolaisen „Afleiðing þessa alls er sjálfsvíg,“ er haft eftir Mike en hann missti sjálfur uppkominn son sinn úr sjálfsvígi á síðasta ári. „Við eigum dóttur saman sem er fimm ára. Þegar hún verður fullorðin á hún að njóta þess að í Tasiilaq sé sundlaug, flugvöllur, að það séu tækifæri til menntunar og að fólk geti átt fullnægjandi líf hér,“ segir Mike Nicolaisen. Grænland Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Hjónin voru á meðal þeirra sem stóðu að fjölmennri kröfugöngu sem fóru fram í Tasiilaq síðastliðinn maí, sem er stærsta byggð á austurströnd Grænlands, þar sem einangruninni afskiptaleysi stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn var mótmælt. Áætlað var að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í þeirri göngu sem verður að teljast mikið í ljósi þess að á svæðinu búi alls um 2500 manns. Fara á mis við hraða uppbyggingu Íbúar austurstrandarinnar upplifa sig afskipta. Samfélögin þar, byggðir á borð við Tasiilaq og Kúlúsúk, eru einöngruð og íbúum líður eins og þeir séu að fara á mis við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað hinum megin Grænlandsjökuls. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Icelandair tilkynnti að félagið myndi hætta við flugferðir til Kúlúsúk í janúar- og febrúarmánuðum en mikill birgðaflutningur fer fram á þeirri leið. Á meðal spjalda sem mótmælendur héldu á lofti í kröfugöngunni var spjald sem á stóð: „Flug til Íslands allt árið.“ Auk efnahagslegrar stöðnunar spilar tungumálið einnig þátt í einangrun Austur-Grænlendinga en mál þeirra, þó það sé nauðalíkt því sem talað er vestanmegin Grænlandsjökuls, er ekki gagnkvæmur skilningur þar á milli. Þrátt fyrir það fer skólahald fram á vesturgrænlensku. Þessu mótmæla Austur-Grænlendingar auk þess sem að skilti í bænum og götumerkingar séu að mestu leyti á vesturgrænlensku. Þetta kosningaplakat birti Mike Nicolaisen á samfélagsmiðlum.Mike Nicolaisen Mike Nicolaisen hefur, ef birtingar hans á samfélagsmiðlum má marka, ekki látið á sér standa og er ötull talsmaður byggðarlags síns, Tasiilaq, og Austur-Grænlands alls. Hann og kona hans reka stærsta hótel bæjarins, Hotel Ammassalik, farfuglaheimili og verslun í bænum. Þrátt fyrir persónulegan árangur hefur hann miklar áhyggjur af framtíð heimasveitarsinnar. Í viðtali við danska ríkisútvarpið gengst hann við því að hugmyndin kunni að hljóma langsótt fyrir sumum, jafnvel út í hött, en að flokkurinn nýstofnaði sé til kominn af sofandahætti stjórnvalda vestan jökuls. „Já, þetta er langsótt en þetta er því miður afleiðing þess að vera ekki hluti af Grænlandi. Maður er útlægur. Maður upplifir sig annars flokks,“ segir hann við blaðamann danska ríkisútvarpsins og að hans sögn í uppgjafartón. Fíkn, munaðarleysi og sjálfsvíg Flokkurinn hefur enn ekki formlega verið stofnaður né heldur er undirskriftarsöfnun að því marki hafin, enn sem komið er. Hjónin segjast vera komin með nóg af köldu viðmóti stjórnvalda í Nuuk og leita því á náðir danska þingsins í leit að fjárfestingum í innviðum þar nyrðra. Samfélagið á Austur-Grænlandi stendur hvað berskjaldaðast frammi fyrir samfélagsmeinum sem hrjá landið allt. Vandamál á borð við fíkn, munaðarleysi og há sjálfsmorðstíðni. Mike Nicolaisen upplifir sig raddlausan.Mike Nicolaisen „Afleiðing þessa alls er sjálfsvíg,“ er haft eftir Mike en hann missti sjálfur uppkominn son sinn úr sjálfsvígi á síðasta ári. „Við eigum dóttur saman sem er fimm ára. Þegar hún verður fullorðin á hún að njóta þess að í Tasiilaq sé sundlaug, flugvöllur, að það séu tækifæri til menntunar og að fólk geti átt fullnægjandi líf hér,“ segir Mike Nicolaisen.
Grænland Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira