Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 20:50 Austur-Grænlendingar upplifa sig afskipta. Vísir/Samsett Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir en nú er hann orðinn að veruleika. Athafnahjónin Mike og Anette Nicolaisen sem reka ferðaþjónustuveldi í Tasiilaq segja Austur-Grænlendinga upplifa sig afskipta og krefjast aðgerða. Hjónin voru á meðal þeirra sem stóðu að fjölmennri kröfugöngu sem fóru fram í Tasiilaq síðastliðinn maí, sem er stærsta byggð á austurströnd Grænlands, þar sem einangruninni afskiptaleysi stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn var mótmælt. Áætlað var að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í þeirri göngu sem verður að teljast mikið í ljósi þess að á svæðinu búi alls um 2500 manns. Fara á mis við hraða uppbyggingu Íbúar austurstrandarinnar upplifa sig afskipta. Samfélögin þar, byggðir á borð við Tasiilaq og Kúlúsúk, eru einöngruð og íbúum líður eins og þeir séu að fara á mis við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað hinum megin Grænlandsjökuls. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Icelandair tilkynnti að félagið myndi hætta við flugferðir til Kúlúsúk í janúar- og febrúarmánuðum en mikill birgðaflutningur fer fram á þeirri leið. Á meðal spjalda sem mótmælendur héldu á lofti í kröfugöngunni var spjald sem á stóð: „Flug til Íslands allt árið.“ Auk efnahagslegrar stöðnunar spilar tungumálið einnig þátt í einangrun Austur-Grænlendinga en mál þeirra, þó það sé nauðalíkt því sem talað er vestanmegin Grænlandsjökuls, er ekki gagnkvæmur skilningur þar á milli. Þrátt fyrir það fer skólahald fram á vesturgrænlensku. Þessu mótmæla Austur-Grænlendingar auk þess sem að skilti í bænum og götumerkingar séu að mestu leyti á vesturgrænlensku. Þetta kosningaplakat birti Mike Nicolaisen á samfélagsmiðlum.Mike Nicolaisen Mike Nicolaisen hefur, ef birtingar hans á samfélagsmiðlum má marka, ekki látið á sér standa og er ötull talsmaður byggðarlags síns, Tasiilaq, og Austur-Grænlands alls. Hann og kona hans reka stærsta hótel bæjarins, Hotel Ammassalik, farfuglaheimili og verslun í bænum. Þrátt fyrir persónulegan árangur hefur hann miklar áhyggjur af framtíð heimasveitarsinnar. Í viðtali við danska ríkisútvarpið gengst hann við því að hugmyndin kunni að hljóma langsótt fyrir sumum, jafnvel út í hött, en að flokkurinn nýstofnaði sé til kominn af sofandahætti stjórnvalda vestan jökuls. „Já, þetta er langsótt en þetta er því miður afleiðing þess að vera ekki hluti af Grænlandi. Maður er útlægur. Maður upplifir sig annars flokks,“ segir hann við blaðamann danska ríkisútvarpsins og að hans sögn í uppgjafartón. Fíkn, munaðarleysi og sjálfsvíg Flokkurinn hefur enn ekki formlega verið stofnaður né heldur er undirskriftarsöfnun að því marki hafin, enn sem komið er. Hjónin segjast vera komin með nóg af köldu viðmóti stjórnvalda í Nuuk og leita því á náðir danska þingsins í leit að fjárfestingum í innviðum þar nyrðra. Samfélagið á Austur-Grænlandi stendur hvað berskjaldaðast frammi fyrir samfélagsmeinum sem hrjá landið allt. Vandamál á borð við fíkn, munaðarleysi og há sjálfsmorðstíðni. Mike Nicolaisen upplifir sig raddlausan.Mike Nicolaisen „Afleiðing þessa alls er sjálfsvíg,“ er haft eftir Mike en hann missti sjálfur uppkominn son sinn úr sjálfsvígi á síðasta ári. „Við eigum dóttur saman sem er fimm ára. Þegar hún verður fullorðin á hún að njóta þess að í Tasiilaq sé