Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2025 12:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, með spjöld sem honum voru kynnt í gær, sem eiga að sýna fram á góða stöðu hagkerfisins. AP/Mark Schiefelbei Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði blaðamenn óvænt inn á skrifstofu sína í gær. Þar notuðu hann og hagfræðingur íhaldssamrar hugveitu súlurit, línurit og annarskonar gögn til að mála mynd fyrir blaðamennina af einstaklega heilbrigðu hagkerfi í Bandaríkjunum. Í senn vildu þeir meina að Joe Biden, forveri Trumps, hefði staðið sig illa í efnahagsmálum. Stephen Moore, áðurnefndur hagfræðingur, sýndi upplýsingar sínar á blaðamannafundinum en Trump stóð við hlið hans og greip inn í þegar honum fannst það við hæfi og lýsti yfir ánægju sinni með kynninguna og gagnrýna Biden. Moore sagði gögn sín byggja á óbirtum upplýsingum frá manntalsstofnun Bandaríkjanna en í frétt New York Times segir að það geri sérfræðingum erfitt að sannreyna gögnin. Í samtali við NYT segist Moore hafa sett gögnin saman til að sýna forsetanum, sem hafi verið svo ánægður með þau að hann hafi ákveðið að halda óvæntan blaðamannafund. Blaðamennirnir voru þegar á staðnum vegna annars viðburðar sem átti að hefjast skömmu síðar. Moore hóf kynningu sína á því að segja að það hafi verið rétt af Trump að reka á dögunum yfirmann stofnunar sem heldur utan um fjölda starfa í Bandaríkjunum, eftir að stofnunin birti tölur um samdrátt. Trump og hans fólk hafði hrósað yfirmanninum þegar tölurnar voru honum í hag en nú heldur hann því fram að hann hafi látið breyta tölunum í pólitískum tilgangi. Þegar hann var nýverið beðinn um sönnun fyrir því sagði hann það vera „hans skoðun“. Sjá einnig: Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar þykir hlutabréfamarkaður Bandaríkjanna í góðri stöðu en hægst hefur á vinnumarkaði og verðbólga hefur aukist samhliða því að umfangsmiklir tollar Trumps taka gildi. Allan blaðamannafundinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Donald Trump Bandaríkjaforseti segist reiðbúinn að hitta Vladímír Pútín Rússlandsforseta þrátt fyrir að sá siðarnefndi neiti að funda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sú saga gekk að fundur leiðtoga stríðandi fylkinganna væri skilyrði fundar Trump og Pútín en svo virðist ekki vera. 7. ágúst 2025 23:58 Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Þó ekki séu fleiri en sjö mánuðir liðnir af fjögurra ára kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eru þungavigtarmenn í Demókrataflokknum strax byrjaðir að leggja grunn að hugsanlegu framboði í næstu forsetakosningum árið 2028. Sumir eru lúmskari en aðrir. 7. ágúst 2025 17:45 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. 6. ágúst 2025 15:32 Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. 6. ágúst 2025 11:12 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Stephen Moore, áðurnefndur hagfræðingur, sýndi upplýsingar sínar á blaðamannafundinum en Trump stóð við hlið hans og greip inn í þegar honum fannst það við hæfi og lýsti yfir ánægju sinni með kynninguna og gagnrýna Biden. Moore sagði gögn sín byggja á óbirtum upplýsingum frá manntalsstofnun Bandaríkjanna en í frétt New York Times segir að það geri sérfræðingum erfitt að sannreyna gögnin. Í samtali við NYT segist Moore hafa sett gögnin saman til að sýna forsetanum, sem hafi verið svo ánægður með þau að hann hafi ákveðið að halda óvæntan blaðamannafund. Blaðamennirnir voru þegar á staðnum vegna annars viðburðar sem átti að hefjast skömmu síðar. Moore hóf kynningu sína á því að segja að það hafi verið rétt af Trump að reka á dögunum yfirmann stofnunar sem heldur utan um fjölda starfa í Bandaríkjunum, eftir að stofnunin birti tölur um samdrátt. Trump og hans fólk hafði hrósað yfirmanninum þegar tölurnar voru honum í hag en nú heldur hann því fram að hann hafi látið breyta tölunum í pólitískum tilgangi. Þegar hann var nýverið beðinn um sönnun fyrir því sagði hann það vera „hans skoðun“. Sjá einnig: Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar þykir hlutabréfamarkaður Bandaríkjanna í góðri stöðu en hægst hefur á vinnumarkaði og verðbólga hefur aukist samhliða því að umfangsmiklir tollar Trumps taka gildi. Allan blaðamannafundinn má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Donald Trump Bandaríkjaforseti segist reiðbúinn að hitta Vladímír Pútín Rússlandsforseta þrátt fyrir að sá siðarnefndi neiti að funda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sú saga gekk að fundur leiðtoga stríðandi fylkinganna væri skilyrði fundar Trump og Pútín en svo virðist ekki vera. 7. ágúst 2025 23:58 Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Þó ekki séu fleiri en sjö mánuðir liðnir af fjögurra ára kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eru þungavigtarmenn í Demókrataflokknum strax byrjaðir að leggja grunn að hugsanlegu framboði í næstu forsetakosningum árið 2028. Sumir eru lúmskari en aðrir. 7. ágúst 2025 17:45 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. 6. ágúst 2025 15:32 Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. 6. ágúst 2025 11:12 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Donald Trump Bandaríkjaforseti segist reiðbúinn að hitta Vladímír Pútín Rússlandsforseta þrátt fyrir að sá siðarnefndi neiti að funda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sú saga gekk að fundur leiðtoga stríðandi fylkinganna væri skilyrði fundar Trump og Pútín en svo virðist ekki vera. 7. ágúst 2025 23:58
Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Þó ekki séu fleiri en sjö mánuðir liðnir af fjögurra ára kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eru þungavigtarmenn í Demókrataflokknum strax byrjaðir að leggja grunn að hugsanlegu framboði í næstu forsetakosningum árið 2028. Sumir eru lúmskari en aðrir. 7. ágúst 2025 17:45
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12
Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. 6. ágúst 2025 15:32
Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. 6. ágúst 2025 11:12