sundlaug, flugvöllur, að það séu tækifæri til menntunar og að fólk geti átt fullnægjandi líf hér,“ segir Mike Nicolaisen. Grænland Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Hjónin voru á meðal þeirra sem stóðu að fjölmennri kröfugöngu sem fóru fram í Tasiilaq síðastliðinn maí, sem er stærsta byggð á austurströnd Grænlands, þar sem einangruninni afskiptaleysi stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn var mótmælt. Áætlað var að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í þeirri göngu sem verður að teljast mikið í ljósi þess að á svæðinu búi alls um 2500 manns. Fara á mis við hraða uppbyggingu Íbúar austurstrandarinnar upplifa sig afskipta. Samfélögin þar, byggðir á borð við Tasiilaq og Kúlúsúk, eru einöngruð og íbúum líður eins og þeir séu að fara á mis við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað hinum megin Grænlandsjökuls. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Icelandair tilkynnti að félagið myndi hætta við flugferðir til Kúlúsúk í janúar- og febrúarmánuðum en mikill birgðaflutningur fer fram á þeirri leið. Á meðal spjalda sem mótmælendur héldu á lofti í kröfugöngunni var spjald sem á stóð: „Flug til Íslands allt árið.“ Auk efnahagslegrar stöðnunar spilar tungumálið einnig þátt í einangrun Austur-Grænlendinga en mál þeirra, þó það sé nauðalíkt því sem talað er vestanmegin Grænlandsjökuls, er ekki gagnkvæmur skilningur þar á milli. Þrátt fyrir það fer skólahald fram á vesturgrænlensku. Þessu mótmæla Austur-Grænlendingar auk þess sem að skilti í bænum og götumerkingar séu að mestu leyti á vesturgrænlensku. Þetta kosningaplakat birti Mike Nicolaisen á samfélagsmiðlum.Mike Nicolaisen Mike Nicolaisen hefur, ef birtingar hans á samfélagsmiðlum má marka, ekki látið á sér standa og er ötull talsmaður byggðarlags síns, Tasiilaq, og Austur-Grænlands alls. Hann og kona hans reka stærsta hótel bæjarins, Hotel Ammassalik, farfuglaheimili og verslun í bænum. Þrátt fyrir persónulegan árangur hefur hann miklar áhyggjur af framtíð heimasveitarsinnar. Í viðtali við danska ríkisútvarpið gengst hann við því að hugmyndin kunni að hljóma langsótt fyrir sumum, jafnvel út í hött, en að flokkurinn nýstofnaði sé til kominn af sofandahætti stjórnvalda vestan jökuls. „Já, þetta er langsótt en þetta er því miður afleiðing þess að vera ekki hluti af Grænlandi. Maður er útlægur. Maður upplifir sig annars flokks,“ segir hann við blaðamann danska ríkisútvarpsins og að hans sögn í uppgjafartón. Fíkn, munaðarleysi og sjálfsvíg Flokkurinn hefur enn ekki formlega verið stofnaður né heldur er undirskriftarsöfnun að því marki hafin, enn sem komið er. Hjónin segjast vera komin með nóg af köldu viðmóti stjórnvalda í Nuuk og leita því á náðir danska þingsins í leit að fjárfestingum í innviðum þar nyrðra. Samfélagið á Austur-Grænlandi stendur hvað berskjaldaðast frammi fyrir samfélagsmeinum sem hrjá landið allt. Vandamál á borð við fíkn, munaðarleysi og há sjálfsmorðstíðni. Mike Nicolaisen upplifir sig raddlausan.Mike Nicolaisen „Afleiðing þessa alls er sjálfsvíg,“ er haft eftir Mike en hann missti sjálfur uppkominn son sinn úr sjálfsvígi á síðasta ári. „Við eigum dóttur saman sem er fimm ára. Þegar hún verður fullorðin á hún að njóta þess að í Tasiilaq sé sundlaug, flugvöllur, að það séu tækifæri til menntunar og að fólk geti átt fullnægjandi líf hér,“ segir Mike Nicolaisen.
Grænland Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira